Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Sjötta umferð ensku bikar- keppninnar var á dagskrá á laugardaginn, þ.e.a.s. þrír leik- ir af fjórum. Eftirlegukindin úr síðustu umferðinni, leikur WBA og Southampton, fór einnig fram, en lauk sem jafn- tefli og er 5. umferð því enn ekki lokið. Eftir leiki helgar- innar hefur aðeins Liverpool tryggt sæti sitt í undanúrslit- um, eftir að hafa lagt bikar- meistarana Ipswich að velli á Portman Road í Ipswich. Leik Tottenham og Manchester Utd. á White Hart Lane og Ieik Wolves og Shrewsbury í Wolverhampton lauk með 1 — 1 jafntefli, en ailt getur gerst í aukaleikjunum. Liverpool áfram Ipswich sótti mun meira framan af leiknum, en sterk vörn Liverpool hélt leikmönnum Ipswich því sem næst algerlega í skefjum. Eina skiptið sem marki Liverpool var verulega ógnað, var þegar besti leikmaður Ipswich, Arno Miihren, skaut þrumuskoti að markinu, sem Ray Clemmence varði snilldar- lega í horn. Sigurmark leiksins skoraði Ken Dalglish á 52. mínútu og kom markið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, engin hætta virtist vera á ferð- um. Allt þar til á lokamínutun- um var síðan jafnræði með liðunum. Undir lokin var þó sókn Liverpool þung og fór þá Dave Johnson hroðalega með eitt af auðveldustu markfærun- um sem hann hefur fengið á ferlinum. Ipswich hefur því sleppt taki á bikarnum sem félagið vann í úrslitaleik gegn Arsenal í fyrra. Enn skorar Ardiles Tottenham sýndi verulega sterkan leik í fyrri hálfleik og ekki var langt liðið á leikinn, þegar hinn smávaxni Argen- tínumaður Osvaldo Ardiles náði forystunni fyrir Tottenham og var mark hans sérkennilegt, en þessi mjög smávaxni leikmaður hafði betur í skallaeinvígi við risanna Gordon McQueen og Brian Greenhoff og í netinu hafnaði knötturinn. Vörn MU var mjög sterk og þetta reyndist vera eina skiptið sem leikmenn Tottenham fundu smugu í gegn. Um miðjan síðari hálfleik skor- aði Mick Thomas, velski lands- liðsútherjinn, fyrir United og var þetta hans fyrsta mark fyrir félagið. Leikmenn Tottenham 1. DEILD Liverpool 27 19 5 3 58 10 43 Everton 30 15 11 4 12 26 41 Arsenal 29 15 8 6 47 25 38 Leeds United 30 14 10 6 54 35 38 WBA 25 15 6 4 52 25 36 Notth. Forest 25 10 13 2 29 17 33 Manch. Udt 27 12 7 8 40 43 31 Aston Villa 26 9 11 6 32 23 29 Southampton 28 10 9 9 34 32 29 Norwich City 29 6 17 6 40 43 29 Coventry 29 10 9 10 34 46 29 Tottenham 28 10 9 9 31 43 29 Bristoi City 31 10 8 13 35 39 28 Ipswich 28 11 5 12 36 35 27 Manch. C 28 8 10 10 to 36 26 Middlesbr. 28 8 6 14 38 39 22 Derby Ct 28 8 6 14 29 48 22 Bolton 26 7 6 13 32 47 20 Wolves 28 8 4 16 26 49 20 QPR 29 4 10 15 26 45 18 Chelsea 28 4 7 17 29 58 15 BirminKham 29 4 5 : 20 25 45 13 2. DEILD Brighton 31 17 6 8 53 29 40 Stoke City 30 13 13 4 40 24 39 Sunderland 30 14 10 6 50 35 38 Crystal P 29 11 15 3 36 19 37 West Ham 28 14 7 7 55 29 35 Fulham 28 II 9 8 37 31 31 Notts County 28 10 11 7 37 44 31 Luton 29 11 6 12 47 39 28 Orient 29 11 6 12 37 35 28 Charlton a 10 8 11 49 49 28 Cambridge 29 8 12 9 35 37 28 Bristol R 28 10 8 10 39 45 28 Preston 28 8 11 9 42 44 27 Burnley 27 9 9 9 39 42 27 Newcastle 28 11 5 12 32 36 27 Leicester 29 7 12 10 31 34 26 Wrexham 25 9 7 9 31 25 25 Cardiff 27 9 5 13 34 55 23 Sheffield Udt 28 6 10 12 32 43 22 Oldham 27 6 8 13 30 50 20 Millwall 26 6 5 15 25 41 17 Blackburn 27 3 9 15 27 52 15 • Arsenal hefur staðið sig vel að undanförnu, vann um hclgina lið Bristol City 2—0. Mynd þessi er tekin fyrr í vctur, er Arsenal lék gegn Sheffield Wedensday í bikarkeppninni. David Rushbury rennir sér á fæturnar á Steve Gatting. Liverpool í undanúrslitin virtust eitthvað miður sín í síðari hálfleik og MU náði hægt og bítandi betri tökum á leikn- um, ekki síst eftir jöfnunarmark Thomas. MU var, að sögn frétta- manna BBC, nær sigri, en erfið- ur verður heimaleikurinn sem fram á að fara annað kvöld. Sanngjarnt jafntefli Lið Southampton hefur eflst með hverri raun að undanförnu og kom verulega á óvart á laugardaginn með því að ná fyllilega verðskulduðu jafntefli gegn WBA. Phil Boyer náði forystunni fyrir Southampton á 21. mínútu, eftir að Willians hafði sent vel fyrir markið og John Wile mistekist að spyrna frá. Skoraði Boyer með öflugri spyrnu sem Tony Godden var víðs fjarri að verja. 10 mínútum síðar jafnaði Ally Brown fyrir West Bromwich, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Leikmenn Southampton, sem þegar hafa tryggt sér rétt til að ieika til úrslita í deildarbikarnum gegn Nottingham Forest, gera sér nú skiljanlega miklar vonir um að komast tvívegis til Wembley á vetrinum. Sigri Southampton, leikur liðið á heimavelli gegn Arsenal í 6. umferð. Shrewsbury áfram? Shrewsbury úr 3. deild kemur enn á óvart í bikarkeppninni, nú með góðu jafntefli gegn fyrstu deildar liði Wolves. A afreka- skrá liðsins í keppninni til þessa er m.a. sigur gegn Manchester City. Leikur liðanna á laugar- daginn var afar leiðinlegur á að horfa að sögn BBC og það var ekki fyrr en á 79. mínutu leiks- ins, að Billy Rafferty tókst að skora fyrir Úlfana. Að þessu sinni var Adam aðeins 5 mínút- ur í Paradís, en þá var marka- skorarinn Paul Maguire á ferð- inni í vítateig Úlfanna. Var honum velt þar um koll og var það ekki gert samkvæmt reglum knattspymunnar. Atkins skor- aði síðan úr vítinu og nú eiga Úlfarnir fyrir sér allt annað en spennandi aukaleik á heimavelli litla liðsins. 1. deild: Arsenal og Leeds mjökuðu sér nær toppinum með góðum sigr- um á laugardaginn. Arsenal lagði Bristol City að velli á Highbury með mörkum Graham Rix og Frank Stapelton. Bæði komu mörkin í fyrri hálfleik, en mark Stapeltons var 22. mark kappans á vetrinum. John Hawley skoraði sigurmark Leeds gegn Derby í síðari hálfleik, en rétt áður hafði David Harway varið snilldar- lega vítaspyrnu Gerry Daly, en það er ekki á hverjum degi sem sá síðarnefndi misnotar víti. Sigur Leeds var eftir þetta aldrei í hættu, en liðið hefur nú leikið 15 leiki í röð án taps. Hins vegar hefur lið Derby aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum og vofir mikil fallhætta yfir liðinu. Lið Everton sýnir litla meist- aratakta þessar vikurnar og mátti þakka fyrir annað stigið er Nottingham Forest kom í heimsókn. Heimaliðið náði reyndar forystunni þegar á 4. mínútu með marki George Telfer, en fáeinum mínútum síðar hafði bakverði Forest, Barrett, tekist að jafna með þrumufleyg. Allt til loka leiks- ins lék lið Forest síðan eins og sá sem valdið hefur. Lið Middlesbrough hefur tekið mikinn kipp og vann nú annan sigur sinn á skömmum tíma. Að þessu sinni steinlá Aston Villa, en mörk Boró komu bæði með mínútu millibili, Mark Proctor skoraði á 55. mínútu og Micky Burns á 56. mínútu. Norwich breytti nú út af venju sinni og gekk með sigur af hólmi í stað jafnteflis. Enda var lið Chelsea skelfilega lélegt. Justin Fashanu skoraði þegar á 10. mínútu og gamla kempan Martin Peters innsiglaði sigur- inn með fallegum skalla í síðari hálfleik. Annað botnlið, Birmingham, átti sigur skilinn gegn Coventry. Birmingham hefur sótt sig verulega að und- anförnu, en að þessu sinni vant- aði herslumuninn eins og svo oft áður í vetur. Ekkert mark var skorað í leiknum. Spennan eykst í 2. deild: I annarri deild gerðist það helst, að Sunderland smeygði sér í þriðja sætið á kostnað Crystal Palace og spá margir því að hlutverkaskipti verði ekki og Palace endurheimti sætið ekki. Lið Sunderland virðist geysisterkt eins og er, en til þessa hefur lið Palace flotið áfram á sterkri vörn. Sunder- land vann Oldham á heimavelli með mörkum Garry Rowell, Joe Bolton og Wilf Rostron. Lið Palace var heppið að sleppa með eitt stig frá leikvelli Fulham, þar sem heimaliðið sótti látlaust allan leikinn. Brighton næidi einnig í dýr- mætt stig á útivelli, gegn West Ham. Það var einkum mark- vörður Brighton, Eric Steel, sem varnaði því að West Ham hlyti bæði stigin. Það var einkum í fyrri hálfleik, sem Eiríkur gekk berserksgang varði þá 5 sinnum af undraverðri snilld. Þegar leiknum lauk, gerði Pil Parkes markvörður WH sér lítið fyrir og hljóp völlinn endilangan til að óska Eiríki til hamingju með afrekið! Bann a ahorfendur? NÚ ERU horfur á því að þau knattspyrnulög sem verða fyrir því að áhangendur þeirra verða sér til skammar. eða þá sjálfir leikmennirnir, kunni að vera refsað á þann hátt, að þau yrðu dæmd til að leika næstu leiki sína annað hvort fyrir tómum áhorf- endastæðum, eða þá í framandi landi. Kom þetta fram hjá 12 manna nefnd sem fundar þessa dagana í Búkarest í Rúmeniu. Hér er um að ræða aganefnd alþjóðaknattspyrnusambandsin.'- og hún hefur ákveðið að bæta refsingum af þessu tagi við þær refsingar sem fyrir eru, einkum sektir og leikbönn. bá hefur nefnd þessi ráðið sér nokkra lækna til að kanna hvort ekki sé möguleiki að snara á skyndiiyfjaprófum þar sem fram fara mikilvægir millilandaleikir, hvort sem er milli félagsliða eða landsliða. KNATT- SPYRNU- ÚRSLIT England. bikark.: Ipswich - Liverpool 0-1 Tottenham - Manchester Utd 1-1 Wolves • Shrewsbury 11 WBA - Southampton 1-1 England, 1. detld: Arsenal • Bristol C 2-0 Birmingham - Coventry 0-0 Derby - Leeds 0-1 Everton • Nott. Forest 1-1 Middlesb. - Aston Villa / 2-0 Norwich - Chelsea 2-0 England. 2. deild: Brogtol Rovers - Leicester 1-1 Burnley • Preston 1-1 Cambridge • Notts. County 0-1 Cardiff • Newcastie 2-1 ■ Charlton • Mlllwal! 2-4 Fulliam • Crystal Palace 0-0 Luton • Orient 2-1 Sheíficld Utd - Stoke 04) Sunderland • Oldham 34) Wcst Ham - Brighton 04) Wrcxham -Blackburn 2-1 England. 3. deild: Blackpool - Plymouth 04) Brentford - Chester 64) Chcsterfield - Tranmere 5-2 Exeter • Watford 04) Glllingham • Oxford 2-1 Hull - Bury 4-1 l.incoln - Southend 1-1 Peterbrough - Swansea 24) Swindon - Carlisle 00 Walsall - Sheffield Wed 0-2 England, 4. deild: Aldershot - Crwe 30 Barnsley - Newport . ÍO Bourbemouth - Halifax ÍO Hereford - Grimsby 0-1 Huddersficld • Bradford OO Northampton - Wigan 24 Portsmouth • Torquay ÍO Port Vale Darlington 2-1 Rochdale -Hartlepool 1-1 Scunthorpe - York City 2-3 Skotland, bikark.: Aberdeen - Celtic 1-1 Dumbarton - Partick 01 Hibernian - Hearts 2-1 Rangers • Dundec 63 Skotland. úrvalsdeild: Motherwell • St Mlrren 03 Dundee Utd • Morton 41 Ítalía, 1. deild: Bolognia - Fiorentina 00 Catanzarro • Avelinno 00 Laxiu • Ascoli * 01 AC Mílanó - Juventus 00 Napólf - Inter oo Perugia - Atalanta 20 Torinó • Roma ÍO Verona - l.anerossi oo AC Mflanó hefur nú 33 stig. Perugia 30 og Torfnó 29 stog. Belgía, 1. delld: / Anderlecht - Berchem 20 Beerschot - Courtrai 4-1 Winterslag • Lierse 43 Lokeren - Standard 02 La Louviere - Waterschei 24 Antwerp FC Brugge 24 Waregem - Beveren 1-1 FC Liege • Molenbeek 01 Beringen • Charlelroi 10 Beveren heíur enn sem fyrr yfir- burðaforystu f deildinni, hefur nú 34 stig að loknum 22 leikjum. Ander- lccht hcfur 29 stig, FC Brugge hefur 28 stig. Standard hefur nú skotist f 4 sa'tið, hefur nú 27 stig. lokeren datt niður í sjlitta sætið með tapi sfnu fyrir Standard. La Louviere er nú í alvarlegri fallhættu. Spánn. 1. deild: Hercules - Zaragoza 10 Espanol - Real Soriedad 20 Gijon - Sevilla 20 Gelta - Santander 20 Huelva - Vanencia 4-3 Burgos • Salamanca ÍO Atletico Bilbao - Real Madrld 3-3 Ijis Palmas—Barcelona HANSI Krankl skoraði eina mark Barcelona og hefur þá skorað alls 24 mörk f vetur. Er kappinn langmark- hæsti leikmaðurinn á Spáni. Quin hjá Gijon kemur þar næst með 18 mörk. Gijon hefur náð forystunni f deild- inni, hefur 31 stig. Real Madrid hefur 30 stig. Ilolland. 1. deild: Ajax - Nac Breda 00 Pec Zwolie Tvente 63 FC I trecht - Volendam 2-1 Maastricht Itoda JC 03 Sparta - Vítcsse Arnhem 61 Den ilaag VVV Vcnlo 61 AZ’H7 Alkmaar - PSV Eindh. 10 Uaariem - GAE Deventer 00 Roda Jt jók forystu sína með góðum sigri á útivelli J?eKn Maastricht. Sten Ziegler, Theo De Jong og Pierre Vermaulen skoruðu mörk liðsins. Kristján Nygaard skor- aði eina mark Alkmcaar í óvæntum sigri yfir PSV. Var Eindhovrnliðið óvenju slakt að þessu sinni. Koda helur nú 30 stig, Ajax 27 í öðru sæti. )>eik Nec Nijmcgen og Feyenoord var Irestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.