Félagsbréf - 01.05.1959, Page 15

Félagsbréf - 01.05.1959, Page 15
 GUÐMUNDUR FRÍMANN TVÖ ÁSTARLJÓÐ DKAUMUR UIVDIR IIAUSTSTJÖRNUM Hljóðlega veifar húmið væng. Hjá þér einn eg vaki. í sefinu eg bý þér brúðarsæng, bægi vindum frá þér, svo að þig ekki saki. Síðan hátta eg hjá þér undir hauststjarna þaki. Blómin við engjabústað þinn bera þér angan sína. Lækurinn flúðasönginn sinn syngur lágum rómi rétt við rekkju þína. Streymir stjarnaljómi um stúlkuna mína. f sefinu mjúka sefur þú, svæfð af lækjarniði. Vafið um háls mér hefur þú handleggjunum þínum, eins og vafningsviði. Sál mín fyllist sýnum og sólnæturfriði----

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.