Félagsbréf - 01.05.1959, Page 26

Félagsbréf - 01.05.1959, Page 26
24 PÉLAGSBRÉP um, bæði hugtökin eru sameinuS, eins og súrefni og köfnunarefni eru sameinuð í því lofti, sem við öndum að okkur. Frelsið er ein- faldlega eðli skáldskaparins. Fullkomið frelsi fyrir skáldið eða manninn yfirleitt hefur enn ekki orðið að raunveruleika í neinu þjóðfélagi, og í vestrænum lýðræðislöndum er þannig einnig ýmislegt að gagnrýna, margir hlutir, sem maður vildi breyta. Lýðræði er nánast kenning eða markmið. Það sem við getum kall- að fullkomið lýðveldi, er takmark, sem mannkynið liefur enn ekki náð. En þetta táknar ekki það, að við eigum eina einustu stund að loka augunum fyrir hinum mikla, óendanlega mismun á áttunum austur og vestur, á lýðræði og ein- ræði. Það eru gerðar allt of marg- ar tilraunir til að dylja þennan mun. Til er stefna, sem beinist að því að skýra veldið í vestri og veldið í austri sem sama tóbakið. Ég hef aldrei skilið það fólk, sem ekki hefur greint það liyldýpi, er liér blasir við. En mér er ráðgáta, að jafnvel skidi vera til rithöfundar, sem eru blindir fyrir þessu liyldýpi. Fyrir þá er þó frelsið ólijákvæmilegt skilyrði til þess, að þeir geti rækt hlutverk sitt. Hér á milli eru svo ákveðin mörk, að menn verða að gera sér þau Ijós. Það er um tvenns konar algjörlega andstæðar skoðanir að ræða á takmarki og tilgangi mannlífsins á jörðinni. Hvort maðurinn á að fá að lifa, eins og hann sjálfur álítur eða aðrir álíta bezt fyrir Iiann. Einræðisþjóðskipulagið, eins og það hefur þróazt í Sovétríkj- unum, byggist á þeirri grund- vallarreglu, að þjóðfélagsþegninn sé eign. Allt sem er eign þegnanna, er í rauninni eign ríkisins. Hæfi- leikar skáldsins eru þannig ekki eign þess, það hefur ekki rétt til að beita þeim að vild, lieldur til- lieyra þeir ríkinu. Ríkið krefst þess að fá að nota gáfur og starfs- hæfni rithöfundar í sínum eigin tilgangi, sér sjálfu til gagns. Fólk- ið í einræðisríki á nefnilega að- eins tilverurétt, að svo miklu leyti sem það er til gagns fyrir ríkið. Vahlliafarnir taka ekkert tillit til hins frjálsa vilja einstaklingsins, sérkenna hans, drauma lians né óska. Það er aðeins um að ræða lillit til hins almenna. Takmark- ið er eitt og aðeins eitt: Ríkið á að verða stórt og auðugt og vold- ugt. Fyrir þetta takmark er fórn- að frelsi þegnanna, vellíðan og hamingju. í engu þjóðfélagi hefur rithöf- undurinn verið jafnvel settur og í Sovétríkjum vorra daga. Ekk- ert þjóðfélag söguimar hefur hoð- ið rithöfundum jafnmikil verald- argæði og Sovétríkin. Ríkið hefur

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.