Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 ræn samvinna Hinn 4. apríl n.k. verða 30 ár liðin frá stofnun varnarsamtaka vestrænna þjóða, Atlantshafsbanda- lagsins. Af því tilefni gengust Samtök um vestræna samvinnu fyrir ráðstefnu hér í Reykjavík sl. laugardag undir heitinu „Atlantshafsbandalagið — friður í 30 ár“, sem var vel sótt og tókst með ágætum. Þegar við gerum okkur grein fyrir því, hver árangur hefur orðið af vestrænu varnarsamstarfi í 30 ár, verðum við að hafa í huga aðdragandann og tilganginn með stofnun Atlantshafsbandalagsins. í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og á fyrstu árum eftir hana lögðu Sovétríkin undir sig Eistland, Lettland, Lithauen og hluta af Finnlandi, Pólland, Rúmeníu, Þýzkaland og Tékkóslóvakíu. Á næstu árum var í skjóli rauða hersins sovézka komið til valda kommúnískum strengbrúðustjórnum í Albaníu, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og A-Þýzkalandi. Það var þessi sovézka útþenslustefna í Evrópu sem knúði vestrænar lýðræðisþjóðir, er bjuggu að þjóðfélagsgerð þingræðis og þegnréttinda, til varnarsamstöðu með stofnun Atlantshafsbandalagsins. Megintilgangur þess var tvíþættur, að stöðva útþenslu Sovétríkjanna í Evrópu og tryggja frið, einkum í okkar heimshluta. Hvort tveggja hefur tekizt. Frá stofnun Atlantshafsbandalagsins hafa Sovétríkin ekki bætt við sig þumlungi lands í Evrópu, þó að útþenslustefnu þeirra hafi gætt annars staðar í heiminum, og friður verið tryggður í álfunni í 30 ár, sem út af fyrir sig er mikilvægur árangur. Þjóðfélög lýðræðis og þingræðis sem mynda Atlantshafs- bandalagið, hafa ekki einungis tryggt þegnum sínum frið og víðtækari mannréttindi, hvers konar en þjóðfélög marxism- ans, heldur jafnframt menningarlegt, félagslegt og efna- hagslegt öryggi, sem er mörgum áratugum á undan þeim aðþúnaði og lífskjörum, er þegnar hinna kommúnísku landa búa við. Norðurlöndin þrjú, sem aðilar eru að Atlantshafsbanda- laginu, Danmörk, Noregur og Island, vóru öll hernumin í heimsstyrjöldinni síðari, þrátt fyrir yfirlýsingar um ævarandi hlutleysi. Það haldleysi hlutleysis sem þá varð lýðum ljóst, knúði þær til að tryggja varnaröryggi sitt, sem er brýnasta skylda hverrar sjálfstæðrar þjóðar, innan sameiginlegs varnarmáttar vestrænna lýðræðisþjóða, sem þeim eru skyldastar að þjóðfélagsgerð, menningu og háttum öllum. I samanskroppnum heimi, þar sem samgöngutækni, og raunar hernaðartækni einnig hefur gert fjarlægðir að engu, er einangrun okkar, yzt í veraldarútsæ, úr sögunni. Þvert á móti erum við komin í landfræðilega miðju heimssvæðis, sem er mjög mikilvægt í jafnvægistafli hinna ólíku þjóðfélagsgeröa í heiminum. Virkjun þess samtakamáttar, sem lýðræðisþjóðirnar búa yfir, er því varnaröryggi okkar mikilvægt, ekki síður en annarra þjóða, sem raunar eru flestar betur í stakk búnar en við á þessum vettvangi. Vera okkar í Atlantshafsbandalaginu hefur og styrkt stöðu okkar í samskiptum við umheiminn, eins og bezt kom í ljós í samningum okkar vegna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Ekki er vafi á því að áhrif ýmissa afla í Atlantshafsbandalaginu áttu veigamikinn þátt í því að lokatafl landhelgismála tefídist okkur til sigurs í Ósló. Enginn vafi er heldur á því, að mikill meirihluti þjóðar- innar styður aðild okkar að bandalaginu, eins og gerst kom í ljós í undirskriftasöfnuninni Varið land. Á fyrrgreindri ráðstefnu flutti dr. Þór Whitehead, sagnfræðingur, gagnmerkt erindi um aðdragandann, að þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu. Tómas Á. Tómasson, sendiherra, flutti lærdómsríkt erindi um Atlantshafsbandalagið og landhelgismálið. Og þingmenn úr öllum lýðræðisflokkunum, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, fjölluðu um efnið „ísland, vestræn samvinna og Atlantshafsbandalagið“. í þeim erindum kom greinilega fram sú samstaða lýðræðisafla hér á landi, sem svo mikilvæg er fyrir íslenzkt þjóðfélag í utanríkis- og öryggismálum. Á þessum vettvangi verður þjóðin að halda vöku sinni og varðveita samhug sinn og varnaröryggi. ísland og vest- Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuði innanlands. I lausasöiu 150 kr. eintakið. Ný útgáfa af frumvarpi ríkisstjómarinnar: Sparifé. inn- og útlán verði verðtryggð FRUMVARP ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn efnahagsmála og fleira stefnir að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða. í því skyni segir í 33. grein, er heimilt að mynda sparifjárreikninga og stofna til lánsviðskipta í íslenzkum krónum eða öðrum verðmæli með ákvæðum þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir skuli breytast í hlutfalli við verðvísitölu eða gengi erlends gjaldeyris. Skilyrði verðtryggingar samkvæmt frumvarpinu eru í fjórum liðum: 1) að verðtryggðir sparifjárreikningar, kröfur og skuldhindingar séu ætíð skráðar á nafn; 2) að við endurlán verðtryggðra peningalána standist verðtryggingarákvæði í aðalatriðum á í báðum samningum; 3) að Seðlabankinn ákveði vexti og dráttarvexti af verðtryggðum skuldbinding- um skv. 13. gr. laga nr. 10/1961; 4) að grundvöllur verðtryggingar sé sem hér segir: a. miðað sé við opinbera skráða verðvísitölu eins og hún er reiknuð á hverjum tíma; b. gengi erlends gjaldeyris þar sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum eða reglugerð. innlendra hráefna og aukinni framleiðni atvinnuveganna og traustum rekstrargrund- velli þeirra. Jafnframt skulu kannaðar hugmyndir og gerðar áætlanir um nýjár atvinnugreinar, er treyst gætu undirstöðu þjóðarbú- skaþarins. Við undirbúning og skipulagningu áætlana skal leggja áherzlu á skyn- samlega landnýtingu til lengri tíma. Ennfremur skal hafa í huga æskilegt jafnvægi milli einstakra atvinnugreina auk þess sem áætlanir stuðli að skipulegri byggðarstefnu og eflingu atvinnustarfsemi á félagslegum grundvelli. Til hagræðingar í undir- stöðugreinum atvinnulífsins mun ríkisstjórnin á árinu 1979 útvega sérstaklega 1000 milljón króna lán. A árinu 1980 mun ríkisstjórnin beita sér fyrir 2000 milljón króna fjáröflun í sama skyni. Þá er í kafla frumvárpsins um peninga- og lánamál sagt að á árinu 1979 skuli að því stefnt, að aukning peninga- magns í umferð fari ekki fram úr 25% frá upphafi til loka árs að teknu tilliti til árstíðabundinna sveiflna. Á sama hátt skal að því stefnt að vöxtur peningamagns verði að minnsta kosti 5% hægari á árinu 1980 en á árinu 1979. Við sjötta kafla frumvarps- ins er ákvæði til bráðabirgða, sem hljóðar svo: „Vaxta- ákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skuiu við það miðaðar, að fyrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verðtrygg- ingu sparifjár og inn- og útlána sbr. VII kafla þessara laga um verðtryggingu spari- fjár og lánsfjár. Meginreglan verði sú, að höfuðstóll skuld- ar breytist með verðlagsþró- un en jafnframt verði nafn- vextir lækkaðir. Afborganir og vextir reiknist af verð- bættum höfuðstól. V ;rð- trygging verði reiknuð í hlut- falli við veiðbreytingar. Sam- hliða verðtryggingu verði lánstími almennt lengdur og skal setja um þetta efni al- mennar reglur, þ. á m. um heimild til skuldabréfaskipta af þessu tilefni." Þá segir í frumvarpinu, að heimilt sé að ákveða verð- tryggingu í því formi, að sérstakur verðbótaþáttur vaxta, sem sé tengdur verð- lagsbreytingum með formleg- um hætti, leggist við höfuð- stól láns eða sé hluti for- vaxta. Önnur verðtryggð við- skipti utan banka og innláns- stofnana fara eftir þeim regl- um, sem Seðlabankinn setur, skv. ákvæðum í kafla frum- varpsins um „verðtryggingu sparifjár og lánsfjár". Þá er í frumvarpinu lífeyr- issjóðum heimilað að ávaxta sjóði sína með verðtryggðum lánum, tryggðum með veði í íbúðarhúsum og með hlið- stæðum vaxta- og verðtrygg- ingarkjörum og gilda um íbúðalán Húsnæðismála- stofnunar ríkisins. I 54. grein, sem er í kaflan- um um vinnumarkaðsmál, er atvinnurekendum gert að skyldu „að tilkynna vinnu- málaskrifstofunni og viðkom- andi verkalýðsfélagi með tveggía mánaða fyrirvara ráðgerðan samdrátt eða aðr- ar þær varanlegar breytingar í rekstri, er leiða til uppsagn- ar 4 starfsmanna eða fleiri.“ í kafla frumvarpsins um ríkisfjármál segir m.a. í 9. grein hins endurskoðaða frumvarps: „Niðurgreiðsla landbúnaðarafurða úr ríkis- sjóði skal ekki vera hærri en svo, að útsöluverð hverrar afurðar til neytenda verði lægra en sem svarar verði til framleiðanda sbr. 2. mgr. Þess skal jafnan gætt að ákvarðanir um niðurgreiðsl- ur miðist við það að sem minnstar sveiflur verði í þeim.“ Síðan segir að þessu marki skuli náð í áföngum á árunum 1979, 1980 og 1981 og skulu ákvarðanir um niður- greiðslur teknar til endur- skoðunar í því skyni. Þá segir að eigi síðar en 1. apríl 1979 skuli ráðuneyti gera tillögur til fjárlaga- og hagsýslustofnunar um lækk- un ríkisútgjalda á árinu 1979 um 1000 milljónir króna frá þeirri fjárhæð, sem fjárlög kveða á úm og eigi fjárlaga- og hagsýslustofnun að skila samræmdum tillögum til rík- isstjórnarinnar fyrir 15. apríl 1979. Þá er og ákvæði um að heildartekjur og útgjöld á fjárlögum haldist innan marka sem svara 30% af vergri þjóðarframleiðslu. Frá þessu megi þó víkja ef óvænt- ar og verulegar breytingar steðji að. Gert er ráð fyrir að ríkis- stjórnin leggi fyrir Alþingi fjárfestingar- og lánsfjárætl- anir fyrir eitt ár í senn og skulu þær fylgja fjárlaga- frumvarpi. Á árinu 1979 eiga ákvarðanir stjórnvalda að miðast við það að heildarfjár- munamyndun verði innan við fjórðung af vergri þjóðar- framleiðslu. Þá segir og að við ákvörðun lánskjara verði kannað hvernig bezt verður komið fyrir tilliti til félags- legra sjónarmiða og þess gagns sem af fjárfestingu er án þess að það komi fram í peningalegum arði fjár- festingaraðila. í kafla, sem ber heitið „Um framfarir í atvinnuvegum og hagræðingu í atvinnurekstri" segir að ráðuneyti einstakra atvinnuvega skuli hafa for- göngu um gerð atvinnuvega- áætlana hvert á sínu sviði. Við áætlanagerðina skal sér- staklega miða að frekari vinnslu og bættri nýtingu Vinnuveit- endur skulu tilkynna vinnumála- skrifstofu með 2ja mán aða fyrirvara verði4 eða fleiri starfe- mönnum sagt upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.