Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 loka verksins, enda nauðsynlegt til þess að fjárfestingin beri arð sem fyrst. I þeim tilvikum, sem ríkisstofnanir framkvæma verk sjálfar, er oft á tíðum ekki séð fyrir endann á verkunum, þar sem fjárveitingar eru ekki ákveðnar, og því allt í óvissu um nýtingu fjárfestingarinnar. Reyndar nota stofnanir það sem afsökun fyrir því að bjóða ekki út, að fjárveitingar séu Framkvæmdir ríkis og ríkis stofnana boðnar út; Fram er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hlutast til um að fylgt verði þeirri meginreglu laga nr. 63/1970, að verklegar framkvæmdir, kostaðar af ríkissjóði, og verklegar framkvæmdir ríkisstofnana með sjálfstæðan fjárhag verði boðnar út á frjálsum verktakamarkaði. í greinargerð er vitnað til niður- staðna nefndar um opinberar framkvæmdir frá árinu 1967 og 13. gr. laga nr. 63/1970. Margar ríkis- stofnanir bjóði svo til ekkert út, þrátt fyrir þessa lagagrein, og eru sérstaklega nefndar Vita- og hafn- armálastofnunin og Vegagerð ríkisins. I tilvitnaðri lagagrein segir, að „verk skuli að jafnaði unnið skv. tilboði á grundvelli útboðs" og ekki má frá víkja, nema verk sé þess eðlis, eða aðstæður slíkar, að útboð teljist ekki munu gefa góða raun. Þá er og vitnað til 3. gr. hafnarlaga (nr. 45/1975), þar sem kveðið er á um, að bjóða skuli út einstakar hafnarframkvæmdir, ef hagkvæmt þyki. Þetta sé og meginregla í opinberum framkvæmdum um allan hinn vestræna heim. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Hér skal bent á nokkur atriði, sem ótvirætt leiða til þess, að hagkvæmt er að ríkið bjóði út, og atriði, er renna stoðum undir þá fullyrðingu: • Alkunna er að hönnun verka, sem boðin eru út, eru betur undirbúin en ella. Hönnuður, sem útbýr verk til útboðs, hefur það hugfast, að aðrir aðilar eiga að fást við framkvæmd og því nauðsynlegt a hafa hönnun sem fullkomnasta. • Þegar hönnuðir framkvæma jafnframt verk, má gera ráð fyrir að til undirbúnings sé ekki eins vandað, þar sem þeir vita að þeir eiga sjálfir möguleika a því að breyta án þess að hátt fari og ef til vill oft á tíðum enginn aðili utan stofnunar sem fylgist með. • Þegar verk eru boðin út þarf að vera búið að áætla fjárþörf til Geir Hallgrímsson og Ell- ert B. Schram á Alþingi. upp nokkur verktakaiðnaður hér á landi. Hafa íslenskir verktakar sýnt og sannað að þeir hafa reynslu og þekkingu til að ráðast í hin stærri verk, og má í þvísambandi benda á vegalagningu umhverfis Reykjavík 1070—1973. Þá eru Islenskir verktákar stórir þátt- takendur við gerð Hrauneyja- fossvirkjunar enn sem komið er, og hafa Islendingar stjórnað þeim framkvæmdum. Það er til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina, að hér rísi sterkur verktakaiðnaður, sem er Hafnarmálastofnun og Vega- gerðin bjóða sárafá verk út Tillaga Ellerts B. Schram á Alþingi óákveðnar í þessu sambandi er spurning um arðsemi fjárfest- ingar og hvort könnun á þeirri hlið fari yfirleitt fram eða ekki. Má því gera ráð fyrir að með útboðum sé hægt í auknum mæli að nýta fjármuni ríkisins betur, en það kostar hins vegar það, að fjárveitingavaldið verður að taka af skarið hverju sinni, hvaða verkefni eigi að ráðast í og fullklára og hverjum á að hafna, en ekki byrja á öllu í einu og hafa þar af leiðandi fjármagn í ónýttum mannvirkj- um árum saman. Þegar samið hefur verið við tilboðsgjafa liggur fyrir áætlun og tilboðsverð. Við tilboðsverð bætast aðeins hugsanlegar verðbætur og aukareikningar. Aðrir aðilar en verktakar, t.d. stofnun sú, sem lætur fram- kvæma, eða sjálfstæðir eftir- litsmenn, hafa eftirlit með framkvæmdum verktaka og taka út verk í verklok. Þegai ríkið sjálft framkvæmir verl eða stofnanir þess, er mikið álitamál hvort framkvæmd stenst peningalega. Eru t.d. hækkanir verka á þeirra vegum alltaf vegna verðhækkana eða er illa að verkum staðið? Þessu getur enginn svarað. Hvað um eftirlit og úttekt þessara verka? • Það er athyglisvert, að þegar um hefur verið að ræða stór- framkvæmdir hér á landi, sem framkvæmdar eru með lánsfé frá alþjóðastofnunum, krefjast þær nær undantekningarlaust að verkin séu boðin út. Þessar stofnanir hafa þrautreyndu starfsfólki á að skipa, sem veit hvað er hagkvæmt. Þessar framkvæmdir, svo sem vega- lagning og hafnargerð, hafa gengið mjög vel. • Það er almennt álitið, að óhag- kvæmt sé að ríkið sjálft eða stofnanir þess framkvæmi verk. Er það bæði gömul speki og ný. Hætt er við að starfsmenn og tækjakostur verði bundnir um of við hverja stofnun. Mjög erfitt ér að draga úr stærð stofnana eftir að þær hafa einu sinni blásið út. Ef dæmi er tekið um t.d. Vegagerð ríkisins, en nú er vilji hjá landsmönnum að gera átak í vegagerð, er ljóst að sú stofnun þyrfti á viðbótar- tækjakosti að halda. Hætt er við að sá tækjakostur og jafnvel mannafjöldi verði ekki aftur tekinn með góðu móti. • Nú á síðari árum hefur risið fær um að fást við stærstu verkefni á þessu sviði, í stað erlendra aðila. Verktakar geta flutt mannafla og tækjakost á milli verka og unnið á hinum ýmsu sviðum. Getur t.d. sami verktaki unnið við hafnargerð og vegagerð. Ekkert er því til fyrirstöðu, að þeir aðilar, sem nú vinna hjá ríkinu eða stofnun- um þess sem sérfræðingar, hasli sér völl sem starfsmenn verk- taka eða sem sjálfstæðir hönn- uðir eða ráðgjafar. Má í þessu sambandi benda á breytingu hjá Hitaveitu Reykjavíkur fyrir um 18 árum í þessa átt. Það hefur komið í ljós á undan- förnum árum, að þau tilboð, sem borist hafa í verklegar framkvæmdir, þegar um útboð hefur verið að ræða, eru hag- stæð miðað við þær áætlanir, sem hafa verið gerðar." Fnðnk Sophusson: Nýjum aðferðum verði beitt við gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana hjá opin- berum fyrirtækjum og stofnunum Friðrik Sophusson alþingis- maður hefur lagt fram í samein- uðu þingi tillögu til þingsályktun- ar, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því að „núllgrunns áætlanagerð" verði tekin upp sem víðast viö gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana hjá opinberum fyrirtækjum og stofn- unum. Flutningsmenn að tillög- unni eru auk Friðriks tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ellert B. Schram og Lárus Jónsson. Þingsályktunartillaga þessi er flutt í samræmi við stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum, þar sem meðal annars er kveðið á um að fjárveitingar á fjárlögum verði árlega endurskoðaðar frá grunni og uppskurður gerður á ríkisbákn- inu. Þingsályktunartillaga þeirra Friðriks Sophussonar, Ellerts B. Schram og Lárusar Jónssonar er svoftljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að „núllgrunns áætlanagerð" verði tekin upp sem víðast við gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana hjá opinberum fyrirtækjum og stofn- unurn." í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „Nýlega samþykktu miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins stefnuyfirlýsingu í efnahags- málum. í 4. kafla þeirrar yfirlýs- ingar er fjallað um ríkisumsvif og fjármál hins opinbera. Þar segir m.a.: „Fjárveitingar á fjárlögum verði árlega endurskoðaðar frá grunni og uppskurður gerður á ríkisbákninu.“ Þessari tillögu er ætlað að koma á framfæri við ríkisstjórn nýrri tækni við áætlanagerð, sem geri mögulegt að endurskoða fjárveitingar á fjár- lögum frá grunni. Á ráðstefnu Stjórnunarfélags Islands um þjóðhagsleg markmið og afkomu Islendinga, sem haldin var í Munaðarnesi 12.—14. janúar 1978, flutti Björn Friðfinnsson fjármálastjóri erindi um stjórnun í ríkiskerfinu. I því erindi minntist Björn á nýja aðferð við áætlana- gerð, sem kölluð hefur verið á íslensku núllgrunns áætlanagerð, grunnstigs áætlanagerð eða núll- stigs áætlanagerð (e. Zero-Base Budgeting). Á meðan annað og betra heiti finnst ekki, verður notast við „núllgrunns áætlana- gerð“. Stjórnunarfélagið aflaði frekari upplýsinga um málið, og þegar fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu dvaldist í Bandaríkjunum um skeið s.l. sumar átti hann viðtöl við aðila, sem vinna með þessari tækni á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar. í vetur hefur Stjórnunarfélagið svo kynnt þessa aðferð og haldið námskeið um núllgrunns áætlana- gerð. Framkvæmdastjóri félags- Friðrik Sophusson ins, Þórður Sverrisson viðskipta- fræðingur, hefur samið ritgerð um málið og þar segir m.a.: „Núllgrunns áætlanagerð er upprunnin í Bandaríkjunum og hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum, þar sem víðar um heim. Sá fræðimaður, sem hefur átt ríkastan þátt í því að kynna þessa tækni, er Peter A. Phyrr. Auk þess notaði Carter Bandaríkjaforseti þessa tækni með góðum árangri, þegar hann var ríkisstjóri í Georgíu, og hefur nú komið því til leiðar, að núll- grunns áætlanagerð er beitt í ýmsum ráðuneytum hjá alríkis- stjórninni í Washington, og hefur það að sjálfsögðu haft mikil áhrif á útbreiðslu tækninnar. En hvað er núllgrunns áætlana- gerð? Peter A. Phyrr skilgreinir hana á þennan hátt: „Núllgrunns áætlanagerð er tækni við gerð rekstrar- og fjár- hagsáætlana, sem gerir þær kröf- ur til stjórnanda að hann réttlæti fjárhagsáætlanabeiðnir sínar frá núllgrunni (þaðan er núllgrunns nafnið komið). Tækni þessi flytur yfir á stjórnanda, sem sækir um fjárveitingu, sönnunarábyrgð fyrir því, að hann eigi yfirleitt að fá nokkurt fjármagn til ráðstöfunar (og hvetur um leið til þess, að hann eða sú deild, sem hann stjórnar, sýni góðan árangur af starfsemi sinni). Við gerð fjárhagsáætlunar er öll starfsemi brotin niður í ákvörðunarpakka (decision packages), sem síðan eru metnir með kerfisbundnum hætti og rað- að upp eftir mikilvægi." Samkvæmt þessari skilgrein- ingu hefur núllgrunns áætlana- gerð þrjú megineinkenni: 1. Sönnunarbyrði um réttmæti fjárveitingar flyst frá æðstu stjórnendum og handhöfum fjár- veitingavalds yfir til stjórnenda stofnana og deilda sem sækja um fjárveitingu. 2. Starfsemi stofnunar eða deildar verður að skoða frá grunni, en slíkt hvetur til endurbóta á rekstri og eykur því viðleitni til að bæta virkni stofnana við að ná markmiðum sínum. 3. Við gerð áætlunarinnar er allri starfsemi skipt í ákvörðunar- pakka (decisions packages), sem hver fyrir sig hefur að geyma lýsingu á ákveðnu verkefni; — hvert sé markmiðið með að ráðast í það, hvernig það skuli unnið, hvað það kosti o.s.frv. Þessir ákvörðunarpakkar eru síðan metn- ir og þeim raðað upp eftir mikil- vægi þeirra. Lögð skal áhersla á að núll- grunns áætlanagerð er ákveðin tækni við gerð rekstrar- og fjár- hagsáætlana, en ekki heilsteypt kerfi eins og þau þrjú sem nefnd hafa verið hér að framan. Þessa tækni má hins vegar nota við gerð fjárhagsáætlunar innan flestra kerfa. Auk þeirra megineinkenna á núllgrunns áætlanagerð, sem nefnd voru hér að framan, eru helstu markmið með beitingu þessarar tækni þau að: 1. Gera úttekt á þörf fyrir framkvæmd á og virkni (effectiveness) þeirrar starfsemi sem fram fer á stofnun eða deild og kanna hvort starfsemin sé sú sama og til var ætlast í upphafi. 2. Geta gert samanburð á tillög- um um ný verkefni og á þeim verkefnum sem þegar er unnið að í stofnunum. 3- Tryggja mikla þátttöku stjórnenda á öllum þrepum innan stofnana í gerð fjárhagsáætlunar. 4. Gera æðstu stjórnendum auðveldara með að velja úr þau verkefni sem þeir telja mikilvæg- ust.“ Frekari lýsing mun koma fram í framsöguræðu, en núllgrunns áætlanagerð er mikilvægur liður í þeirri viðleitni að byggja fjárhags- áætlanir frekar á verkefnagrund- velli en stofnanagrundvelli, auk þess sem auðveldara er að koma við sparnaði en ella.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.