Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 55

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 55
PÉLAGSBRÉP 53 annarra. „Ekkert getur þvingað mig til þess að breyta gegn sam- vizku minni“, stendur í bréfinu og: „Ég var ekki ofurseldur nein- um hótunum og engri þvingun“ og: „Ég hef hafnað verðlaununum án þess að hafa verið þvingaður til þess“.Það er hart fyrir frjálsan mann í frjálsu umhverfi að verða að lesa þessu líkt. Annað einkenni við bréf Pasternaks vakti athygli mína og meira að segja á mjög óþægilegan hátt, það skal játað: Lofsöngur hans um ættjörðina, sem honum finnst hann vera svo samgróinn. Þetta minnir mig alltof mikið á hina vesælu „Föðurlands- og fóstur- jarðar“-óra, sem voru svo einkennandi fyrir rithöfunda annars einræðisríkis.' Þar að auki er þetta í andstöðu við alþjóðlega erfða- venju leiðtoga hins rússneska kommúnisma, sem næstum allir hafa lifað landflótta, og er einnig í andstöðu við skáldverk Pasternaks. Enginn yfirgefur ættlandið í léttu skapi. En sé ekki um annað að ræða, þá verða menn að flýja land. Fyrst og fremst erum við menn — og síðan Rússar, ítalir eða Þjóðverjar. Við skulum virða Pasternak það til vorkunnar, að þessa dag- ana hafi móðursýkisgjamm bókmenntatilberanna í Moskvu alger- lega gert hann ringlaðan og að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hinum miklu yfirburðum sínum gagnvart andstæðingunum, er her- blástur almenningsálitsins um víða veröld leiddi í ljós. Og við skulum hugga okkur við það, að skáldsaga hans „Sívagó læknir“ mun lifa allar ritdeilur. Það er hefnd, sem enginn einræðisherra getur hindrað. Ingvar G. Brynjólfsson þýddi úr þýzku. Fjöldinn er fjöldinn kg hafði borið fram þessa spurningu: Ef Sputnik sannar svo greinilega, að mynd budintsevs af sovézku lífi sé fölsk, livers vegna er fjöldanum þá ekki treystandi til að mynda sér sínar eigin skoðanir án opinlierrar fordæmingar á skáldsögu ltans? Surkov vísaði spurningu minni á bug með óþolinmóðri bandalireyfingu — „Fjöld- inn er fjöldinn, og það þarf alltaf einhver að stjórna honum ....“ Úr viðtali Gerd ltuge við Alexei Surkov, ritara rithöfunda- sambands Sovétríkjanna (Encounter, okt. 1958).

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.