Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 77

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 77
FARSÍMAR F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 77 T ölvudreifing hf. er dreifing- araðili fyrir Samsung á Íslandi og hefur verið það undanfarin þrjú ár. Á þeim tíma hefur markaðshlutdeild Sam- sung á Íslandi vaxið talsvert mikið, við áætlum að í dag séum við með um 15% hlutdeild,“ segir Viggó Viggósson, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. „Í heiminum er Samsung í öðru sæti og við stefnum að því að trygg ja Samsung sömu stöðu hér á landi. Það sem Samsung hefur gert með góðum árangri er að líta á síma sem persónulegt tæki fyrir eig- endur sína. Eiginleikar aðrir en þeir að geta hringt og talað, s.s. útlit og notendaviðmót, skipta miklu máli í vörustefnu Samsung. Samsung hefur nokkra sérstöðu meðal farsíma. Þeir hafa mikið verið í svokölluðum samloku- símum og nú eru þeir komnir í svo- kallaða „slide-up“ síma. Í báðum tilfellum miðar hönnun að því að minnka símann þegar hann er ekki í notkun en gera hann stóran þegar verið er að tala í hann. Einstök hönnun Samsung símanna gerir það að verkum að þeir skera sig úr og þekkjast af löngu færi. Allt sem lítur að notkun þeirra er með eðli- legum hætti, takkar eru í eðlilegri röð, valmyndakerfi hannað með notendagildið í huga og símarnir því mjög einfaldir í notkun. Samsung farsímar eru hluti af ímynd fólks.“ Há markaðshlutdeild í efri hluta markaðarins Viggó minntist á að sennilega sé Samsung með einna hæstu markaðshlutdeildina í símum í efri kantinum, símum sem kosta 35.000 krónur eða meira. „Þeir hafa allt sem þarf, verulega góða skjái, gott hljóð og góðar rafhlöður. Sá sími, sem trónir hæst á þeim vett- vangi, er Samsung D500. Hann var m.a. valinn besti farsími í heimi á stærstu farsímaráðstefnu heims (3GSM World Congress) sem haldin er ár hvert í Cannes í Frakklandi. Það er viðurkenning sem farsí- maframleiðendur sækjast veru- lega eftir. Nýjungar í Samsungfar símum eru þær helstar að hafa öflugar myndavélar, vera með mikið innra minni og mikil tóngæði. Þeir innihalda nokkuð sem kal- lað er „voice clarity“ þar sem síminn bregst við umhverfis- áhrifum, eyðir út óæskilegum hljóðum og eykur styrk notand- ans og móttakandans þegar trufl- anir eru miklar. Þetta nýtist t.d. mjög vel þegar sími er notaður sem há tal ara- eða fundarsími.“ Þráðlaus samskipti „Ýmsar nýjungar hafa verið að koma á markaðinn, svo sem MP3 spilarar, myndavélarnar eru að verða betri og sömuleiðis mynd- böndin. Framleiðendur eru að ná góðum tökum á blátannartækninni og þykir nú orðinn sjálfsagt að GSM-símar séu með slíkum búnaði. Hraðvirkari örgjörvar og meira minni hefur aukið svigrúm til þess að keyra t.d. flottari Java-leiki. Tölvudreifing er heildverslun og dreifingaraðili, selur ekkert til notenda. „Fyrirtækið er búið að starfa síðan 1994 og er dreifingar- aðili fyrir mörg sterk vörumerki svo sem Microsoft, Samsung, Creative Labs og fleiri. Þrátt fyrir að vera ekki mjög þekkt fyrirtæki, var velta þess rúmar 1.300 milljónir á síðasta ári og hér starfa 25 starfsmenn,“ segir Viggó. „Í heiminum er Samsung í öðru sæti og við stefnum að því að tryggja Samsung sömu stöðu hér á landi,“ segir Viggó Viggósson, framkvæmdastjóri hjá Tölvudreifingu hf. Samsung D500 var valinn besti farsími í heimi á stærstu alþjóðlegu far- símaráðstefnu heims (3GSM World Congress) sem haldin er ár hvert í Cannes í Frakklandi. TÖLVUDREIFING HF.: Útlit og eiginleikar Samsung

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.