Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Mótmælendur víðs fjarri þegar selveiðarnar hófust St. Anthony, Kanada, 12. marz. AP. Reuter. SELVEIÐAR hófust í morgunsárið við norður- strönd Nýfundnalands í dag og voru allir umhverf- isverndarmenn víðs fjarri þar sem siæmt veður kom í veg fyrir að þeir kæmust tii veiðistöðvanna í þyrlum sínum. Tíu norsk og kanadísk skip eru við veiðar á svæðinu. Talsmaður Greenpeace-samtakanna á Nýfundna- landi sagði i dag að aðgerðum samtakanna á veiðisvæðinu yrði haldið leyndum. Þó væri ekki að búast við Rainbow Warrior, skipi samtakanna, á miðin eins og fyrirhugað var þar sem það væri nú í þurrkví í Lundúnum. Selveiðar á Lawrence-flóa eru nú á lokastigi. Annað skipanna sem hafði veiðileyfi á svæðinu fyllti kvóta sinn, 10.000 seli, á sunnudag. Hitt skipið var þá komið með 8.600 seli og búist við að það veiddi upp í kvóta sinn á mánudag. Átta menn af mótmælaskipinu Sea Shepherd eru nú í fangelsi í bænum Cap-Aux-Meules, en þeir voru teknir fastir á föstudag eftir að þeir sprautuðu hundruð kópa með rauðu litarefni til að gera skinn þeirra verðlaus. Sea Shepherd var færður til hafnar og verða eigendurnir, sem eru dýraverndunarsamtök í New York, að borga 16.000 dollara í tryggingu til að skipverjarnir verði látnir lausir. Talið er að aðgerðir dýraverndunarmannanna beri lítinn árangur. Talið var að þeir hefðu aðeins litað um 250 kópa af um 150.000 og fóru litarefnin af skinnum kópanna í rigningum um helgina. Islamskri hreyfingu í Afghanistan vex ásmegin Islamabad, PakÍHtan, 12. marz. AP. ÞRÍR leiðtogar andófs- manna í Afghanistan sögðu á blaðamannafundi í Pakistan í dag að islömsk hreyfing gegn Nur Mohammed Taraki forseta Afghanistan ætti auknu fylgi að fagna meðal lands- manna. Baðst hælis í A-Þýzkalandi Austur-Berlín, 12. marz. AP. Reuter. KONA, sem að eigin sögn kveðst hafa unnið mikið fyrir dr. Werner Marx talsmann kristi- legra demókrata í utanríkismál- um, baðst í gær hælis sem póli- tískur flóttamaður í Aust- ur-Berlin ásamt eiginmanni sfn- um, að því er Austur-þýzka fréttastofan sagði í dag. Talsmaður kristilegra demó- krata sagði í þessu sambandi að konan, Idi Goliath, hefði í mörg ár verið einkaritari Marx, og að hún hefði ekki mætt til vinnu s.l. föstudag. Að sögn fréttaskýrenda eru ekki taldar miklar líkur til þess að flótti Goliath standi í neinu sam- bandi við handtökur aust- ur-þýzkra njósnara í Vest- ur-Þýzkalandi að undanförnu, en fyrr í þessum mánuði handtók vestur-þýzka lögreglan ónefnda konu í höfuðstöðvum kristilegra demókrata og var hún ásökuð fyrir njósnir í þágu Austur-Þjóðverja. Vestur-þýzk stjórnvöld tii- kynntu í dag að þau hefðu hand- tekið 22 njósnara frá kommúnista- ríkjum á s.l. fjórum mánuðum og 15 aðrir væru undir smásjánni. EMS formlega af stað í dag París, 12. marz. AP mínútum áður en toppleiðtoga- TILKYNNT var í dag að allar fundur bandalagsins hófst með aðildarþjóðir Efnahagsbandalags þátttöku seðlabannkastjóra Evrópu, EBE, nema Bretar hefðu landanna. orðið ásáttar um að hið nýja Eins og áður sagði eru gjaldeyriskerfi bandalagsins það aðeins Bretar sem ekki taka EMS tæki formlega gildi á þátt í þessu nýja gjaldeyriskerfi morgun. Meginmarkmiðið með bandalagsins vegna þess að þeir stofnun EMS er að skapa meiri segjast ekki geta fallist á þá stefnu stöðugleika í gjaldeyrismálum sem mótuð hefur verið í sambandi ríkjanna. við verðlagsmál landbúnaðarvara í Tilkynningin kom aðeins fáum ríkjunum. Þetta gerdist 1938 — Austurríki sameinað Þýzkalandi. 1930 — Fundur reikistjörnunnar Pluto kunngerður. 1858 — Svæðatímar teknir upp í Bandaríkjunum. 1858 — Tilræðismaðurinn Felice Orsini tekinn af lífi. 1781 — Sir William Herschel finnur reikistjörnuna Uranus. 1758 — Halastjarna Halleys í sólnánd — eins og Halley spáði 1682 (birtist næst 1986). Afmæli: Joseph Pristley, enskur vísindamaður (1733—1804) — Jósef II keisari (1741—1790) — Percival Lowell, bandarískur stjörnufræðingur (1855—1916) — Hugo Wolf, austurrískt tónskáld (1860-1903). Andlát: Benjamin Harrison, stjórnmálaleiðtogi, 1901. Innlent: Víg Natans Ketilssonar 13. marz 1828 — Landlæknir flyzt til Reykjavíkur samkvæmt konungs- úrskurði 1833 — d. Kristján VII 1808 — f. Sigurður málari 1833 — Guðbrandur Vigfússon 1831 — Hvalur laskar fiski skip frá Flatey 1867 — Tillaga Einars Benedikts- sonar um hvítbláa fánann í grein í „Dagskrá" 1897 — Þjóðverjar til- kynna að Lufthansa ætli að senda menn hingað til að undirbúa flug til íslands 1939 — Fjórir farast í flugslysi í Búðardal 1947 — Van- traust á Viðreisn fellt 1963 — Áætlun um „græna byltingu" í Reykjavík kynnt 1974 — f. Jónas Tómasson tónskáld 1881 — Jón Sigurðsson alþm. á Reynistað 1888. Orð dagsins: Vond lög eru versta harðstjórnin — Edmund Burke, írskættaður stjórnmálaleiðtogi (1729-1797). Leiðtogarnir reyna nú að sameina krafta sína gegn forsetanum, en fylkingar þeirra hafa að undanförnu efnt til sjálfstæðra og ósamræmdra aðgerða gegn liðsafla stjórnvalda. Komið hefur til bardaga uppreisn- armanna og stjórnarsinna víðs vegar um Afghanistan og mannfall hefur orðið í röðum beggja aðila. Andófs- mennirnir segjast hafa fellt hundruð og sært enn fleiri stjórnarhermenn. Þeir segj- ast einnig hafa náð miklu af sovézkum vopnum. Taraki og Khalq-flokkur hans, sem Sovétmenn hafa stutt dyggilega, komst til valda með byltingu í apríl síðastliðnum. Leiðtogar andófsmanna sögðu í dag að það væri takmark þeirra að koma Taraki frá og að stofna stjórn sem lyti í öllu boðum Kóransins og kæmi á lífi í landinu að íslönskum sið. Veður víða um heim Akureyri +7 snjókoma Amsterdam 9 heióskírt Apena 16 heióskírt Barcelona 17 heióskírt Berlin 10 skýjaó Brussel 11 heióskírt Chicago +4 heióskírt Frankfurt 10 rigning Genf 12 skýjaó Helsinki 1 skýjað Jerúsalem vantar Jóhannesarb. 28 heióskírt Kaupmannah. 4 slydda Lissabon 16 heióskírt London 13 heióskírt Los Angeles 23 heióskírt Madríd 21 heióskírt Malaga 20 heióakírt Mallorca 16 lóttskýjaó Miami 29 heióskírt Moskva +1 snjókoma New York 5 skýjaó Osló 2 snjókoma París 13 skýjaó Reykjavík +4 mistur Rio De Janeíro 37 heióskírt Rómaborg 10 skýjaó Stokkhólmur 0 skýjaó Tal Aviv vantar Tókýó 8 skýjað Vancouver 10 heióakírt Vínarborg 5 rigning Konungleg faðmlög Stúlka á bikinibaðfötum, Jane Priest, sýndi Karli Bretaprins þessi blíðuhót þegar hann ætlaði að fá sér sundsprett í Perth í Vestur-Astralíu. Risaolíuskip á reki við Suður-Afríku Cape Town, Suöur-Afríku, 12. marz. AP. FULLHLAÐIÐ risaolíuskip er nú á reki skammt undan strönd Suður-Afríku að því er fréttastofa landsins sagði í dag. Hætta er talin á þvf að skipið kunni að stranda á rifjum skammt frá þeim stað þar sem líberískt olíuskip strandaði 1971 og olli verulcgu tjóni. Skipið, A1 Rafidain, sem er 162 þúsund tonn að stærð, er í eigu hins ríkisrekna írakska olíufélags Irol. — Skipstjórinn tilkynnti strandgæzlu Suður-Afríku í morg- un að skip hans ræki nú stjórn- laust um 12 sjómílur út af strönd landsins og í kjölfar þess var send út viðvörun til allra skipa í ná- grenninu. Að sögn skipstjórans eru það tæknileg vandamál sem við er að etja, þannig að þeir nái ekki stjórn á stýritölvu skipsins. — Að sögn talsmanns olíufélagsins var skipið á leið til Frakklands með full- fermi. Hörð hríð gerð að búðum Swapo Brússel, 12. marz. AP TALSMAÐUR sendiráðs Angóla í Briissel sagði í dag, að sex manns hefðu fallið og fjöldi særzt þegar flugher Suður-Afríku gerði harða hríð að nokkrum landamæraþorpum í Angóla í síðustu viku. Talsmaðurinn afhenti fréttamönnum yfirlýsingu frá Iko Carreira landvarna- ráðherra Angóla þar sem hann sagði, að árásirnar hefðu hafist s.l. mánudag og lokið á föstudag. Þeim hefði fyrst og fremst verið beint gegn búðum skæruliða Swapo, sem hafa aðsetur sitt í Angóla en berjast í Namibíu gegn stjórnarher Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.