Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 21 TVl nrrtnnhTrtíSííS \) v{n t p r-^í - rr—r~—r f. r «-» j3/Í/y7; fví it* Ji*.<4 l \ j„ i, * sw' ÍL*f Fer hópur íþróttaíólks til Kanada ÍÞRÓTTAFÓLKI á íslandi stendur til boða að íara til Kanada, nánar tiltekið til Manitoba á sumri komanda. Hér er um að ræða hóp íþróttafólks eða nokkuð á annað hundrað manns. Frá þessu er greint í blaðinu Lögberg — Heimskringla fyrir skömmu. bað er Jón Ásgeirsson fyrrverandi íþróttafréttamaður ríkisút- varpsins og núverandi ritstjóri Lögbergs — Heimskringlu sem hefur átt veg og vanda að skipuleggja og undirbúa ferð þessa. Undirbúningur í þessu samhandi hefur staðið alllengi og nú er svo komið, að Iþróttasamband Manitoba og íslendingadagsnefnd- in hafa sameinast um að annast móttöku hópsins og greiðir íþróttasambandið allan kostnað af dvöl fólksins ytra. Gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði fargjöld sín sjálfir. Þetta kostaboð hefur ekki enn verið kynnt opinberlega hér, en vafalaust verður því fagnað. Hér er einstakt tækifæri fyrir íslensk ungmenni að kynnast Kanada. Nýja íslandi og fólkinu sem þar býr, og um leið að styrkja vináttusambönd milli þjóðanna. Gert er ráð fyrir að íþróttafólki úr mörgum mismunandi greinum verði boðið, piltum, stúlkum, konum og körlum. Megintilgangurinn með ferðinni er að etja kappi við jafnaldra sína, auk þess sem stuðlað er að gagnkvæmum samskiptum unglingana á margvíslegan hátt og er sú reynsla ómetanleg. Verði úr þessari fyrirhuguðu för íþróttafólks frá íslandi þá verður það í fyrsta skipti sem svo fjölmennur hópur fer frá íslandi til annars lands í keppnisferð. _ j,r Sóðaskapur ÞAÐ VAKTI mikla athygli þeirra sem voru svo ólánsamir að sjá til, þegar ÍR og Fylkir léku í Höllinni á laugardaginn, að Bjarni Bessason snaraði sér þá eitt sinn að hliðarlínunni og tók þar gúlsopa af svaladrykknum sem á ÍR-bekknum var. Það er ekkert í sjálfu sér athugavert við að væta kverkarnar, en þegar spýjan gekk út úr honum á gólfið fyrir allra augum hneyksluðust margir, enda á ferðinni forkastanlegur sóðaskapur í piltinum. Það er jafnan mikil umferð áhorfenda og leikmanna við hliðarlinurnar og því stórhættulegt að vera þarna á vappi, því að fyrir utan sóðaskapinn af þessu, er þetta hin versta slysagildra. Máttu liðsstjórar og varamenn ÍR-inga láta sig hafa það að þrífa upp pollinn og þeir gerðu vel ef þeir hefðu með sér lítinn kopp framvegis, sem Bjarni gæti notað til hráka sinna. Margir til Stiörnunnar • Magnús Teitsson ...aftur stjörnuna? 3. DEILDARLIÐI Stjörnunnar í Garðabæ hefur nú borist mikill og góður liðsauki fyrir komandi knattspyrnuvertíð. Það eru þeir Guðmundur Yngvason. Magnús Teitsson og Þorvaldur Þórðarson sem hafa gengið til liðs við félagið. Eftir því sem Mbl. kemst næst, hafa bæði Guðmundur og Þorvaldur þegar gengið frá sfnum félaga- skiptum, en eitthvert minni háttar formsatriði mun enn vera óklárt með félagaskipti Magnúsar. Þeir þremenningarnir eru allir fyrrverandi leikmenn með Stjörnunni, en hafa á síðustu árum freistað gæfunnar hjá öðrum liðum. Guðmundur iék eitt keppnistímabil með KR og síðan lá leiðin til Þróttar á Neskaupstað. Guðmundur var einnig leikmaður með Faxa- flóaúrvalinu fræga á sinum tíma. Magnús Teitsson hefur leikið knattspyrnu með FH síðustu knattspyrnuvertíðir og sama er að segja um Þorvald. Þeir Guðmundur og Magnús eru sterkir miðvallarspilarar, en Þorvaldur er markvörður. - gg- rr *f\t SÆNSKU fréttastofunni TT barst bréf þetta í hendurnar fyrir skömmu. Á myndinni má sjá Björn Borg, tennissnillinginn í einkennisbúningi ísraelska hersins. Hann gerði það að gamni sinu að láta mynda sig á þennan hátt fyrir skömmu. En það tóku þessu ekki allir sem gríni, því að einhver rauða herdeildin dæmdi Björn umsvifalaust til dauða, eins og sést á myndinni. Það er ekki öll vitleysan eins. Margir eru þó á þeirri skoðun, að dauðadómur þessi sé gabb og það sé engin rauð herdeild í Danmörku, þaðan sem bréfið var sent. A.m.k. er Björn Borg í fullu fjöri, en fleiri lögreglumenn en venja er til fylgdust þó gaumgæfilega með siðasta leik kappans sem fram fór í Randers í Danmörku, en það var sýningarleikur við John McEnroe. Enski bikarinn: Liverpool gegn Manchester Utd? BIJIÐ er að draga í undanúrslitum ensku og skosku bikarkeppn- innar þó að ýmsum viðureignum síðustu umferðar sé enn ekki lokið vegna tafa og jafntefla. Liverpool er eina liðið sem heíur þegar tryggt sér rétt í undanúrslitum. þegar þetta er ritað. Liverpool leikur síðan annaðhvort gegn Manchester Utd eða Tottenham og verður það stórleikur, hvort liðið sem áfram kcmst. Arsenal. Southampton eða WBA mætir síðan Úlfunum eða Shrewsbury. Vinni Manchester Utd Tottenham. verður viðureign liðsins gegn Liverpool endurtekning á úrslitaleiknum í keppninni árið 1977. Þá keppti Liverpool að þrennunni, meistaratigninni, bikarnum og Evrópubikarnum. Það eina sem gekk liðinu úr greipum, var FA-bikarinn. MU vann nefnilega óvæntan sigur í úrslitaleiknum, 2—1. í skozku bikarkeppninni verður það hlutskipti annað hvort Celtic eða Aberdeen að leika gegn Hibernian, en Partich Thistle og Rangers mætast í hinum leik undanúrslitanna. Báðir leikirnir fara fram á Hampden Park í Glasgow, svo og úrslitaieikurinn sjálfur. Sextugur Reykvíkingur vann 848.500 í getraununum í 29. leikviku kom fram einn seðill með 12 réttum og átti liann sextugur vélstjóri úr Reykjavík. Hlýtur hann kr. 848.500.- fyrir sinn 4 raða seðil. Með 11 rétta voru 1 seðlar og vinningur á hvern kr. 90.900.-. Vegna tafanna, sem orðið hafa á bikarkeppninni ensku, var ekki ha>gt að notast við leiki úr 8-liða úrslitum þeirrar keppni á laugardag. Þegar seðillinn fór í prentun. voru aðeins fyrir hendi 9 leikir í 1. og 2. deild og var fyllt upp með 3 leikjum úr 3. deild, en hvað um það, allir leikirnir gátu farið fram. Þróttur sigraói ÞRÓTTUR sigraði Mími í 1. deiid íslandsmótsins í blaki á iaugardaginn með 3 hrin- um gegn 1. Þróttur mætti ákveðinn til leiks og komst í 5—0 í fyrstu hrinunni en þá lifnaði yfir Mímismönnum og tókst þeim að vinna hana 15—11. Áðra hrinuna unnu Þróttarar auðveldlega 15—5 og skorti Mímismenn þá alla ákveðni. Þriðju og fjórðu hrinuna unnu Þrótt- arar einnig, 15 16—9 og 15—3, og áttu þá Jason og Böðvar mjög góðan leik, en það sem Mími skorti var hávörn því hún sást varla hjá þeim í ieiknum. Víkingur tryggði sér end- anlega sæti í 1. deild með öruggum sigri yfir Breiða- bliki í 2. deild karla. Víking- ur á að vísu enn eftir að leika gegn Fram,- en félagið má tapa þeim leik, en vinna samt sigur í mótinu. Víking- ur vann 3—0, hrinurnar fóru 15—9, 15—6 og síðan algert burst, 15—2. G.Á. FH-Haukar TVEIR stórleikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins í handbolta í kvöld. Einn í karlaflokki og hinn í kvennaflokki. Þetta eru stórleikir Hafnarfjarðar, viðureignir FH og Hauka. Kvennaliðin eigast við klukkan 20.00 og kariarnir keppa síðan strax á eftir. Þetta er í fimmta skiptið sem FH og Haukar eigast við í karlaflokki í vetur og staðan til þessa er 2—2. Það er annað í húfi og það er hvar liðin hafna endaniega í deildinni. Bæði liðin virðast í báðum fiokkum, hafa tapað af lestinni um Islands- meistaratitilinn og keppa því að því að vera framar hinu í deildinni. Það verður því ekkert gefið eftir. ÍR UMFN ÍR og Njarðvík leiða í kvöld saman hesta sína í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ og hefst leikurinif klukkan 20.00. Fer leikur- inn fram í íþróttahúsi llaga- skólans. Lið þessi hafa í vetur marga hildi háð og þá ekki alla vinsamlega. Vafa- lítið verður hér um jafna og spennandi viðureign að ræða. Handbolta skóli Handhoitaleikssambandi (slands hefur borizt boð um að senda nemendur á Júgóslavneska hand- holtaskólann. Boðið er fyrir þjálfara (lengra komna). Skólinn verður í bað- strandarbænum PULA. dag- ana 23,—30. júní næstkom- andi. Þátttakendur skulu bera allan kostnað sjálfir, sem er allur ferðakostnaður og að auki I)M 450,- pr. viku fyrir uppihald. Nánari upplýsingar og óskir um þátttöku skulu hafa borist stjórn ILS.Í. fyrir 1. apríl n.k. í pósthólf 864.121 REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.