Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 19 Stundum eru köstin svo stór að bátarnir gcta ekki innbyrt allt úr nótinni og fá þá aðrir bátar að njóta góðs af. Hér má sjá bátana Sæberg frá Eskifirði og Berg II frá Vestmannaeyjum og er verið að dæla á milli. Ljósm. Jón P. Ásgeirsson. Loðnuskýrsla Fiskifélags Islands: Sigurður enn í efsta sæti „Kertastjak- inn skal minna á að við þurf- um að vera á varðbergi ís- lands vegna” MAÐUR, sem ekki vill láta nafns síns getið, gaf Sam- tökum um vestræna sam- vinnu hinn 10. marz síðast- liðinn kertastjaka, sem smíðaður hefur verið úr kopar-rennum Alþingishúss- ins, sem skemmdust í árás- inni á húsið, sem gerð var við inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið hinn 30. marz 1949. Á stjakann er greipt setningin „Með lögum skal land byggja“ og síðan „1949 — 30. marz — 1979“. Með stjakanum fylgdi svohljóðandi gjafabréf: „I hádegisútvarpi 30. marz 1949 hlustaði ég á tilkynningu frá formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokksins — Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, þar sem fram kom m.a. eftirfarandi: „Við viljum því hér með skora á friðsama borgara að koma á Austurvöll milli kl. 12 Kertastjakinn, sem smíðaður er úr rennu Alþingshússins og gefinn var Samtökum um vestræna samvinnu. — Ljósm.: ól. K.M. og 1 til þess með því að sýna, að þeir vilji, að Alþingi hafi starfsfrið." Ég var einn af mörgum, sem hlýddu þessu kalli og kom ég mér fyrir undir norðurvegg Alþingishússins. Gripur sá, sem með bréfi þessu fylgir, ber menjar árásar þeirrar, sem Alþingi íslendinga varð fyrir 30. marz 1949. Þegar rennur Alþingishúss- ins voru endurnýjaðar — vegna hnjasks þess, er þær urðu fyrir við árás manna, sem ekki vildu sætta sig við ákvörðun meirihluta Alþingis — þá tókst mér að forða frá glötun rennubúti, sem lá niður við norðurhlið þinghússins og skemmst hafði í árásinni. Kertastjaki sá, sem með bréfi þessu fylgir, er smíðaður nú í marzmánuði úr nefndum rennubút og skal minna á, að við eigum ávallt að vera á varðbergi íslands vegna.“ SAMKV/EMT skýrslum Fiski- félags ísiandsa er vitað um 65 skip er fengið höfðu einhvern afla s.l. laugardagskvöld. Vikuaflinn var samtals 54.436 lestir og heildaraflinn frá byrjun vertíðar samtals 433.650 lestir. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn samtals 378.479 lestir og þá höfðu 75 skip fengið afla. Aflahæstu skipin í vikulokin voru: Samtals lestir Sigurður RE 4, 13.873 skipstjórar: Kristbjörn Árnason Haraldur Ágústsson Súlan EA 300 13.307 Pétur Jónsson RE 69 13.298 Bjarni Ólafsson AK 70 12.922 Gísli Árni RE 375 12.565 Loðnu hefur verið landað á 23 stöðum á landinu, mest á Seyðis- firði 69.632 lestir, Eskifirði 55.068 lestir og Vestmannaeyjum 53.362 lest. Meðfylgjandi skýrsla yfir báta „Með bréfi dags. 26. febrúar 1979 gaf Alþýðusamband 'íslands umsögn um fyrri útgáfu þessa frumvarps. í síðari útgáfu frumvarpsins hefur nokkurt tillit verið tekið til ein- stakra athugasemda Alþýðusam- bandsins. í þeim athugasemdum sem hér fylgja er vikið að nokkrum atriðum sem snerta samtökin en að öðru leyti eru ítrekaðar athugasemd- ir miðstjórnar við fyrri gerð frum- varpsins. II. Kafli Um samráð Komið hefur verið til móts við ósk Alþýðusambandsins um sérstaka fundi með ráðherrum. Jafnframt hefur verið tekið undir þá tillögu Alþýðusambandsins að skipaðir verði starfshópur, sem vinni að einstökum málaflokkum. í þessari nýju útgáfu virðist fyrirkomulag samráðsins komið í viðunandi horf. er fengið hafa afla svo yfir löndunarhafnir. og skýrsla Nafn skips magn (lestir) SÍKurður RE 13873 Súlan EA 13307 Pétur Jónsson RE 13298 Bjarni Ólafsson AK 12922 Gísli Árni RE 12565 Börkur NK 12529 Víkingur AK 12244 llrafn GK 12041 Aiberf GK 11977 Örn KE 11216 Iliimir SU 11182 (■rindvíkingur GK 11079 GullbcrK VE 10658 J»n Kjartansson SU 10304 Eldborx HF 9689 Loftur Baldvinsson EA 9658 Ilákun ÞH 9603 Breki VE 9501 Ilúnaröst AR 9245 Magnús NK 9028 Jón Finnsson GK 8805 Gítfja RE 8691 Skarðsvík SH 8690 Kap II VE 8655 ísleifur VE 8572 Sæbjörif VE 8284 Guðmundur RE 8125 Keflvíkingur KE 7981 Helga Guðmundsdóttir BA 7242 VIII. Kafli Um verð- bætur á laun 1. Lagt er til að verðbótavísitalan fái grunntöluna 100 miðað við febrúarvísitölu 1979. Að öllu saman- lögðu munu áhrif þessa vera 1.1% minni verðbótahækkun 1. júní en ella hefði verið. 2. Gert er ráð fyrir því að grunn- urinn verði settur á 100 við hvern vísitöluútreikning, þar sem skýrt er tekið fram að leiðréttingar vegna frádráttarliða safnist ekki upp sem sérstakur vísitöluliður. Þungi frá- dráttarliðanna er með þessu aukinn. 3. Gert er ráð fyrir því að áfengi og tóbak verði tekið inn í grunn verðbótavísitölu og hækkanir á áfengis- og tóbaksverði komi þannig til frádráttar við útreikning verð- bótavísitölu. Þetta er röskun á þeim kjarasamningum sem gerðir voru 1977 og gengið er aftur til fyrra kerfis. Helga II RE 7172 Stapavík SI 7162 Náttfari I>H 7132 Ilarpa RE 6983 Árni Sigurður AK 6678 óskar Halldórsson RE 6628 Seley SU 5894 Fífiil GK 5867 Rauðsey AK 5822 Skírnir AK 5800 Huginn VE 5643 Bergur II VE 5399 Ársæll KE 5145 Sæberg SU 4872 Þórshamar GK 4563 Þórður Jónasson EA 4549 Hafrún ÍS 4080 Ljósfari RE 3794 Faxi GK 3724 Svanur RE 3154 Víkurberg GK 3050 Óli Óskars RE 3001 Gjafar VE 2936 Gunnar Jónsson VE 2758 Arnarnes HF 2720 Freyja RE 2711 Vonin KE 1668 Stígandi II VE 1308 Bjarnarey VE 834 Arney KE 579 Heimaey VE 467 Bergur VE 255 Steinunn RE 145 Álsey VE 110 4. Gert er ráð fyrir því að tekið verði tillit til breytinga viðskipta- kjara og að miðað verði við við- skiptakjörin eins og þau voru að meðaltali árið 1978. Miðað við þá reiknireglu, sem fyrirhuguð er, má áætla að 1. júní leiði þetta ákvæði til um það bil 3% minni verðbóta en ella hefði orðið. 5. Gert er ráð fyrir því að leggja megi á sérstaka skatta, til þess að greiða niður kostnað þeirra, sem verða fyrir kostnaðarauka vegna olíuverðshækkunar. Þessi heimild er ekki afmörkuð við innbyrðis tekjutil- færslu heimilanna á milli, heldur er einnig opin leið til þess að niður- greiða olíunotkun í atvinnurekstri. Þar serfi tillit er tekið til olíuverðs- hækkunarinnar við útreikning við- skiptakjara og tekjur launafólks lækkaðar sem því nemur væri um tvöfalda kjaraskerðingu að ræða ef heimilin væru skattlögð að auki til niðurfærslu á kostnaði atvinnu- rekenda. Þar sem ekki liggur fyrir í hve miklum mæli er ætlun að beita þessu ákvæði, er ekki hægt að reikna hve mikill frádráttur verður í verð- bótavísitölu af þessum sökum. 6. Gert er ráð fyrir því að verð- bótaauki verði frystur á því stigi, sem hann nú er. Af framansögðu má ráða, að verð- bótahækkun 1. júní verður a.m.k. 4% lægri en hún hefði orðið við óbreytt vísitölukerfi. Hinn 1. september verður verðbótahækkunin einnig Hamravík KE 39 Pólstjarnan KE 31 Skipafjöldi 65 Vikuafli lestir 54.435 Heildarafli lestir 433.650 Loðnu hefur verið landað á eftirtöldum stöðum: Nafn staðar vikuafli heildarafli (lestir (lestir) Seyðisfjörður 1666 69632 Eskifjörður 2191 55069 Vestmannaeyjar 8530 53362 Neskaupstaður 2050 39466 Vopnafjörður — 26302 Reyðarfjörður 820 23059 Siglufjörður — 22836 Raufarhöfn — 17750 Reykjavík 5177 13897 Fáskrúðsfjörður 571 13407 Akranes 7430 12521 Hornafjörður 2629 12180 Keflavík 5557 11636 Grindavík 3644 11151 Þorlákshöfn 3160 10427 Hafnarfjörður 2870 7258 Stöðvarfjörður 548 6990 Breiðdalsvík 597 6498 Sandgerði 4907 6226 Djúpivogur 357 5853 Akure./Krossan. — 4388 Bolungavík 1980 3170 Patreksfjörður 570 570 minni en verið hefði vegna hinna nýju ákvæða. Ekki er nákvæmlega hægt að segja til um hve miklu lægri, en benda má á að 20% hækkun áfengis- og tóbaksverðs leiðir til rúmlega 1% frádráttar í vísitölu. Þannig má reikna með að vísitalan 1. sept. verði 1—2% lægri vegna hinna nýju ákvæða. Alþýðusambandið hefur lýst sig reiðubúið til þess að setja grunn verðbótavísitölu á 100 í tengslum við nýja samninga og eins til þess að ræða hvort og hvernig taka mætti upp viðskiptakjaravísitölu í framtíð- inni. Þær tillögur sem hér eru lagðar fram eru hins vegar í engu samræmi við afstöðu Alþýðusambandsins um þessi efni. Alþýðusambandið lýsir því eindregnum mótmælúm sínum gegn þessum kafla eins og hann er. IX. Kafli. Um vinnumarkaðsmál Komið hefur verið til móts við ósk Alþýðusambandsins um að verka- lýðsfélögum sé tilkynnt um ráðgerðan samdrátt í starfsmanna- haldi. Varðandi vinnumálaskrifstofuna skortir enn að verkalýðssam- tökunum sé tryggt áhrifavald á starfsemi hennar. X. Kafli. Um verðlagsmál Nauðsynlegt er að ítreka fyrri kröfu Alþýðusambandsins um endurskoðun þeirra laga um verð- lagsmál, sem samþykkt voru á síðasta vori.“ Miðstjórn ASÍ mótmælir eindregið verðbótaákvæðum frumvarps ríkisstjómarinnar MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands fjallaði í gær um síðustu útgáfu af frumvarpi forsætisráðherra eða „aðra útgáfu efnahagsmála- frumvarps ríkisstjórnarinnar“, eins og miðstjórn ASÍ nefnir frumvarpið. í ályktun miðstjórnarinnar er, eins og sést hér á eftir, aðeins fjallað um þá kafla frumvarpsins, sem beint snerta samtök launafólks, sérstaklega hvað við kemur vísitöluþættinum. Þá segir. að umsögn sú, sem ASÍ gerði við fyrri gerð frumvarpsins, gildi enn, hvað þá kafla snertir, sem ekki er minnst á f meðfylgjandi ályktun. Hið athygliverðasta við umsögn miðstjórnar ASI er að hún lýsir eindregnum mótmælum sínum við verðbótakafla frumvarpsins. Hér fer á cftir umsögn ASÍ, sem samþykkt var samhljóða á fundi miðstjórnar í gær:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.