Félagsbréf - 01.05.1959, Page 29

Félagsbréf - 01.05.1959, Page 29
FELAGSBREF 27 ast einn fyrir rétti sínum á vorum (lögum. Það veit ég, að margir hafa fundið í mínu heimalandi. Hér er urn að ræða síaukið ok samfélagsins gagnvart einstakling- unum. í okkar vestrænu þjóðfé- lögum er réttur mannsins til að vera frábrugðinn viðurkenndur opinberlega og í aðalatriðum, en í raunveruleikanum er þessum rétti stundum ógnað, og það kem- ur fyrir, að liann sé skertur. í leikriti mínu, „Dómaranum“, f jalla ég um eitt slíkt atvik. Ég held, að skáldin finni þetta ok samfélagsins öðrum fremur, og hlutverk þeirra er að ganga til baráttu fyrir rétti mannsins til að vera frábrugðinn öðrum, rétti til að vera öðruvísi, rétti til að vera hann sjálfur. Sú liollusta, sem okkur er skylt að svna þjóðfélaginu, verður að bafa sín ákveðnu takmörk. Ég við- urkenni, að það er erfitt að draga lJar skvr mörk. En við eigum ekki að þurfa að lúta hinu almenna svo mjög, að það skerði líf okkar sem einstaklinga. Við erum ekki skyld- ugir til að taka þátt í sköpun stórra og voldugra ríkja, þar sem ekkert tillit er tekið til hamingju og vellíðunar þegnanna. Takmark viðleitni okkar á að vera annað —■ að láta ríkisbáknið ekki troða sér um of inn á okkur. Og við skulum ekki ímynda okkur, að frelsi okkar sé borgið í eitt skipti fyrir öll, að það sé eign okkar fyr- ir fullt og allt. Það þarf að end- urheimta á degi bverjum. Við leit- umst við að varðveita það með bókstaflega hverju, sem við get- um. Og í þessari viðleitni okkar felst eitt allslierjar sjónarmið — sjón- armið, sem á við allar frjálsar manneskjur á jörðinni: Líf livers manns er takmark í sjálfu sér. Sveinn Ásgeirsson íslenzkaSi.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.