Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 7
E. TH. MATHIESEN H.F. DAISHRAUNI 5 HAFNARFIROI — SIMI 51888 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU „Almenningur vill að stjórnin haldi áfram“!!! Þessi pistili ber sömu fyrirsögn og forystugrein Tímans sl. sunnudag, sem var merkt Þ.Þ. Ekki hefur sá, sem á þeim penna heldur, Þótt hafa ríkt skopakyn, pegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Þess vegna mun honum hafa veriö full alvara, pótt skrýtió sá. Einar Ágústsson er ekki gefinn fyrir stóryröi. Honum fórust svo orð á AlÞingi í síðustu viku: „Sá hringleikahússýn- ingarleikur, sem undan- farna daga, vikur og mánuði hefur sett svip- mót sitt á störf AlÞingis, hefur Þegar gengið mik- ils til of langt og er orðinn Þeim fyrir löngu, sem taka Þátt í honum, til ævarandi skammar. Og ekki einungis Þeim, held- ur okkur hinum líka sem fram aö Þessu höfum látið bjóða okkur að horfa upp á og hlusta á Þessi skrípalæti." í Þessum ummæli er vitnað í forystugrein Tím- ans á laugardag og nú er Það J.S., sem heldur á pennanum. Hann bætir við frá eigin brjósti: „Ein- ar Ágústsson minnti á Það að með Þessum hætti er stöðugt grafið undan virðingu AlÞingis og hlutverk þingmanna ekki rækt eins og Þeim er skylt.“ Nú er við því að búast, aö Þ.Þ. lesi forystugrein- ar Tímans, þótt Þær séu ekki eftir hann sjáífan. En sennilega hefur hann ekki verið búinn að fá laugardagsblaðið, Þegar hann skrifaði sunnudags- leiðarann. Eða hvernig á að koma Því heim og saman, að „almenningur vilji stjórn", sem reist er á meirihluta Þingmanna, sem „ekki rækja hlutverk sitt eins og Þeim er skylt“ með þeim afleiðingum að „stöðugt er grafið undan virðingu Alþingis"? Ekki er ofsögum sagt af framsóknarhugsunar- hættinum. Getan til Þess að draga ráttar ályktanir er dapurlega lítil, enda hefur pað löngum verið hlutskipti Framsóknar- flokksins í vinstri stjórn- um að gleyma því, sem hann Þó í rauninni vill. Þetta kalla Framsóknar- menn sáttasemjarahlut- verk og verða aldrei glað- ari en Þegar samstarfs- flokkarnir una sínu bæri- lega, hvernig svo sem hlutur þeirra sjálfra hefur orðió. Nú á aö auka ríkisumsvifin Engu kosningaloforði hafa kratar brugðizt jafn- hrapallega og Því að lækka skattana. Ríkisum- svifin hafa aldrei verið meiri en nú, og uppi eru ráðagerðir um Það í Al- Þýöubandalaginu, sem mestu ræður, að auka Þau enn meir. Þannig er t.a.m. undir það tekiö í Þjóðviljanum sl. sunnu- dag, „að sú leið sem helzt verði vinstristefna talin viö okkar aöstæður sá fólgin í því að gera OPINBERA SJÓÐI VIRK- ARI TIL KJARAJÖFNUN- AR“ (leturbr. Þjóðv.) Og síðar segir: „Og til Þess að Þessu kjarajöfnunar- hlutverki verði sinnt í Þeim mæli, að fólki Þyki island ekki síður byggi- legt en grannlöndin, Þurfa ríkissjóðir og sveit- arsjóðír auknar tekjur“. Vandsáð er það að vísu, hvers vegna nauð- synlegt sé að hugsa sár marga ríkissjóði í náinni framtíð, meðan Þessi eini, sem notazt hefur verið við, er jafnaðarlega galtómur og aldrei botn- fylli. En ugglaust er þetta sætur draumur þeirri manngerð, sem mælir landskosti í háum skött- um og telur land Því að- eins byggilegt, ef Þar eru opinber gjöld hærri en annars staðar. Á hinn bóginn er eftir- tektarvert, aö Þjóðviljinn getur þess að engu, hvers konar „launajöfn- un“ er hægt að ná fram meö Því að gera hinu opinberu sjóði gildari. Þaö er „launajöfnun" nið- ur á við, sem er fólgin í pví, að enginn verði ríkari en flestir fátækari. i skjóli slíkrar „launajöfnunar- stefnu“ myndi opinberir skömmtunarstjórar spretta upp eins og gor- kúla á mykjuhaug. Á hinn bauginn yrði framtak venjulegra manna hneppt í viðjar ofsköttunar, boða og banna. Hagvöxturinn færi minnkandi og Þar með lífskjörin í heild versn- andi. Þetta er Það Þjóðfá- lag, sem Alþýðuflokkur- inn er nú að hjálpa Al- Þýðubandalaginu að koma á hár á landi. Er aö furöa, Þótt þegar sá farið að sýna sig í skoðana- könnunum, aö Þeirri skoðun vex fylgi, að nú sá Það eitt til bjargar, að Sjálfstæöisflokkurinn fái hreinan meirihluta í næstu kosningum. Snorrabraut 56 simi 13505. Fermingarfot með eða án vestis Allar stærðir kr. 39.500.- Efni: — Rifflað flauel. margir litir — Tweed Margir litir Slaufa — rifflað flauel Skyrtur — Margir litir allar stærðir. við höf um ýmislegt á [prjónunum VISSIR ÞÚ AÐ LOPINN FÆST í 36 MISMUNANDI LITUM? EINNIG BJÓÐUM VIÐ MIKINN FUÖLDA PRJÓNA- UPPSKRIFTA ÞÚ ÆTTIR AÐ LÍTA INN OG KYNNA ÞÉR ÞETTA SKEMMTILEGA ÚRVAL VESTURGOTU 2 - SIM113404 ★ 8 LITIR ★ SKJALAPOKAR ★ SKJALAMÖPPUR ★ TOPPLÖTUR: EIK-LAM-WENGE ★ NORSK GÆOAVARA . '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.