Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 7

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 7
Ritetjórnargreinar Velferðarríkiö. Auralitlu fólki finnst það að vonum ærin búbót að geta mán- aðarlega rölt inn á ákveðna stjórnarskrifstofu og tekið við fram- réttri peningaupphæð, náðargjöf ríkisvaldsins, fjölskyldubótum eða hvað það nú er kallað. Og vart er þess að vænta, að styrkþegarnir, landsfólkið, sem þrautpint er af beinni og óbeinni skattþján, afþakki það bjargræði, sem þannig fellur því í skaut. Hér á árunum var þróunin í áttina til velferðarríkisins svo langt komin, að mánaðarlegur styrkur var veittur sérhverri þeirri fjölskyldu, sem taldi fleiri böm en eitt, auk fastagreiðsku fyrir hverja barneign. Slagaði velferð íslenzks almúga þá hátt upp í það, sem þýzku nasjónail-sósialistamir tryggðu þegnum sín- um á mestu velgengnisárum Hitlers. En viti menn — almenningsálitið var á móti svo fullkominni velferð. Þeir, sem tvö böm áttu, vom viðbúnir að reyna að sjá þeim sjálfir farborða. Þingmenn fundu í fyrsta skipti vanþakk- læti almennings, er þeir lögðu að sér og sínum sjóði til að bæta enn hag alþýðunnar. Og hætt var að veita bætur með öðru barni, a- m. k. í bili. Ejóst ætti að vera, að allt það fé, sem tekið er til félagslegrar utbýtingar til borgaranna, er frá engum öðrum komið en þeim sJalfum. Það breytir þó ekki því, að allir lýðræðissinnaðir menn ern summála um, að af tekjum þeirra, sem við góðan efnahag búa, beri samfélaginu að taka nægan skref til framfæris þeim, seni sakir sjúkleika, atvinnuleysis eða mikillar ómegðar em ófærir um að sjá sæmilega fyrir sér og sínum. Hinar miklu umræður um velferðarríkið, sem háðar eru nú um hinn frjálsa heim, snerta ekki þessi sjónarmið, um þau eru allir sammála. Þær eru ekki heldur fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis, heldur hafnar yfir á

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.