Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Mistök á viö 5 meóalleiki ÞAÐ mátti glöggt sjá, þcgar Fylkir og ÍR áttust við í 1. deild Islandsmótsins í handknattleik á iaugardaginn, hve geysimikil- vægur leikurinn var í botnbar- áttu deildarinnar og eins, hve slök þessi lið í rauninni eru, enda leikurinn skelfilega lélegur og hrútleiðinlegur á að horfa. Mis- tökin á báða bóga tröllriðu þessum leik af slíku alefli, að þeir menn hjá félögunum, sem sitja á bekkjunum og skrá mistök og nýtingu einstakra leikmanna, hefðu hæglega getað gefið út framhaldssögu. Ilvað eftir annað virtust leikmenn vera að senda knöttinn á einhvern ósýnilegan samherja á áhorfendapöllunum. Það var IR sem hafði betur í vitieysunni, skoraði oddamarkið af 35, 18—17, staðan í hálfleik var 8—5 fyrir ÍR. Taugaspennan var vissulea mikil og það útskýrir að nokkru leyti mistökin. Maður hélt þó að takrpörk væru fyrir öllu. Um leikinn er það að segja, að á 20. mínútu skoraði Bjarni Bessason fimmta mark ÍR og hafði verið jafnt á öllum tölum fram að því. Þarna urðu þáttaskil í leiknum, því að eftir þetta hélt ÍR forystu,sem var allt frá 3 mörkum niður í eitt mark, nokkrum sinn- um, m.a. í lokin. Fyrri hálfleikur- inn gekk Jrannig fyrir sig í stuttu máli, að IR-ingar hnoðuðu gegnd- arlaust á miðju Fylkisvarnar- innar, sóknirnar voru firnalangar og svæfandi. Loks þegar Fylkis- menn náðu knettinum var undan- tekningalítið púðrað ótímabæru skoti. Avallt rambaði leikurinn á barmi leikleysu. Þrátt fyrir að nokkrum sinnum nærri lokum leiksins munaði aðeins einu marki, var leikurinn aldrei spennandi, því maður hafði það ávallt á tilfinningunni að Fylkismenn myndu klúðra tæki- færum sínum til að jafna. Og þeir brugðust ekki. ÍR-ingar héldu Fylkismönnum frá sér, einkum vegna mistaka Fylkismanna sjálfra, þannig að staðan 18—15 þegar 2 mínútur voru til leiksloka. Það skipti ekki máli þó að Fylkis- menn skoruðu tvö síðustu mörkin, IR-sigur var í öruggri höfn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi í heild verið höfuðlaus, hlýtur eitthvað að vera vel gert þegar 35 mörk eru skoruð. Sigurður Svavarsson var einna skástur úti- spilara IR, hörkutól í vörninni og brást aldrei í mikilvægum víta- skotum. Annars var markvörður- inn Jens Einarsson að venju lang- besti maður IR, en hann varði í leiknum 13 skot, þar af tvö víti, á mikilvægum augnablikum. Jón Gunnarsson átti þokkalegan leik, í marki Fylkis og þeir Einar Einarsson og Halldór Sigurðsson voru góðir í vörn. Einar átti auk þess nokkra góða spretti í sókn- inni, sem annars var í algerum lamasessi í leiknum. Þar voru þeir Gunnar Baldursson, Einar Ágústs- son og Sigurður Símonarson slakari en þeirra er venja. Stefán Hjálmarsson stóð þó vel fyrir sínu í hægra horninu. Þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen blésu í flauturnar og er ljóst, að dómarar geta verið í öldudal eigi síður en lið eða leik- menn. Dómgæsla þeirra félaga var léleg, _um það voru flestir sam- mála. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Fylkir — ÍR: 17-18 (5-8). Mörk Fylkis: Einar Einarsson 4, Gunnar Baldursson 3, Kristinn Sigurðsson, Einar Ágústsson, Stefán Hjálmarsson og Magnús Sigurðsson 2 mörk hver, Sigurður Símonarson og Örn Hafsteinsson 1 hvor. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 5, Sig- urður Svavarsson 4 (allt víti), Guðmundur Þórðarson, Guðjón Marteinsson, Brynjólfur Markús- son 2 hver, Bjarni Bjarnason, Hafliði Halldórsson og Ársæll Hafsteinsson 1 hver. Brottrekstrar: Sigurður Svavars- son og Hafliði Halldórsson ÍR í 4 mínútur hvor, Einar Ágústsson og Einar Einarsson Fylki 2 mínútur hvor og Bjarni Hákonarson ÍR 2 mínútur. Varin víti: Jens varði frá Magnúsi og Gunnari, Guðjón skaut einu sinni í stöng. — gg. Þorleifur með 16 af 29 mörkum KA gegn Þrótti KA heldur áfram að veita efstu liðum 2. deildar aðhald og eftir sigurinn á Þrótti á sunnudaginn á liðið allgóða möguleika á að hreppa 2. sætið í deildinni og þá um leið aukaleik við næstlægsta lið 1. deildar um sæti i' 1. deildinni næsta ár. Þróttur hins vegar er í bullandi fallhættu niður í þriðju deijd, nokkuð sem fæstir áttu von á. Úrsiitin í viðureign Þróttar og KA urðu þau að Norðanmenn unnu 29:25 og geta Akureyr- ingarnir fyrst og sfðast þakkað einum manni þann árangur, Þor- leifi Anani'assyni, sem skoraði 16 mörk í þessum leik. Þó ekki væri vegna annars en Þorleifs ætti KA að fá tækifæri á sæti í 1. deildinni því í 1. deild á Þorleifur að leika og hvergi annars staðar. Ef hann hefði verið með 1. deildarliði allan sinn feril er ekki spurning um að hann ætti marga landsieiki að baki. Það var mikil harka í leik Þróttar og KA og réðu dómarar leiksins lítið við það sem fram fór á fjölum hallarinnar. Ekki hallaðist á annað liðið í dóm- gæzlunni, lið KA var einfaldlega heldur betra — eða réttara sagt, Þorleifur leikur með KA. KA náði strax forystu í þessum leik og var hún 2 mörk í leikhléi, 16:14. í seinni hálfleiknum jókst munur- inn framan af, en Þróttur náði að minnka muninn niður í 1 mark í lokin. Óðagot Þróttara þegar gera átti tvö mörk í hverri sókn gerði það að verkum að KA náði aftur öruggri forystu og vann verðskuldað 29:25. Auk Þorleifs Ananíassonar átti Alfreð Gíslason mjög góðan leik með KA og er þar mikið efni á ferðinni. Guðmundur Lárusson barðist vel í vörninni og hafði gaman af að „hrekkja" Þróttara enda sjálfsagt meðan dómarar láta það óátalið. Annars var varnarleikur liðanna ekki til að hrópa húrra fyrir að þessu sinni. Konráð Jónsson á við meiðsli að stríða og var hann ekki svipur hjá sjón í þessum leik. Hann gerði aðeins 1 mark í leiknum, en gerir að meðaltali 10—12 mörk í leik, og munar um minna fyrir Þrótt. Páll Ólafsson, betur þekktur sem knattspyrnumaður, var bezti maður liðsins að þessu sinni, ásamt Einari Sveinssyni, sem átti margar frábærar sendingar í leiknum. Mörk KA: Þorleifur 16 (8v), Alfreð 5, Jón Árni 3, Jóhann 2, Gunnar 2, Guðmundur 1. Mörk Þróttar: Páll 9, Haildór 5, Einar 4 (3v), Ari 3, Gunnar 1. Sveinlaugur 1, Lárus 1, Konráð 1. - áij. Tvö auðveid stig hjá KA gegn Leikni KA krækti sér í tvö auðveld stig, er iiðið mætti Leikni í 2. deild íslandsmótsins í handbolta um helgina. Lokatölur leiksins urðu 33—20 en staðan í hálfleik var 16 — 10 fyrir KA. Það sama var uppi á teningnum í þessum leik sem og flestum síðustu ieikjum Leiknis, liðið tefidi fram þjálfaralaust næstum eingöngu 2. flokks strákum, sem eiga enga möguleika gegn fullorðnum, leikreyndum mönnum. Þeir eiga þó margir hrós skilið fyrir frammistöðuna, t.d. markvörðurinn Guðjón Einarsson. Mótanefnd HSÍ fór enn á kostum hvað varðar leik þennan eins og fram kemur í pistli annars staðar í íþróttablaði Mbl. Mörk Leiknis: Ásmundur Kristinsson 6, Ólafur Ólafsson 5, Skafti Jóhannsson 4, Viðar 2, Friðrik, Gunnar og Sveinbjörn 1 hver. Mörk KA: Jón Árni og Þorleifur 7 hvor, Guðbjörn 6, AJfreð 5, Hermann 4, Magnús 2, Guðmundur og Haraldur 1 mark hvor. -KK- •Þorleifur Ananiasson skoraöi 16 mörk á móti Þrótti, sem er áreiðan- lega met hjá leikmanni í deildar- keppninni í vetur. • Viggó Sigurðsson var í miklum ham á móti Fram. Skoraði hann 9 mörk þeim Atla Hilmarssyni nr. 10 og Sigurbergi Sigsteinssyni. Víkin miklui ÞRÁTT fyrir góða viðleitni og baráttu áttu Framarar aldrei neina möguleika í' leik si'num / 1. deildinni á móti mjög frísku Víkingsliði á sunnudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Sigruðu Vik- ingar í leiknum með 12 marka mun, 32—20, og var sá sigur síst of stór eftir gangi hans. Lcikur Víkinga var allan tímann af- bragðsgóður og sýndu þeir allar sínar bestu hliðar. Ekki var nein þreytumerki að sjá á þeim leik- mönnum sem voru með landsiið- inu á Spáni. nema síður væri. Þá er mjög áberandi í hversu góðri líkamlegri æfingu allir leikmenn liðsins virðast vera. Mikil snerpa og kraftur í hverjum leikmanni. Það verður spennandi að fylgjast með uppgjöri risanna Vals og Víkings þegar liðin mætast. Þau hafa nú afgerandi forystu í 1. deildinni og ekkert hinna liðanna virðist geta ógnað þeim nú á lokaspretti mótsins. Sýndu snilldartakta Lið Víkings byrjaði leikinn á móti Fram af krafti og tók þegar forystuna. Framarar náðu þá að jafna metin 3—3, en eftir það var um yfirburði Víkinga að ræða. Sýndu þeir afargóðan leik, sama hvort var um að ræða varnar- eða sóknarleik. Mikil og góð samvinna var í vörninni, þar sem allir sýndu dugnað og börðust vel, og um leið var góð færsla á mönnum og afarsjaldan sem Framari var óvaldaður. Ekki var sóknarleikur liðsins síðri, boltinn gekk hratt á milli manna og góð ógnun var í leik liðsins. Þá er afar athyglisvert hversu góðum tökum liðið hefur náð á hraðaupphlaupum. Það var ekki ósjaldan í leiknum sem Vík- ingar komu Frömurum, í opna skjöldu eftir hratt upphlaup. Þrátt fyrir góðan leik Víkinga börðust Framarar vel og héldu í við þá lengst af í fyrri hálfleiknum og þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum skildu liðin aðeins tvö mörk, staðan var 11—9. En á síðustu 10 mínútum hálfleiksins skora Víkingar þrjú mörk en Framarar ekkert. Staðan í hálfleik var því 14—9. Ekki var minni völlur á Víking- unum í síðari hálfleiknum. Drógu þeir ekkert af leik sínum og léku ávallt af festu og skynsemi þrátt fyrir yfirburði sína. Það hefur oft viljað brenna við í leik íslenskra liða að þegar munurinn er orðinn mikill leysist leikurinn upp í vit- leysu en Bodan þjálfari Víkinga virðist hafa góð tök á liði sínu og allt er í föstum skorðum. Smátt og smátt jókst munurinn með liðun- um og á 50. mínútu leiksins var munurinn orðin 10 mörk. Og 12 mörk skildu svo liðin í lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.