Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 38

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 38
36 FÉLAGSBRÉP gengu fleiri menn í stofuna: Igor Rasumkin fyrstur, grannliolda mað- ur með stór liornspangargleraugu, sem undir eins döggvuðust móðu hér inni í stofuhitanum og blinduðu gersamlega skáldið, sem í raun og veru var eineygt og liafði lengi verið það. Rasumkin hauð gott kvöld, en sneri sér því næst til veggjar, tók ofan gleraugun og þerraði þau lengi og vandlega með silkiklút. Á meðan fjölgaði drjúgum í stofunni, því nú gengu þeir inn hver af öðrum: trésmiðurinn, með enn stærri liornspangargleraugu en Ras- umkin, Krestanoff með náfölt andlit og þunnt, biksvart hár, og tveir menn að auki, sem enginn liafði átt von á hingað í kvöld, en Krestan- off kynnti sem sína sérlega gesti, stórskáldiö Fedor Kajám Ljublin og menntamanninn G. Sigurdson. Þegar Ivan Steplianovich hafði unnið þann sigur að sjá einum og sérhvurjum gesta sinna fyrir sæti, hlaut hann að veita gleði sinni nokkra útrás og mælti það í lieyranda liljóði, að nú mundi leitun á þeirri stofu hérlendis, sem betur væri skipuð en þessi. Rasumkin lagði eintak sitt af „Fiskurinn ræður“ á borðið fyrir framan sig. G. Sigurdson, sem setzt hafði við hlið lians, tók bókina milli lianda sér og las upphátt titilinn og nafn höfundar. „Má ég spyrja“, sagði hann og leit spotzkur til Péturs Carpenters, „hverrar tegundar er fiskurinn yðar, skáld — og liverju ræður hann?“ Það var auðséð að trésmiðurinn reiddist, andlit lians herptist saman í þrjózku og livarf nálega inn undir kringlótt gleraugun. „Sagan verður gagnrýnd liér á eftir“, sagði liann fastmæltur. „Ef þér leggið á yður að' doka við, fáið þér kannski svar við spurningum yðar.“ G. Sigurdson fletti upp bókinni og renndi augunum lauslega yfir opnuna. „Það er viðvaningsliandbragð á vélrituninni, liafið þér sjálfur gert þetta?“ spurði liann ertinn og fleygði hókinni á borðið. „Fyrirgefið, þér eruð máske vélritari?“ „Nei, og ekki einu sinni skáld, — ég er liinn almenni lesandi í þessu landi, neytandiim, og á þar með heimtingu á að varan sé ósvikin.“ Meðan á þessum hnippingum stóð liöfðu þeir Krestanoff, Ljublin og Stephanovich ræðzt við hljóðlega og komið sér saman um tilhögun fundarins. „Félagar“, sagði Krestanoff og rétti upp aðra þönd sína til merkis um að hann bæði um hljóð. „Um leið og ég set þennan fund og býð ykkur velkomna á liann, hef ég þá ánægju að tilkynna að gestur okkar

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.