Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Ljósm. Mbl. Georg. Fyrstu gúrkumar Þessi ungi Hvergerðingur heldur þarna á fyrstu gúrkunum, sem sendar voru á markaðinn frá Hvera- gerði í gær. 31% aukning botn- fískafla frá í fyrra UMTALSVERÐ aukning hefur orðið á botnfiskafla íslendinga tvo fyrstu mánuði þessa árs í saman- burði við sömu mánuði í fyrra. í janúar og febrúar á þessu ári veiddust 86.326 lestir af botnfiski hér við land, samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags ís- lands en sömu mánuði í fyrra, 65.928 lestir. Aukningin er 20.398 lestir eða 31%. Bátaaflinn hefur aukist úr 32.340 lestum í 42.344 lestir eða um 10.004 lestir og togaraaflinn úr 33.589 lestum í 43.982 Iestir eða um 10.397 lestir. I febrúarmánuði einum var bátaaflinn 6.475 lestum meiri en í febrúar í fyrra og togaraaflinn var 9.667 lestum meiri en í febrúar í fyrra. Hjá bátaflotanum hefur orðið aflaaukning á öllum veiðisvæðum, mest á svæðinu frá Vestmanna- eyjum að Stykkishólmi eða um 6 þúsund lesta aukning tvo fyrstu mánuði ársins en einnig hefur orðið umtalsverð aflaaukning á Austfjörðum. Loðnuaflinn er einnig mun meiri en var á sama tíma í fyrra og er heildarafli landsmanna 450.798 lestir í febrúarlok á móti 325.806 lestum í febrúarlok í fyrra. Safamýr armálið til saksóknara RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur sent ríkissak- Loðnuafli 26.000 tonn um helgina ÁTTA loðnuskip höfðu klukk- an 22 í gærkvöldi tilkynnt um afla síðastliðinn sólarhring, samtals 3010 tonn. Á sunnu- dag fengu 30 skip 14.800 tonn og á laugardag fengu 28 skip 11.140 tonn. Þróarrými er nú allt fullt á suðvesturhöfnum til Vestmannaeyja og ekki F-vísitala á 100 og við- miðun við viðskipta- kjörþjóðarbúsins... Um verðbætur á laun er fjallað í 8. kafla nýrrar útgáfu írumvarps Ólafs Jóhannessonar sem nú heitir frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þessi ákvæði eru í 47. til 51. grcin frumvarpsins og hefur kaflinn í för með sér að verðbætur á laun verða hinn 1. júní a.m.k. 4% lægri en við núverandi vísutölukerfi. Hér fer á eftir umræddur kafli frumvarpsins í hinni nýju gerð, en miðstjórn ASÍ mótmælti honum eindregið í gær: 47. gr. Greiða skal verðbætur á laun hinn 1. júní 1979 og síðan á þriggja mánaða fresti miðað við breytingar sérstakrar verðbótavísitölu, sem Kauplagsnefnd reiknar (með tveimur aukastöfum) á sama tíma og vísitölu framfærslukostnaðar. 48. gr. Verðbótavísitala reiknast eftir vísitölu fram- færslukostnaðar sbr. þó 49. og 50. gr., og hefur grunntöluna 100 miðað við febrúarvísitölu 1979. 49. gr. Við útreikning verðbótavísitölu samkvæmt 48. gr. skal draga frá framfærsluvísitölu þá hækkun hennar eða lækkun, er leiðir af eftirtöldum breyting- um milli útreikningsdaga verðbótavísitölu: 1. Breytingar búvöruverðs, er leitt hafa af breyting- um á vinnulið verðlagsgrundvallar búvöru og stafa af launahækkun á almennum vinnumarkaði. Gildir þetta eins, þótt slík verðhækkun komi ekki fram í útsöluverði, sökum þess að hún hefur verið jöfnuð með niðurgreiðslu úr ríkissjóði að ein- hverju eða öllu leyti. 2. Breytingar á sköttum eða gjöldum eða álagning sérstakra skatta í því skyni að afla fjár til þess að draga úr áhrifum hækkunar olíuverðs á árunum 1979 og 1980 á framfærslukostnað þeirra heimila, sem hita hús sín með olíu, eða til annarra ráðstafana til þess að milda áhrif hækkunar olíuverðs innanlands. Verði fé varið úr ríkissjóði umfram áætlun fjárlaga 1979 til þessara þarfa án þess að skattar eða gjöld séu hækkuð af þeim sökum, eða álagður sérstakur skattur, skal einnig draga jafngildi slíkrar fjárveitingar frá hækkun framfærsluvísitölu við útreikning verðbótavísi- tölu. Kaupgjaldsnefnd skal meta þennan frá- dráttarlið sérstaklega hverju sinni, í fyrsta sinn við útreikning verðbótavísitölu frá 1. júní 1979. 3. Breytingar á áfengis- og tóbaksverði. Leiðréttingar samkvæmt þessari grein eru gerðar sérstaklega hverju sinni og safnast ekki upp sem sérstakur vísitöluliður. 50. gr. Rýrni viðskiptakjör þjóðarbúsins á gildistíma þessara laga, sem viðskiptakjararýrnuninni nemur. Við mat á viðskiptakjaraviðmiðun verðbóta frá 1. júní 1979 og Þjóðhagsstofnunar fyrir fyrsta árs- fjórðung 1979 að tveimur þriðju, en að einum þriðja á mati á viðskiptakjörum á grundvelli dagverðs á helstu útflutnings- og innflutningsvörum eftir miðjan arpíl 1979. Hliðstæð tímaviðmiðun skal gilda fyrir viðskiptakjaramat við síðari verðbótaút- reikning. Á sama hátt og í 1. málsgrein segir, skal viðskiptakjarabati koma til hækkunar verðbótavísi- tölu við verðbótaútreikning. Ekki skal taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum samkvæmt þessari grein, nema breytingin nemi 1% eða meira milli útreikningsdaga verðbótavísitölunnar. 51. gr. Kauplagsnefnd setur nánari reglur um fram- kvæmd 47,—50. gr. þessara laga. Ákvæði til bráðabirgða Verðbætur samkvæmt ákvæðum 47.—50. gr. greiðast á grunnkaup sem svo er ákveðið: Greitt kaup í mars 1979, þ.e. grunnlaun, verðbætur og verðbótaauki samkvæmt þágildandi samningum og lögum, telst grunnkaup við upphaf gildistíma þessara laga.“ tekið á móti meiri loðnu fyrr en á miðvikudag. Súlan hélt í gær til Stöðvarfjarðar og Vík- ingur til Sigluf jarðar, en S.R. í Siglufirði fengu á laugardag hrognaskilju flugleiðis frá Reyðarfirði. Skipin, sem hciföu tilkynnt um afla f Kærkvoldi, voru: Skarðsvík 320 lestir, Faxi 50, KeflvíkinKur 120, Jón Finnsson 450, SÍKurður 1300, Þórshamar 120, GÍKÍa 250 og Guðmundur 400 lestir. Á sunnudaK fengu þessi skip afla: Óskar Halldórsson 320, Oli óskars 850, Heimaey 70, Hilmir 500, Bergur II 400, Breki 680, Keflvíkingur 220, Kap II 550, Ljósfari 200, Arnarnes 450, Fífill 570, Magnús 510, Harpa 220, Rauðsey 530, örn 400, Albert 550, Loftur Baldvinsson 760, Árni Sigurðs- son 560, Svanur 400, Stapavík 250, Hafrún 360, Náttfari 390, Jón Kjartansson 1080, Hrafn 600, Víkingur 1120, Gullberg 570. Gígja 260, Þórshamar 150, Súlan 630, og Grindvíkingur 650 lestir. Frá hádegi á laugardag til miðnættis aðfararnætur sunnudags fengu þessi skip afla: Súlan 650. Helga Guðmundsdóttir 350, Gígja 200. Helga II 500, Hákon 570, Þórður Jónasson 450, Guömundur 600, Faxi 150, Ársæll 170, Seley 320, ísleifur 420, Gísli Árni 530, Húnaröst 570, Hamravík 60, Pétur Jónsson 420, Víkurberg 170 og Bjarni Ólafsson 850 lestir. sóknara Safamýrarmálið svo- nefnda til ákvörðunar. Það var aðfararnótt 27. janúar s.l. að ung stúlka, Sunna Hildur Svavarsdóttir, fannst illa meidd við hús í Safamýri og á vettvangi var ungur piltur handtekinn. Stúlkan lézt sama dag af völdum meiðslanna og var pilturinn úrskurðaður í tveggja mánaða gæzluvarðhald. Viðurkenndi hann að komið hefði til stympinga milli hans og stúikunnar og hann hefði hrint henni en ekki veitt henni nein högg. Rannsóknarlögreglan hefur síð- an unnið kappsamlega að málinu og hefur nú skilað því frá sér aðeins einum og hálfum mánuði eftir að það kom upp. Einungis er ólokið geðrannsókn á piltinum en hann situr enn í varðhaldi. Kirkjuvikan á Akureyri DAGSKRÁ kirkjuvikunnar á Akureyri í kvöld, þriðjudag 13. marz: Klukkan 21 hefst æskulýðs- kvöld í kirkjunni. Þar leikur Jóhann Baldvinsson á orgel, Rún Halldórsdóttir flytur ávarp, barnakórar á Akureyri syngja og félagar í Æskulýðsfélagi Ákur- eyrarkirkju flytja ýmiss konar dagskráratriði. Áuk þess verður samlestur prests og safnaðar og almennur söngur. Gjaldþrota- meðferð Ferðamið- stöðvarinnar felld niður GJALDÞROTAMEÐFERÐ Ferðamiðstöðvarinnar í Reykja- vík hefur verið felld niður, þar sem allar kröfur í búið hafa verið afturkallaðar. Óskað var gjaldþrotaskipta á fyrirtækinu í nóvember s.l. og var það tekið til skipta. Að ósk eigenda ferðaskrifstofunnar og að veittu leyfi kröfuhafa hefur skrifstofan verið starfrækt allan tímann og þegar innköllunarfrestur var lið- inn fyrir skömmu og fyrir lá að allar kröfur höfðu verið afturkall- aðar var gjaldþrotameðferðin felld niður, samkvæmt því sem Unn- steinn Beck skiptaráðandi tjáði Mbl. í gær. Lýstar kröfur í búið námu sam- tals rúmum 16,2 milljónum króna. Andstæðingar okk- ar höfðu undirtökin — segir formaður Náttúrulækningafélagsins Framhaldsaðalfundur Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur var haldinn sl. sunnudag og sóttu hann milli 320 og 330 manns að sögn Marinós L. Stefánssonar formanns félagsins. — Segja má að andstæðingar okkar hafi haft undirtökin á fund- inum, sagði Marínó, en þeir fengu flesta af þeim 32 fulltrúum er kjörnir voru á landsþing samtak- anna, en það var aðalmál fundar- ins. Annað aðalmál hans voru reikningar félagsins og voru þeir samþykktir, en ég óskaði bókað að þeir yrðu sendir til löggilts endur- skoðanda til yfirferðar. Við vildum að reikningarnir yrðu athugaðir nánar, því okkur fannst einhver maðkur í mysunni og annar endur- skoðenda, er fóru yfir þá fyrir fundinn, gerði athugasemdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.