Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 13 „Ekkert annað að gera en st okka kerfið upp” Á fullri ferö í fiskvinnslunni. Ægir staldraði við vegna sjúkraflutninga. Gyða, ein af gyöjunum talsvert vandamál. Eg tel að við þurfum ekki að búa við þetta og það er reyndar furðulegt hvað við höfum sýnt mikla þolinmæði í 10 ár. Til þess að bjargast eins og hægt er höfum við orðið að fara út í það t.d. að frysta mjólkina Ég á alltaf 6—8 lítra af frystri mjólk sem ég get notað í bakstur og slíkt þótt hún sé ekki skemmtileg til drykkjar. Það mun vera talsvert betra ástand í mjólkurmálum á Grænlandi en hér hjá okkur þótt það þyki líklega furðulegt, því nágrannar okkar hérna handan við sundið fá mjólk reglulega allt árið, G-mjólkina svokölluðu. Hing- að kemur hún stundum og stendur ekkert við. Mér finnst það algjör óþarfi að vera að gargast í bændum vegna offramleiðslu þegar það er svo langt frá því að maður fái nóg af þessum afurðum. Nei, þetta er orðið þreytandi og það hlýtur að vera hægt að bæta þetta. Fyrir utan áralangt þjón- ustuleysi í þessum efnum þá svekkir það sérstaklega á tyllidög- um að fá ekki t.d. rjóma. Við fengum t.d. engan rjóma í Góu- kaffinu og á bolludaginn var eng- inn rjómi. Það kemur eðlilega fyrir að mjólkurafurðir komast ekki hingað vegna veðurs og við teljum slík frávik eðlileg, en allt þar á milli getur verið mun betra. Þorri húsmœðra á Flateyri og Súganda- fírði mótmœUr mjólkur- vöru- skorti Oft er okkur skömmtuð mjólkin, 14 pottur á mann eða pottur á fjölskyldu og svona hefur þetta verið í mörg ár, allt of erfitt að fá mjólk og stundum er hún eins og undanrenna. Ég er alin upp í sveit og fjandinn hafi það að hún mamma hefði gefið okkur svona mjólk út í kaffi. Þetta kerfi sem við búum við er anzi böngulegt og úr því að það gengur ekki er ekkert að gera annað en stokka það upp. Konur hér tóku því sérlega vel að skrifa upp á þennan lista, enda um vandamál að ræða sem varðar allt plássið mjög alvarlega." „Minnir á skömmtunar- tíma“ „Fólki stórbrá í kavpfélaginu í gær þegar það sá jógúrt og aðrar sjaldséðar vörur á boðstólum, skyr og jafnvel bláberjaskyr," sagði Gunnhildur Ólafsdóttir. „Og það voru til mjólkurvörur allan daginn og á götunum kölluðu konur sín á milli að það væri komin jógúrt. Slíkt telst til tíðinda hér. Ástandið í mjólkurmálunum hér er oft þannig, að það minnir mann á skömmtunartímabilið hér áður fyrr. Þá var ég við búðarstörf og þetta er stundum sama sagan. Fyrir 11 árum hættu bændurnir hér að koma með mjólkina heim til okkar í brúsunum, en þá fékk maður 20 lítra brúsa með nýrri mjólk tvisvar í viku. Þegar þessu var breytt samkvæmt vonum um hagkvæmari vinnubrögð fór þetta hins vegar að versna því síðan farið var að skammta okkur mjólkurvörur frá ísafirði hefur þetta verið vandræðaástand allan þennan tíma. Hér áður fyrr voru menn að vísu ekki sammála um mjólkina og gæði hennar, því hverjum fannst sinn bóndi beztur, en allir undu glaðir við sitt og fengu sína nýmjólk sem var alla- vega ekki glær eða blá eins og nú tíðkast stundum, þá fengum við alvöru mjólk með miklum rjóma ofan á. Nú gengur þetta allt sikk, sakk, skyr á mánudögum en ekki rjómi, og þegar við sjáum rjóma hættir okkur til að hamstra hann til frystingar, því það er ágætt að þeyta frystan rjóma. Oft eru þetta reddingar, því ef kunningjakonuna vantar rjóma þá er leitað til grannkonunnar og það er tekið úr kistunni upp á sam þar til sú upplifun verður að sjá rjóma næst á boðstólum í búðinni. Ég hef orðið að senda eftir rjóma í Reykjavík fyrir hátíðar. Til dæmis gleymdi ég að panta rjóma í Kaupfélaginu í nóvember fyrir síðustu jól og þegar ég spurði hvort ég gæti fengið rjóma þótt ég væri ekki á listanum var það af og frá. Síðar var mér boðinn einn lítri, en afþakkaði þar sem ég var búin að gera ráðstafanir í Reykja- vík. Stundum þurfa fjölskyldur hér að senda eftir mjólk til Isafjarðar, en slíkt er sérstaklega gert af ferð fellur til, því þar er alltaf til nóg af mjólk. Oft er líka verið að selja hér gamla mjólk, jafnvel þótt ný mjólk sé komin. Það kom fyrir í sumar þegar togarinn var að taka mjólk til 10 daga veiðiferðar að keyrt var um borð mjólk frá vikunni áður og þegar sjómenn kvörtuðu var þeim sagt að þeir gætu þá sótt mjólkina sjálfir til ísafjarðar og það gerðu þeir. Oft þurfa húsmæður hér að skila aftur mjólk og þá er henni hellt niður fyrir framan kaupand- ann. Þessi mjólkurskortur skiptir ■ mig persónulega ekki máli, því ég þarf ekki lífsnauðsynlega mjólk, en þetta er hrikalegt hjá fólki sem er með mörg börn og það tíðkast ekki hér að setja kók á pelann hjá börnunum. Þolinmæði húsmæðra hér er á þrotum og þar sem þetta þjónustu- kerfi skilar ekki árangri þarf að lagfæra það án tafar, nóg er komið af svo góðu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.