Morgunblaðið - 13.03.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979
11
Þjóðleikhúsid: íslenski dansflokkur-
inn.
Ballett: Tófuskinnið.
Danshöfundur: Marjo Kuusela.
Tónlist: Ingor Stravinsky.
Gestaleikur:
Ballett: Fávitar.
Danshöfundur: Tommi Kitti.
Tónlist: Tchaikovsky, Bach, Lobos,
Prokofiev, Skrjapin og fleiri.
Á fimmtudagskvöldið þ. 8. mars
frumsýndi íslenski dansflokkurinn
nýjan ballett sem finnski dans-
höfundurinn Marjo Kuusela hefur
samlö sérstaklega fyrir flokkinn.
Kuusela er okkur aö góöu kunn frá
því aö hún kom hingað fyrir rúmu ári
meö Raatikko-dansflokknum og
sýndu hér ballettinn Sölku Völku.
Þessi nýi ballett er byggður á sögu
Guðmundar G. Hagalíns, „Tófu-
skinninu", en handritið samdi Eino
Tusminen. Tónlistin er eftir Igor
Stravinsky.
Ballettinn fjallar um einn eiginleika
mannsins, ágirndina. Ástin spilar
auðvitað líka inn í. Sagan segir frá
bónda nokkrum sem á enga ósk
heitari en að eignast tófuskinn. Þar í
sveitinni þótti enginn maður með
mönnum nema hann ætti slíkt skinn.
Sem sagt, nokkurs konar stöðutákn.
Þegar tjaldiö er dregið frá sjáum við
bóndann á refaveiðum ásamt tveim
hundum sínum. Við sjáum einnig
tófunni bregöa fyrir öðru hverju.
Tófan lendir að lokum í gildru bónd-
ans. Hann heldur nú heimleiöis með
tófuskinniö í poka. Heima bíður
fjölskyldan aðframkomin af langvar-
andi matarskorti. Tekur bóndi nú
mikla ástfóstri viö tófuskinnið og
List-
dans-
sýning
gætir þess eins og sjáaldur auga
síns. Hann vill ekki láta það fyrir
nokkurn pening þrátt fyrir að kona
hans og börn þjáist af hungri. Fer svo
að lokum að bóndi missir bæði
tófuskinnið og fjölskylduna.
í hlutverki bóndans var Örn
Guðmundsson. Var bæði leikur og
dans Arnar mjög góður. Má segja að
Örn haf| slegiö í gegn í þessum
ballett. Ásdís Magnúsdóttir dansaöi
hlutverk tófunnar á þann hátt sem
henni einni er eiginlegt, með öðrum
orðum framúrskarandi vel. Samdans
þeirra Arnar og Ásdísar var mjög
góður og á köflum afbragðs góður.
Auðséö var að þetta atriði var mjög
vel æft.
Aftur á móti voru hundarnir sem
þær Guörún Pálsdóttir og Kristín
Björnsdóttir dönsuöi ekki eins vel
samæfðir. Að öðru leyti dönsuöu
hvor um sig alveg prýðilega. Sú sem
mest komá óvart var Helga Bernhard
í hlutverki hinnar þreyttu og þjáöu
eiginkonu bóndans. Helga sýndi ekki
aðeins góöan og öruggan dans
eftir Helgu
Hannesdóttur
lœkni
Áhrif útivirmu mæóra á
börnin er fyrst og fremst
undir því komin hversu
náið samband barns og
móöur er, meðan á sam-
veru þeirra stendur, — að
afloknum vinnudegi, áöur
en haldiö er í vinnu eða á
frídögum.
nota börnin sem bitbein vegna
óánægju sinnar og reiði og
jafnvel vanrækja börn sín, ým-
ist með því að sinna þeim ekki
eða refsa þeim líkamlega af
minnsta tilefni.
En hvers vegna vilja mæður
vinna utan heimilis, þar sem
heimavinna mæðra með t.d. 3
eða fleiri börn er fullt starf að
flestra mati. Álitið er að úti-
vinnandi mæður jafnt sem úti-
vinnandi feður fái betur full-
nægt félagsþörf sinni með vinnu
utan heimilis. Einnig er vinna
utan heimilis álitin draga úr
einmanaleik og leiða foreldra og
eykur sjálfsálit þeirra og bætir
fjárhagsafkomu fjölskyldunnar.
Á undanförnum árum hefur
víða erlendis verið lögð áhersla
á að vinnustaður útivinnandi
mæðra og feðra veiti þeim jafn-
framt kost á dagvistun eða
leikskóladvöl barna þeirra á
sama stað og atvinna er, til að
auðvelda foreldrum og börnum
að hittast á matmálstímum í
sameiginlegu mötuneyti vinnu-
staðar og dagvistunarstofnunar.
Einnig auðveldar þetta fyrir-
komulag mæðrum kornabarna
að gefa börnum sínum brjósta-
mjólk umfram 3ja mánaða fæð-
ingarfrí. Allvíða hafa atvinnu-
staðir gjörsamlega útilokað for-
eldra frá því að rækja foreldra-
hlutverk sitt meðan á vinnu
stendur, en þetta á því miður
ekki aðeins við um vinnustaði,
því sumir foreldrar og þá sér-
staklega feður eru jafnvel leikn-
ir í að útiloka börn sín, þó þeir
séu heima og innan um þau að
afloknum vinnudegi. En feður
geta þrátt fyrir það einnig
hjálpað útivinnandi mæðrum og
eiginkonum sérstaklega eftir að
fæðing er nýafstaðin. Eiginmað-
ur getur gert það með því að
hvetja konu sína til að halda
áfram vinnu eftir nýafstaðna
fæðingu en á því tímabili eru
margar konur óöruggar og
óákveðnar varðandi útivinnu
þeirra. Á slíkri stund hjálpar
það móður að heyra frá eigin-
manni, að hann meti ekki síður
þá, að hún haldi áfram að vinna
utan heimilis, ekki aðeins vegna
peninganna, heldur fyrst og
fremst svo að henni sjálfri komi
til með að líða betur og hún
verði ánægðari. Flestar mæður
kysu vafalaust á þeim tíma
vinnu lÆ daginn eða sjaldnar
fyrir 2—5 æviár barnsins, ef
slíkir atvinnumöguleikar væru
fyrir hendi og fjárhagur fjöl-
skyldunnar leyfði. Það er ekki
síður þýðingarmikið fyrir feður
að vinna nálægt gæslu barna
sinna en fyrir mæður og hvetja
ber feður til að heimsækja börn
sín meðan á gæslu eða dagvist-
un stendur, t.d. í matar- eða
kaffihléum eða þegar önnur
tækifæri gefast.
Foreldrar ættu ekki að hika
við að tjá atvinnurekendum
sínum áhyggjur þeirra og þarfir
vegna barna sinn meðan á vinnu
stendur og fara fram á frí ef
þörf krefur, sem foreldrar geta
síðan aftur unnið upp annað-
hvort seinna samdægurs eða
næstu daga. Stuðla ber að því að
foreldrar gætu tekið börn sín
oftar með sér á vinnustaði,
þannig að börnin fengju betri
upplýsingar um vinnu foreldra
og sérstaklega, hvar foreldrar
eru, þegar þeir eru fjarverandi
frá börnum sínum og hvers eðlis
atvinna þeirra er.
Þrátt fyrir útivinnu foreldra
er mergur málsins sá, að for-
eldrahlutverkið er ekki síður
mikilvægt og gefandi en úti-
vinna hvers og eins.
heldur einnig mikinn og sterkan
skapgeröarleik. Hún á áreiöanlega
mikla framtíð fyrir sér í þessum
Kuusela-dansstíl. Dætur bóndans og
aðrir þorpsbúar voru dansaöir af
meðlimum íslenska dansflokksins og
nemendum Listdansskóla Þjóöleik-
hússins. Öll gerðu þau hlutverkum
sínum mjög góð skil. Sérstaka athygli
vöktu tvær litlar tátur, þær Helena H.
Markan og Sigríður Olsen. Hlutverk
Jóns var í höndum Jónasar Tryggva-
sonar, nýliðans í hópnum. Hlutverkiö
er ekki stórt en Jónas skilaöi því
rnjög vel. Björn Sveinsson og Ólafur
Ólafsson voru einnig í litlum hlutverk-
um en inntu þau vel af hendi. í heild
er ballettlnn mjög vel unninn en alltaf
er hægt að finna eitthvaö sem ekki er
nógu gott. í Brúökaupsenunni er það
prósessian sem er ekki mjög vel æfö.
Eg held þetta lagaöist ef dansarnir
hlustuöu betur á tónlistina. Annars er
það ótrúlegt hvaö Kuuselu hefur
tekist að laða fram það besta í
hverjum og einum á ekki lengri tíma.
Leikmynd og búninga gerði Sigur-
jón Jóhannesson. Hvorttveggja er
mjög einfalt og látlaust og fellur vel
aö efni ballettsins.
Ballettinn Fávitar er gerður eftir
sögu Dostoyevskis, „Fávitinn", og er
hér um að ræða fimm persónu-
gervinga. Gestur kvöldsins finnski
listdansarinn, samdi þennan ballett í
tilefni að keppni danshöfunda sem
Samband finnskra listdansara efndi
til. Verkið hlaut fyrstu verðlaun.
Þeir sem sáu Tommi Kitti dansa
hlutverk Jóhanns Bogesens,
Guðmunds og Kvíajukka í Sölku
Völku vissu að þeir áttu von á fyrsta
eftir IRMY TOFT
flokks sýningu. Eins og áður sagði er
hér um fimm persónugervinga að
ræða og dansar Tommi Kitti hvern
og einn þeirra af hárfínni nákvæmni
og skilningi. Hver hreyfing nær alveg
fram í fingurgóma, hver sin og taug
virkjuð. Þvílík innlifun, þvílík túlkun.
Tommi Kitti hlýtur að vera einn
snjallasti listdansari sem hefur heim-
sótt okkur íslendinga og vona ég að
hann eigi eftir aö gleðja okkur með
list sinni um ókomna framtíð.
Kristín Björnsdóttir kom einnig
fram í Fávitunum. Bar hún inn spjöld
sem kynntu atriðin. Ég er hrædd um
að kynningin hafi farið ofan garð og
neðan hjá mörgum því þetta var allt á
finnsku. Það hefði nú ekki verið mikið
verk aö snara þessu á íslensku.
Tónlistin var meöal annars eftir
Tchaikovsky, Bach, Villa Lobos,
Prokofiev o.fl.
Því miður var bara hálft hús, en
auövitaö má skrifa það á reikning
veðurguðanna því þeir voru í hinu
versta skapi á fimmtudagskvöldið.
Áhorfendur fögnuðu listamönnum
ákaft og voru þeir kallaöir fram hvað
eftir annað.
Að lokum vil ég óska dansflokkn-
um til hamingju með virkilega góða
oq vandaöa sýningu.
Irmy Toft.
Fæst í næstu búö.
WIPP EXPRESS
í allan
handþvott
Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel. m
Freyöandi þvottaefni í allan handþvott
Þægilegt, handhægt, fer vel meö hendurnar.