Félagsbréf - 01.05.1959, Side 49

Félagsbréf - 01.05.1959, Side 49
FELAGSBREF 47 sannsögnlega viðburð’i og er eitthvað á þessa leið: Það var prestur í Barcelona, sein setti upp fornbókasölu, eftir að klaustrið, sem liann var í, liafði brunnið ásamt verðmætu bókasafni. Eitt sinn var boðin upp bók, sem fullyrt var að væri eina eintakið, sem til væri í heiminum. Klerkur bauð hátt, en var yfirboðinn. Skömmu síðar brann liús þess, er bókina hreppti, og fórst bókareigandinn í eldsvoðanum. Um þessar mundir liófst morðöld í Barcelona. Lík myrtra manna, af ýmsum stétt- um og aldri, fundust víðs vegar um borgina. Eitt var þeim öllum sameiginlegt. Þeir liöfðu allir verið bókasafnarar. Var nú gerð alls- herjarleit í borginni, og við búsrannsókn fannst bókin góða í fórum klerks. Kom þá og við rannsókn í ljós, að liann liafði jafnan drepið þá viðskiptavini sína, er keyptu af bonum bækur, sem honum var eftirsjá í. Verjandi klerks revndi að fá skjólstæðing sinn sýknaðan með því m. a. að leggja fram annað eintak af bókinni ófáanlegu. En þá var bókaklerkinum öllum lokið, því að hann mat öllu ofar, að bafa átt einu bók beimsins. Bað liann verjandann um að fá að sjá framlagða eintakið og notaði tækifærið til þess að rífa það í tætlur og tryggja þannig einkatilveru bókarinnar góðu og sjálfum sér senni- lega eittbvað bærilegri dauðastundir á aftökupallinum. Svo eru það liinir, sem minna gefa fyrir bækur almennt eða vissar tegundir bókmennta og mjög býsnast jafnan yfir „bókaflóðinu“ svo- kallaða. Dr. Ólafur Daníelsson, sá mæti maður, var ekkert myrkur í máli um þessi efni fremur en önnur. í greininni frægu „Húmaníóra“ Lenist liann svo að orði: „Ef ég væri einvaldur, skyldi ég láta ríkar stúlkur á aldrinum 16 til 25 ára framleiða alla lyrik í landinu fyrir ekkert. Jú, mér er alvara, ég get varla liugsað mér auðvirðilegra karl- mannsverk en að sitja og prjóna saman liendingar“.--------Brezki rit- liöfundurinn Gilbert Norwodd er enn livassyrtari, er hann segir: „Við erum kúgaðir, hrelldir og kæfðir í bókum, ég meina góðum bókum“. bann leggur til, að 9/10 blutum af góðum bókum sé brennt, auð- 'itað fyrir utan þær slæmu, sem allar eiga að fara á bálið. Rökin ^yrir þessum aðgarðum eru þau, að góðar bækur, sem menn komist ekki yfir að lesa, valdi beiðarlegu fólki áhyggjum, en lijá óheiðarlegu fólki veki það óþolandi bókmenntasnobbisma og sýndarmennsku. Flestum er bókin nú samt bvorki meinvættur né lijáguð. Og víst '1 uin það, að íslendingar liafa lengi verið bókelskir, liaft ánægju i,f að lesa og eiga bækur, og engin þjóð önnur en íslendingar lield ég að gælj látið að sér bvarfla að fara í stríð út af bókum, bókiun og Porski, handritum og landlielgi.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.