Félagsbréf - 01.05.1959, Page 22

Félagsbréf - 01.05.1959, Page 22
20 FELAGSBREF takmarkaða svæði tungunnar. Þeir eru mjög fáir, sem geta aukið les- endalióp sinn með þýðingum á önnur mál. Flestir afla sér tekna með störfum auk ritstarfanna eða þeir eru liáðir styrkjum frá liinu opinbera eða úr sjóðum. Hér er skáldið aftur sem styrkþegi. Hið garnla velunnarakerfi frá léns- tímabilinu er á vorum dögum kallað ríkisstyrkir. Hér lief ég reynt að gefa stutt, sögulegt yfirlit, til að sýna, livern- ig staða skáldsins hefur breytzt með tímanum. Nú ætla ég að snúa mér að hlutverki þess innan þjóð- félagsins — starfi þess sem lista- manns: Ég mun ræða nokkuð um skáldið sem andlegan álirifamann í menningarsamfélagi vorra daga. Ég álít, að skáldið eigi eðlilega heima meðal andstöðuaflanna í þjóðfélaginu. Skáldskapur er æv- inlega einhver tegund andstöðu — jafnvel sjálfsuppgjör skálds er andstaða á sinn hátt — gegn öfl- um og tilhneigingum í honum sjálfum. En liér ætla ég að binda mig við þá tegund ritstarfa, sem beinist gegn því sem aflaga fer í þjóðfélaginu og venjum þess, gegn ýmiss konar óréttlæti, gegn kúgun í ýmsu formi —- og þar með sem sagt að lokum gegn vald- liöfunum. Ég lít á þennan skáld- skap sem græðandi og um leið svíðandi salt, sem stuðlar að því að verja þjóðfélagslíkamann rotn- un. Skáldskapurimi er andstaða ein- staklingsins, afstaða þess sem er einsamall. Höfundurinn getur ekki fylgt neinum stjórnmála- flokki. Flokkur hans getur kom- izt til valda, og þá mun hann mis- nota völdin fyrr eða síðar. Enn kann veraldarsagan ekki að greina frá neiimi stjórnskipan, sem lief- ur ekki misbeitt valdi sínu. Og af flokksmanni er krafizt hollustu, gagnvart leiðtoga og flokksmönn- um, og sá sem ætlar að viðliafa þjóðfélagsgagnrýni,, verður að finnast liann laus við allar skyld- ur til að sýna hollustu. Hann verður að vera flokksleysingi, and- legur flækiugur, förumaður í þjóð- félaginu, sem lifir utan við þær stofnanir, þau samtök og þá hópa, sem liafa vald. Og ef þessi utanveltumaður á að verða algjörlega óliáður, þá getur hann ekki þegið neina op- inbera sæmd eða heiðursvott af liendi þeirra, sem með völdin fara. Hann getur ekki tekið á móti verðlauntmi eða umbun, hvaðan sem slíkt kemur, hvorki frá norðri eða suðri, austri né vestri. Atinars hættir liann á það að verða bund- inn tilliti til þess, sem hefur verð- launað liann eða umbunað. Og hafi ég veitt viðtöku heiðursvotti frá einhverjum stjómarvöldum, þá lief ég þar með viðurkennt þessi stjórnarvöld — að því leyti að ég lief litið þannig á þau, að mér liafi fundizt það samrýman-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.