Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 31 •• Markús Orn Antonsson: Húrr—a furir þeim? Það var með afbrigðum lærdómsríkt að heyra einn fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn lýsa afrekum sínum og samherja sinna í dagvistarmálum, þegar fjárhagsáætlun borgarinn- ar var til lokaafgreiðslu nýlega. Þessi mæti málsvari félags- hyggjufólksins og dagvistarfröm- uðanna í meirihlutanum sagði nefnilega eitthvað á þá leið, að menn mættu nú bara vera tiltölu- lega ánægðir með framvinduna í þessum málaflokki hjá nýja meiri- hlutanum, því að nú um áramótin hefði tekið til starfa nýtt dagheim- ili uppi í Suðurhólum í Breiðholti III, sem nefnt hefur verið Suður- Vesturborgar í nóvember sama ár. Frá því að framkvæmdir við bygg- ingu dagheimila hefjast og þar til þau geta tekið til starfa líða undir venjulegum kringumstæðum að minnsta kosti 12—14 mánuðir. Það var ætlunin samkvæmt þeirri framkvæmdaáætlun, sem við sjálfstæðismenn lögðum fram til samþykktar í fyrra, að Suðurborg tæki til starfa að fullu á sl. hausti og Vesturborg fyrir árslok 1978. Svo varð þó ekki. Og hverju var um að kenna? Meirihlut- inn tefur framkvæmdir Jú. Eftir að hinn nýi meirihluti Vinstri meirihlutinn lýkur loks við dagheimili, sem sjálfstœðismenn höfðu forgang um að reisa Skóladagheimilið við Vörðufell, sem átti að vera tilbúið í fyrra. Dagheimilið Vesturborg. Enn eitt heimili, sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn lögðu grundvöll að. Það mun taka við fyrstu börnunum innan skamms. til en framkvæmdaféð, sem ákveðið var í fyrra að frum- kvæði sjálfstæðismanna. 3. Mjög ósennilegt er að nokkur ný dagvistarrými verði tekin í notkun á þessu ári fyrir for- göngu vinstrimeirihlutans nema því aðeins að rekstur mæðraheimilis við Sólvallagötu verði lagður niður og dagheimili rekið þar í staðinn. Verkum loks lokið framkvæmd að mestum hluta, í stjórnartíð sjálfstæðismanna. Uppi við Völvufell í Breiðholti er í byggingu skóladagheimili með plássum fyrir um 20 börn. Sú bygging var einnig ákveðin í stjórnartíð sjálfstæðismanna og átti heimilið að taka til starfa fyrir sl. áramót. Vinstrimeirihlut- inn frestaði aðgerðum og verður heimilið ekki tilbúið fyrr en seinnihluta þessa árs. „Afrek“ meirihlutans eru einvörðungu fólgin í því, að hann er seint og um síðir að ljúka framkvæmdum, sem aðrir hrundu af stað. borg, og núna alveg á næstunni yrði annað dagheimili tekið í notkun vestur á Hagamel, Vestur- borg. Þetta væri allur annar gang- ur en áður hefði verið og gætu menn vel við unað. „Það væri nú eitthvað annað en þegar íhaldið réði lögum og lofum í höfuðborg- inni“ var meining borgarfulltrú- ans. Góður brandari Ekki er það ýkja oft að borgar- fulltrúar fái tilefni til að skella upp úr undir ræðum þeirra meiri- hlutamanna. En við þessi ummæli gátu sumir ekki setið á sér. Þetta varð ekki skilið öðruvísi en sem dágóður brandari, þó að tilgangur ræðumanns hafi eflaust verið allt annar. Lítum aðeins nánar á sögu þessara nýju stofnana, sem þeir meirihlutamenn láta sem sé þeirra eigin verk. Bæði dagheimilin hafa verið í byggingu síðan 1977 sam- kvæmt ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili, þegar sjálf- stæðismenn voru í meirihluta. Útboð vegna Suðurborgar fór fram í marz 1977 en útboð vegna komst til valda á sl. sumri var framkvæmdum við þessi heimili seinkað. Einu beinu afskiptin, sem vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn hefur haft af þessum nýju dag- heimilum var sem sé að koma í veg fyrir að þau hæfu starfsemi á tilætluðum tíma. Með þessar aug- Ijósu staðreyndir í huga er afreka- skrá meirihlutans eins og hún hefur verið tíunduð nýlega í borg- arstjórn ekkert annað en hlægilegt afskræmi. En nú mætti kannski ætla að borgarstjórnarmeirihlutinn byggi sig undir stórátak í þessum mála- flokki, sem liggur svo nálægt hjarta hans enda voru loforðin ekki spöruð í kosningaslagnum í fyrravor. Til þess að grennslast fyrir um raunverulegan ásetning meirihlutans þarf ekki annað en að skoða hans eigin fjárhagsáætl- un fyrir árið 1979. í stuttu máli leiðir hún eftirfarandi í ljós: 1. Frá því að meirihlutinn lagði fjárhagsáætlunarfrumvarp sitt fram í desember var fjárveiting borgarinnar til uppbyggingar nýrra dagvistarstofnana lækkuð um 90 milljónir. 2. Fjárveiting til þessara mála samkvæmt nýlega samþykktri fjárhagsáætlun vinstrimeirihlutans dugar til minni framkvæmda að magni Eins og áður var minnzt á, er nú verið að ljúka við dagheimilið Vesturborg og tekur það til starfa innan skamms með rými fyrir 34 börn. Sú bygging var ákveðin, og Er það eitthvað til að hrópa húrra yfir? Það er sennilega gert á kvöidsamkomum hjá Alþýðu- bandalaginu og rauðsokkahreyf- ingunni þessa dagana. Dagheimilið við Suðurhóla hefur nýlega tekið til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.