Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 67

Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 67
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 67 Þ ó að Flugfélag Íslands hafi ráð- andi stöðu í innanlandsflugi erum við samt í harðri samkeppni. Fólk á alltaf tvo valkosti, annaðhvort að fljúga eða aka. Skipurit okkar er sett upp þannig að helmingur starfsmanna tilheyrir markaðssviði. Ég tel að þetta skýri meðal annars þann árangur sem félagið hefur náð á undanförnum árum. Við erum markaðsdrifið þjónustufyrirtæki,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Af ætt frumherjans Í breytingum á stjórn FL-Group fyrr á þessu ári færðust ýmsir starfsmenn félagsins milli deilda og dótturfyrirtækja og aðrir upp um þrep. Hjá FÍ urðu þær breytingar að Jón Karl Ólafsson tók við sem forstjóri Icelandair, en Árni við starfi Jóns - en hann hefur verið markaðsstjóri félagsins síðustu ár. „Ég hef nánast aldrei starfað við annað en ferðaþjónustu,“ segir Árni sem á kyn til að helga sig þessum vettvangi. Faðir hans, Gunnar Á. Ólason, var lengi starfsmaður Tryggingar hf., en móður hans er Signý Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf. Það fyrirtæki hefur til fjölda ára gert út rútu- bíla og boðið upp á ferðir um fjöll og firnindi, ekki síst með útlendinga. Er þá aðeins fátt nefnt af starf- semi fyrirtækisins sem er kennt við stofnandann, Guðmund Jónasson. Hann var móður afi Árna og einn frumherja í ferðum um hálendi Íslands. Árni kom til starfa hjá FÍ árið 1999, en áður var hann framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Íslands, Íslandsferða og forstöðumaður Icelandair Holidays. Frá 1993 til 1997 starfaði Árni hjá þýska ferða- heildsalanum FTI í München, en hann nam á sínum tíma rekstrarhagfræði í Þýskalandi. Samkeppnin tók á Fyrstu vikurnar í nýju starfi segir Árni að hafi talsvert farið í að kynna sér þá þætti í rekstri FÍ sem hann er lítt kunnugur. Nefnir þar til dæmis flugvélaútgerð, tækni- og viðhaldsmál, áhafnaskipan og fjármál. „Reksturinn hér hefur þó alltaf byggst upp á sterku samstarfi stjórnenda, þannig að þau svið rekstrarins sem áður voru ekki á minni könnu eru mér ekki algjörlega framandi,“ segir Árni. Í áraraðir var innanlandsflug Flugleiða rekið með bullandi tapi og það hélt áfram fyrstu árin eftir að þessi rekstur var færður undir hatt FÍ sem stofnað var snemma árs 1997. Hörð samkeppni á fjölförnustu leiðunum í innanlandsflugi ríkti milli FÍ og Íslandsflugs frá 1997 og fram til 2000, þegar keppinauturinn gafst upp á rólunum. Samkeppnin tók á. En eftir á að hyggja telur Árni þó að hún hafi ekki ráðið úrslitum um gengi Flugfélags Íslands. Viðsnúningur og stórbætt afkoma skýrist fyrst og fremst af þeirri uppstokkun sem gerð var á rekstri félagsins árið 2001. Breytingar voru nauðsyn „Okkur var nauðsyn að fara út í róttækar breytingar, því að fyrirtækið spjaraði sig ekki eins og það var rekið áður,“ segir Árni. Meðal ráðstafana sem gripið var til var endurskipulagning alls vaktafyrirkomu- lags. Farmiðasala á Netinu var tekin upp og útgáfu farseðla var hætt. Uppsetning fargjalda ein- földuð, þannig að ódýrara varð að kaupa far aðra leið- ina á áfangastaði fé lagsins í stað þess að þurfa að kaupa miða báðar leiðir til að njóta bestu kjara. „Þetta síðasta atriði skerpti á samanburði við einkabílinn. Flugið varð ódýrari valkostur. Algengt fargjald í dag milli Reykjavíkur og Akureyrar, það er aðra leiðina, er gjarnan í kringum sex þúsund krónur. Þá hefur sala farmiða á Netinu skapað hagræði hér innandyra og sparað fjármuni,“ segir Árni. Flugið er ódýrari valkostur Flugfélag Íslands var valið „Markaðs- fyrirtæki ársins 2003“, það er eftir að hafa stokkað spilin í sínum ranni. Árni segir að á fyrstu starfsárum FÍ hafi ímynd félagsins ef til vill verið svolítið þunglamaleg. „Fólki þótti dýrt að fljúga innanlands, en í dag er flugið mun ódýrari valkostur. Annað sem breytti ímynd okkar voru einfaldir hlutir sem við tókum á hér innanhúss, svo sem stundvísi, símsvörun og þjónustulund starfsfólks.“ Í dag heldur FÍ úti áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egils- staða, og til Kulusuk og Constable Pynt á Grænlandi, á síðarnefnda staðinn með tilstyrk frá grænlensku landsstjórninni. Þá er flogið til Narsassuaq á Grænlandi yfir sumarið. Flug til þessara ákvörðunar- staða rækir félagið á Fokker-50 vélum, en það er með sex slíkar í útgerð. Þá býður S T J Ó R N U N Á GÓÐU FLUGI Árni Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Fyrir utan ódýrari fargjöld þá eru nokkur einföld atriði í rekstrinum sem breyttu ímynd okkar, svo sem stundvísi, símsvörun, þjónustulund starfsfólks og fleira slíkt.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.