Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 39 Gurmar Gimnarsson —Minningarorð Fæddur 12. júlí 1899. Dáinn 3. marz 1979. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn iátna, er sefur hér hinn sfðsta blund. (V. Briem) Þessar ljóðlínur úr hinum al- kunna sálmi koma mér í hug þegar ég kveð kæran frænda minn og vin, Gunnar Gunnarsson, er lézt að heimili sínu, Eskihlíð 11 hér í borg, 3. marz þ.m. Að leiðarlokum langar mig til þess að minnast hans með nokkrum orðum, enda þótt ég geri mér ljóst hve fátækleg sú kveðja er. Hann var fæddur á Blábringu í Rangárvallahreppi 12. júli 1899. Voru foreldrar hans hjónin Katrín Jónsdóttir og Gunnar Asbjörns- son, er þá bjuggu þar. Seinna fluttust þau að Uxahrygg, í sömu sveit og bjuggu þar nokkur ár, unz þau fluttust á öðrum áratug aldar- innar að Skipagerði í sömu sveit og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Ekki kann ég að rekja föðurætt Gunnars, en Gunnar Asbjörnsson bar það með sér að hann var af góðu bergi brotinn. Mér er hann í minni sem aldraður maður, beinn í baki, hvíthærður og tígulegur ásýndum. Var Katrín einnig glæsi- leg kona. Forfeður hennar höfðu búið á Uxahrygg í nokkra ættliði og verið styrkir stofnar. Af börnum þeirra hjóna komust fimm til fullorðins ára, tvær dæt- ur og þrír synir. Yngri dóttur sína misstu þau á þrítugsaldri. Einnig tóku þau í fóstur systurson Katrínar og ólu upp. Eru nú á lífi ein systir og tveir bræður svo og fósturbróðirinn. Gunnar Asbjörnsson var framsýnn dugn- aðarmaður, sem jafnan var með þeim fyrstu að tileinka sér allar nýjungar varðandi búskaparhætti og annað sem fram kom á fyrstu tugum aldarinnar. Með hagsýni og dugnaði varð hann vel efnum búinn. Gunnar Gunnarsson vandist öll- um algengum störfum, eins og þau tíðkuðust þá til sveita. Jafnframt því vandist hann vinnusemi á æskuheimili sínu. Heimili sitt byggðu foreldrar hans upp á kristnum grundvelli. Þau báru virðingu fyrir Guðsorði og höfðu það um hönd á heimili sínu. Auðséð var að hið trúarlega upp- eldi, sem Gunnar hafði hlotið í æsku, bar seinna ávöxt í lífi hans. Eins og flestir ungir menn til sveita á þeim tímum fór Gunnar til sjós og reri nokkrar vertíðir suður með sjó og í Vestmannaeyj- um. Árið 1925 kvæntist Gunnar fyrri konu sinni, Björglínu Stefánsdótt- ur, ættaðri úr Vopnafirði. Var hún dugmikil mannkostakona og ógleymanleg þeim er henni kynnt- ust. Þau hófu fyrst búskap í Oddakoti í Austur-Landeyjum, en fluttust síðar að Ljótarstöðum í sömu sveit. Búnaðist þeim mjög vel eftir að þau fluttu þangað. Vegna tæprar heilsu Björglínar urðu þau að hætta sveitabúskap. Fluttust þau til Reykjavíkur. Mun það ekki hafa verið með öllu sársaukalaust fyrir Gunnar að hverfa brott frá sínum kæru átthögum. Þau höfðu þá eignast tvö börn, tvíbura. Þau eru: Ágústa Signý, gift Lofti Jens Magnússyni bifreiðastjóra, eiga þau sjö börn, og Gunnar Karl múrari, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur og eiga þau tvö börn. Auk þess eignaðist Gunnar Karl eina dóttur áður en hann kvæntist. Þau hjónin Björg- lín og Gunnar ólu einnig upp Hafstein, son Björglínar, er hún hafði eignast áður en hún giftist Gunnari. Síðar tóku þau í fóstur Hafdísi dóttur Hafsteins og ólu upp. Er hún gift Guðmundi Sig- urðssyni og eiga þau eitt barn. I Reykjavík var heimili þeirra hjóna við Seljalandsveg. Keyptu þau sér þar lítið hús með dálitlum túnbletti í kring. Gerði það um- hverfið hlýlegra og minnti dálitið á sveitina. Gunnar vann í fyrstu við byggingarvinnu en lengst vann hann þó við Grjótnám Reykjavík- ur, eða meðan heilsan entist. Árið 1962 andaðist Björglín eftir mikla sjúkdómserfiðleika. Voru börn þeirra hjóna þá löngu gift og flutt burt af heimili þeirra. Stóð Gunnar þá einn uppi með ung- lingsstúlku, fósturdóttur, og þá kominn á efri ár. Voru þetta erfiðar aðstæður á margan hátt. Árið 1963 giftist hann Kristjönu Jónsdóttur, hinni ágætustu konu. Var hún ekkja og átti uppkomin börn. Hún hafði alið upp dóttur- dóttur sína og var hún á líku reki og fósturdóttir Gunnars. í nokkur ár áttu þau indælt og hlýlegt heimili í Eskihlíð 11. Var ánægju- legt að heimsækja þau þangað og þar áttu margir leið um; Nokkrum árum seinna varð Gunnar fyrir slysi er leiddi til þess að hann varð öryrki. Er það ætíð þung lífs- reynsla fyrir þann er það reynir. En hann tók því sem öðru með hugrekki. Stuttu seinna veiktist hona hans af alvarlegum sjúk- dómi, er hún bar með frábærri hugprýði. Var hún oft sárþjáð, en sinnti þó daglegum störfum með ótrúlegum viljastyrk og harkaði af sér með bros á vör. Þau hjón voru innilega samstillt í erfiðleikunum og sýndu hvort öðru umhyggju og virðingu. Kristjönu konu sína missti Gunn- ar 1973. Enn varð það hlutskipti hans að verða ekkjumaður og nú var hann orðinn aldurhniginn og öryrki. Það varð honum þung raun að sjá á bak konu sinni. Hann þráði mjög að geta dvalið áfram á heimili sínu meðan honum entist aldur. Hann trúði því staðfastlega að Guð myndi á einhvern hátt hjálpa sér til þess. • t Honum varð líka að trú sinni. Síðustu árin sem hann lifði hélt Guðfinna Sveinsdóttir heimili fyr- ir hann og annaðist öldunginn af stakri prýði. Fyrir það var hann ævinlega þakklátur. Hann fékk þá ósk uppfyllta að búa á heimili sínu til hinztu stundar. Langri og merkri vegferð er lokið. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í líff þessa mæta manns. Ein var sú gæfa í lífi Gunnars að eiga á efri árum óvenjulega gott og elskulegt ná- býlisfólk sem studdi hann í blíðu og stríðu. Var honum það mikið þakkarefni. Hann unni átthögum sínum austur í Rangárþingi. Mikið ánægjuefni var það fyrir hann þegar hann fór þangað í heimsókn, til ættingja og vina. Gunnar bar umhyggju fyrir okkur ættingjum hans og einnig fyrir vinum sínum. Fylgdist hann með lífshlaupi þeirra, eldri sem yngri. Gott var þeim sem misst hafði ástvini, tiltölulega ungur og stóð einn í baráttu lífsins að eiga hann að trúnaðarvini. Oft var gott að eiga vináttu og fyrirbænir frænda. Þess skal minnst með kærri þökk. Hann var góður sonur þjóðar sinnar sem fylgdist af áhuga með málum lands og lýðs og óskaði þjóð sinni farsældar. Það sem mér fannst helst ein- kenna Gunnar var hin bjargfasta Guðstrú hans og bænrækni. Hann fékk að reyna margt merkilegt í því sambandi og það gaf honum fullvissu fyrir trú sinni. Ég vil að lokum senda samúðar- kveðjur til barna hans, tengda- barna og barnabarna, einnig fóst- ursonar, fósturdóttur og hennar manns er ávallt reyndust honum vel á efri árum. Innilegar samúð- arkveðjur sendi ég systur hans er honum var mjög kær og aldraðra bræðra, fósturbróður og annara ættingja, vandmanna og vina. Söknuður er í huga okkar sem kveðjum hann, en góð er þreyttum hvíldin. Guð blessi minningu Gunnars Gunnarssonar. V.J. Að Keldnaholti eru gerðar tilraunir með styrkleika og endingu einangrunarglerja. Hér er glerrúða prófuð í tilbúnu veðri, þar sem þrýstingurinn er um 150 kílógrömm á hvern fer- sentimetra, en það jafngild- ir um 12 vindstigum. Sigurvegarar í tölti, Sigurbjörn á Stormi. Ljósm. Gunnbjörn Marinósson. Iskappreidar á Raudavatni .. 311» IÞRÓTTADEILD Fáks efndi á sunnudag til ískapp- reiða á Rauðavatni og var þar keppt bæði í 150 metra skeiði og tölti. Allmargir hestar voru skráðir til keppni en í skeiðinu var þeim skipt í tvo flokka. í A-flokki kepptu hestar, sem áður höfðu verið reyndir á skeiði í keppni en í B-flokknum voru nýliðar. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og þótti þessi nýbreytni í keppnistilhögun hestamanna takast vel. Rauðinúpur varð annar f skeiðinu. Bestum tíma í A-flokki skeiðhesta náði Bastur, grár 15 vetra, knapi Örn Karlsson með tímann 17,5 sek. Annar varð Rauði- núpur rauður 9 vetra, knapi Skúli Steinsson á 18,2 sek. og þriðji Þokki, jarpur, 11 vetra, knapi Magnús Halldórsson, á 19,4 sek. í B-flokki náðu þrír fyrstu hestarnir allir sama tíma 17,9 sek. en röð þeirra varð þessi. Fyrstur varð Rosi, jarpur, 8 vetra, knapi Halldór Jónsson, annar Hlýja, bleik, 8 vetra, knapi Skúli Steins- son og þriðji Glóa, rauð, 7 vetra knapi Leó Steinar Leósson. I skeiðinu var hrossunum skipt þannig í riðla að yfirleitt hleyptu tveir og tveir í einu. í töltkeppninni stóð efstur Stormur, brúnn, knapi Sigurbjörn Bárðar- son, annar varð Roði, rauður, knapi Kristján Birgisson og þriðji Gull- feti, grár, knapi Halldór Sigurðsson. Þess má geta að ís- landsmet í 150 metra skeiði er nú 14,8 sek. setn af Garpi, eign Harðar G. Albertssonar, knapi Sig- urbjörn Bárðarson. Var metið sett á Fáksvellinum á Víðivöllum. Að lokinni verðlaunaaf- hendingu fyrir töltkeppn- ina var dómurunum, sem voru þrír afhent sérstök viðurkenning fyrir unnin störf og er það skemmti- leg nýbreytni á hestamót- um. G.M. Ljósin: Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.