Félagsbréf - 01.05.1959, Side 47

Félagsbréf - 01.05.1959, Side 47
BIRGIR KJARAN UM BÆKUR OG MENN Erindi flutt í úlv.'ir()s|)i)‘lliiiuiu Í bókamarkiu'Hnum 20. dc.scinbor 1U5IÍ Ég hefi verið beðinn um að segja liér nokkur orð um bækur og menn. Geta það varla orðið mörg orð né mikill vísdómur á svo stuttum Iima, sem til ráðstöfunar er. Bókaútgefandinn er nokkurs konar liður milli bóka og manna, eða nánar greint á milli rithöfundanna °g lesendanna. Þessir þrír aðiljar, liöfundur, lesandi og bókin sjálf, eru því sennilega töluvert fyrirferðarmeiri þættir í lífi bókaútgefand- ans en annarra manna. Að þjóna þeim þrem er lífskúnst bókaútgef- andans. Þeir eru bans mæða, metnaður og mörg ánægjustundin. Fara Éér á eftir fáeinir molar þeirrar reynslu. í íslenzkri bóka- og bókmenntasögu skiptast á skin og skuggar, eins °g gjarnan vill verða í öllu mannlífi. — Sagan, Ijóðið og síðan bókin Éafa lengi verið tryggir förunautar íslendingsins. Hjá öðrum framandi Þjóðum báru menn tignarbeitið mikli, eins og Karl mikli og Friðrik mikli. — Hjá íslendingum var virðingarnafnið ,,fróði“, sva sem þeir ^áni Sæmundur og Ari. í fornsöguþættinum af íslendingnum sögu- fróða segir: „Konungur spurði, ef hann kynni nokkur fræði, en liann lézt kunna sögur“. — — Og þegar Hallfreðm: vandræðaskáld gekk ^yrir Ölaf konung Tryggvason, sagði konungur: „Ertu skáldið?“ Hami 8egir: „Kann ek yrkja“. — Kjör og örlög íslenzkra skálda og raunar einnig íslenzkra bókaútgefenda liafa verið með ýmsum liætti. Höfimd- Jrlaun Ara fróða voru lieimsfrægð, þótt seint kæmu, því að íslendinga- °°k beið í rösk 500 ár síns forleggjara. Nóbelsprís Snorra Sturlusonar Var aftaka. Stefnir Þorgilsson orti vísu. Sigvalda Dana-jarli mislíkaði |iún og lét taka Stefni af lífi „ok var þdtta ein lians dauðasök“, segir 1 Atefnisþætti. Níu öldum síðar tóku Danir annað íslenzkt skáld, Guð- lriund Kamban, af lífi. ■ !>au voru lieldur ekki alltaf sérlega uppörvandi vinnuskilyrðin, sem PJoðin bjó ritliöfundum sínum. Mátti ekki Oddur Gottskálksson hýrast * Pjósi við þýðingu Nýja testamentisins, og krókloppinn með vettlinga 'l höndum þýddi klerkurinn að Bægisá meistaraverkin Paradísarmissi

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.