Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 23

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 23
PÉLAGSBRÉP 21 legt mínum eigin lieiðri að taka á móti viðurkenningu frá þeim. Sá sem vill vera heiðarlegur mað- ur, tekur ekki á móti neinu end- urgjaldi af hálfu neinna persóna eða einstakra aðila, ef vafi leikur á um lieiðarleik þeirra og ráð- vendni. Sá ritliöfundur, sem boðinn er einliver sómi eða lieiðurstitill, á að skoða liug sinn og spyrja sig, hvort liann hafi ekki brugðizt sjálfum sér og hlutverki sínu. Á meðan hann kemur miskunnar- laust fram sem mnsjónarmaður gagnvart stjórnarvöldunum, er engin hætta á, að liann fái slík hoð. Aldrei liafa verið til nokkur stjórnarvöld, sem þótt hefur vænt um gagnrýni eða hafa verðlaunað gagnrýnendur sína. Það liggur því i eðli málsins, að uppreisnargjarn rithöfundur kemst í andstöðu við allt opinbert í þjóðfélaginu. Hann getur ekki vænzt viðurkenningar andstæðinga sinna og hann getur ekki verið svo einfaldur að búast við sæmd og lofi frá þeim, sem hann heiðrar með fjandskap sín- um. Hann liefur einu sinni valið sér sína braut og liún beinir hon- urn að öðru marki. En flestir nútíma ritliöfundar virðast liafa farið inn á allt aðra braut — þá sem fyrr eða síðar leiðir þá til hinna miklu sæmda °g háu lieiðurstitla. Þeim virðist 1 mun að hljóta opinbera viður- kenningu þjóðfélagsins þegar í lifanda lífi. Það eru jafnvel til rit- höfundar, sem skreyta sig orðum. Það er þeirra mál algjörlega, og það að taka við orðu er hægt að skoða frá mannlegu sjónarmiði sem geðfellda afstöðu, klæðilega hæversku embættismanns. Sjálfur Ibsen átti sínar barnalegu hliðar — hann hafði fulla skúffu af orð- um. Til er ýmiss konar metnað- argirni, en frá mínu sjónarmiði finnst mér þó, að metnaður rit- höfundar verði að vera að ein- liverju leyti frábrugðinn þeim, sem embættismenn Hans hátignar konungsins eru fullir af. Metnaður Strindbergs t. d. var öðruvísi en Ibsens. Svíþjóð hefur átt einn þjóðfélagsgagnrýnanda í fremstu röð, á við Voltaire: Ágúst Strindberg. Fyrir mér er hann nærtækasta dæmið um hlutskipti hins uppreisnargjama skálds. Eft- ir útkomu bókanna RauSa her- bergisins, Hins nýja ríkis og Gift- ast var liann ákærður, bannfærð- ur og ofsóttur af Svíþjóð Oscars annars, þar sem skáld, starfsbróð- ir hans, sat í konungsstóli. í mörg ár neyddist liann til að lifa land- flótta. Hann var mesti rithöfund- ur sinnar samtíðar í Svíþjóð, en auðvitað var lionum aldrei sýndur neinn sómi af hálfu liins opinbera og hann lilaut enga titla. Hann varð ekki einu sinni heiðursdokt- or. Og hvernig liljómar það ann- ars? Doktor Ágúst Strindberg. Hljómar það ekki andstæðukennt?

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.