Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 25 r í leiknum þrátt fyrir stranga gæslu. Á myndinni laumar Viggó skoti framhjá gar í n ham Liðin Það er erfitt að vera að gera upp á milli einstakra leikmanna í Víkingsliðinu. Liðið lék sem ein sterk heild og segja má að ekkert lið sé sterkara en veikasti hlekkur- inn. Viggó Sigurðsson, sem var í strangri gæslu allan tímann í leiknum og reyndar tekinn úr umferð um tíma, hefur aldrei leikið betur en í vetur og virðist vaxandi með hverjum leik. Þá kom Steinar Birgisson mjög vel frá leiknum, skoraði falleg mörk, og vinnur ávallt af miklum dugnaði í vörninni. Erlendi Hermannssyni hefur farið mikið fram og þar er maður framtíðarinnar á ferðinni. Ólafur Jónsson var mjög ógnandi í horninu og skoraði þar lagleg mörk. Reyndu leikmennirnir Arni og Páll stóðu að venju vel fyrir sínu. Kristján Sigmundsson mark- vörður lék þennan leik vel. Var hann allur annar maður en áður. Virtist sjálfstraustið sem hann hefur skort vera komið að nýju, og þá er ekki að sökum að spyrja, hann getur varið eins og berserkur. Einar Magnússon lék ekki með, kom inn á um miðjan síðari hálf- leik. Einar er ávallt ógnandi leik- maður, hávaxinn og skotharður og styrkir hann Víkingsliðið mjög mikið. Lið Fram lék þennan leik alls ekki illa, síður en'svo, þeir mættu bara ofjörlum sínum. Ungu mennirnir Atli, Theódór, Viðar og Erlendur voru oft eins og börn í höndum hinna hörðu varnar- manna Víkings. Það var einna helst Gústaf Björnsson, sem var besti maður Fram, sem náði að snúa á vörnina og gera usla. Theódór er skotfastur mjög og gerði lagleg mörk. Sigurbergur og Pétur léku allvel í leiknum. Óhætt er að fullyrða að ungu mennirnir í Framliðinu hafi fengið góða skól- un í leiknum í því hvernig á að leika handknattleik. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild: Laugardalshöll 11. mars, Víkingur — Fram, 32:20, (14:9). Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 9 (2v), Erlendur Hermannsson 6, Ólafur Jónsson 5, Steinar Birgis- son 4, Páll Björgvinsson 4, Árni Indriðason 2, Einar Magnússon 2. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 9 (5v), Theodór Guðfinnsson 4, Atli Hilmarsson 2, Sigurbergur Sig- steinsson 2. Brottvísun af leikvelli: Einari Magnússyni, Víkingi í 2 mín og Pétri Jóhannssyni, Fram í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Engin. Dómarar: Jón Hermannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdu leikinn mjög vel. - þr. Valsmenn flutu á leikreynslunni ÞAÐ VAR á leikreynslunni einni saman sem þunglamalegt Vaislið vann HK í Islandsmótinu í hand- bolta að Varmá á sunnudaginn. reynslunni og engu öðru. Slæmur kafli HK síðla í síðari hálfleik varð til þess að Valsmenn breyttu stöðunni úr 14 — 14 í 21 — 16. Sigurinn virtist í höfn og Vals- menn settu varamennina óspart inn á. HK-menn tóku sig hins vegar saman í andlitinu og skor- uðu 4 af síðustu 5 mörkum leiks- ins, þannig að lokastaðan varð 22—20, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10—9 fyrir Val. HK-liðið er haldið gömlu lands- liðsveikinni, þ.e.a.s. að liðið á leikkafla í næstum hverjum leik, þar sem ekkert tekst og örvænting og óðagot hleypur í alla. Þá glopra leikmenn liðsins niður öllu sem kann að hafa unnist og mörgum leikjum hefur HK tapað með litlum mun vegna þessara óyfir- veguðu kafla. Það er ljóst, að lið HK er í raun ekkert lakara en mörg hinna liðanna í deildinni og liðið leikur léttan og harðan hand- bolta, ólíkt því sem t.d. Fylkir, liðið sem kom upp í fyrstu deild með þeim í fyrra, gerir. Það sem skortir helst er meiri breidd, sem sjá má af því að allan leiktímann léku sömu mennirnir, engan mátti missa út af því að jafnokar þeirra voru ekki á bekknum. Það virðist ætla að verða hlutskipti HK að falla aftur niður í aðra deild í vor, en liðið hefur flesta ef ekki alla burði til að vinna þá deild og drífa sig aftur upp. STAÐAN IIK - Valur 20-22 Fylkir - ÍR 17-18 Víkingur — Fram 32—20 Valur 10 9 1 0 179-147 19 Víkingur 10 8 1 1 245-202 17 FII 10 5 1 4 194-190 11 Fram 11 5 1 5 214-237 11 Ilaukar 9 4 2 3 185-178 10 ÍR 11 3 1 7 197-214 7 Fylkir 10 1 3 6 181-193 5 HK 11 1 2 8 188-216 4 Markhæstu leikmenn Markhæstu leikmenn eru þessir: Geir Hallsteinsson FH 62 Gústaf Björnsson Fram 60 Stefán Ilalldórsson HK 58 Atli Ililmarsson Fram 58 Ilörður Harðarson Haukum 55 Viggó Sigurðsson Víkingi 48 Guðjón Marteinsson ÍR 45 Jón Pétur Jónsson Val 44 Gunnar Baldursson Fylki 40 Páll Björgvinsson Vík. 38 Brynjólfur Markússon ÍR 37 Ólafur Jónssn Vík, 33 Bjarni Guðmundsson Val 32 Hilmar Sigurgíslason HK 31 Ólafur Einarsson Vík. 30 Einar Einarsson Fyiki 30 Sigurður Svavarsson ÍR 30 Jón II. Karlsson Val 29 Þorbjörn Guðmundsson Val 28 Guðmundur Á Stefánsson FII 28 Andrés Kristjánsson Haukum 27 Björn Blöndal HK 27 Árni Indriðason Vík. 25 Markvörðurinn Einar Þorvarð- arson átti mjög góðan leik hjá HK, varði 16 skot í leiknum. Valsmenn fundu hins vegar veika hlið hjá honum og hann reyndist ekki eins sterkur þegar skotið var niður í gólfið. Stefán Halldórsson skorar nú orðið varla færri en 10 mörk í leik. Þau urðu 12 að þessu sinni, en Stefán skaut 19 skotum. Með dálítið meiri yfirvegun ætti kapp- inn fáa sína líka í deildinni. Þá átti Kristinn Ólafsson mjöggóðan leik, skoraði tvö mörk, fiskaði 3 víti auk þess sem hann barðist vel í vörn, sem að vísu var yfirleitt alvarlegur höfuðverkur hjá HK, vörnin var iðulega steinsofandi og kappar eins og Jón Pétur og Steindór nutu sín vel. Það bjargaði leiknum, að vörn Vals var litlu betri. Valsliðið var stirt og þunglama- legt að þessu sinni og ef menn eins og Bjarni Guðmundsson og Stein- dór Gunnarsson væru þar ekki á ferðinni væru Valsmenn mjög svæfandi í sóknarleik sínum. Þess- ir tveir áttu bestan leik hjá Val ásamt Brynjari Kvaran sem varði mjög vel þegar á leið, og Jóni Pétri sem fékk óáreittur frið til að taka sín skref, lyfta sér upp og skjóta. En eins og fyrr segir, var það fyrst og fremst á reynslunni sem Vals- menn flutu að þessu sinni. Þegar staðan var 22—20 og tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, hróp- aði Jón Pétur svo að allir heyrðu til Hilmars þjálfara: „Skiptu þessum tveimur út af,“ og átti hann þar við þá nýliðana Gísla og Brynjar. Það er eitt að treysta ekki leikmönnum. en annað að sýna það á þennan hátt og má efast um að svona framkoma bæti liðsandann. Einu sinni var Jón Pétur nýliði líka, þó að landsliðs- maður sé nú. Þeir Gísli og Brynj- ar voru lítið með og áttu enga sök á því að HK hafði næstum unnið upp forskot Vals. En út af fóru þeir tvímenningarnir og síðustu tvær mínúturnar hnoðuðu gömlu leikreyndu kapparnir inn í vörn HK og fiskuðu fríköst. Leiktíminn rann út, Valur vann, en skemmti- legri handboltann lék HK. Um dómgæsluna sáu þeir Rögn- valdur Erlingsson og Guðmundur Kolbeinsson. Það er ávallt deilt um einstök vafaatriði, en yfirleitt stóðu þeir félagar sig með miklum sóma. Var mikill munur á og að sjá til þeirra eða Björns og Óla í Höllinni daginn áður. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. HK-Valur: 20:22 (9:10) Mörk HK: Stefán Halldórsson 12 (5 víti), Jón Einarsson, Friðjón Jónsson og Kristinn Ólafsson 2 hver, Hilmar Sigurgíslason og Karl Jóhannsson 1 hvor. Mörk Vals: Jón Pétur 6, Jón Karlsson 5 (4 víti), Steindór Gunnarsson 4, Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Jensson 2 hvor, Brynj- ar Sigurðsson, Bjarni Guðmunds- son og Þorbjörn Guðmundsson 1 mark hver. Misnotuð víti: Einar varði víti Jóns Péturs. Brottrekstrar: Karl Jónsson, Val, í 2 mínútur. - gg. • Stefán Gunnarsson, hinn þrautreyndi baráttujaxl þeirra Valsmanna, er hér tekinn óblíöum tökum í leik HK og Vals að Varmá um helgina. Þeir HK-menn Ragnar Ólafsson og Jón Einarsson snúa Stefán niður. Stefán er sjálfur harður varnarmaöur svo að hann hefur væntanlega skilið vel þá meðferð sem hann fékk. Þrátt fyrir að Stefán Valsmaður fengi hér óblíðar móttökur háði það HK-liöinu hversu varnarleikur þeirra var linkulegur í leiknum. Og reið það máske baggamuninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.