Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Janus tekur við þjálfun pólska landsliósins MENN höfðu á orði að Janus Cerwinzky hefði komið spánskt fyrir sjónir er hann fyrstur manna gekk út úr rútu þcirri er flutti landsliðsmenn Spánar í handknattleik á hótel sitt í Berce- lona á dögunum. íslenzka lands- liðið var þá nýkomið á hótelið og leikmenn stóðu í hóp á gangstétt- inni fyrir utan. Janus varð kind- ariegur á svip er hann sá íslenzku leikmennina þarna, það var eins og hann háifpartinn skammaðist sín fyrir að vera í fylgd með Spánverjum en ekki íslendingum. Síðar í ferðinn: faldi Janus sig er einn úr íslenzka hópnum óvart villtist inn á fund hjá spánska landsliðinu þar sem verið var að fara yfir leik íslendinga og Tékka á myndsegulbandi. í raun er alls ekki hægt að ásaka Janus fyrir að hann aðstoði Spánverja. Það er ekki nema eðlilegt að Spánverjar leiti til eins fremsta handknattleiksþjálf- ara í heimi og falist eftir aðstoð hans. Einnig er það ekki nema sjálfsagt að Janus þiggi fé fyrir upplýsingar sínar. Það sem að mönnum sárnaði í íslenzka hópn- um á Spáni var að Janus skyldi ekki viðurkenna það hreint út að hann væri m.a. á Spáni til að aðstoða heimamenn. Varla þurfti hann að skammast sín fyrir það. Svo virtist þó vera og hann var í hálfgerðum feluleik allan tím- ann, ef íslendingar voru á annað borð á næstu grösum. Janus Cerwinsky gerði góða hluti með íslenzka landsliðið fyrir b-keppnina í Austurríki 1977 og þá varð hann hálfgerður dýrlingur í augum íslenzkra handknattleiks- unnenda. Leikmenn landsliðsins dáðu Pólverjann ekki minna og það var ekki minnst verk Janusar að ísland tryggði sér rétt til þátttöku í b-keppninni með 4. yfirborðið og leikmenn vissu ekki hvernig þeir áttu að umgangast Janus sem þeir töldu hafa brugðist sér og íslenzkum handknattleik. Janus vissi greinilega ekki heldur hvernig hann átti að umgangast leikmenn og stjórn íslenzka liðs- ins. Æfingabúðir í 2000 metra hæð í _________Austurríki___________ Þrátt fyrir þetta er Janus virtur maður í alþjóðlegum handknatt- leik og blaðamanni Morgunblaðs- ins fannst því rétt að ræða við Janus um hvað hann hefðist að um þessar mundir og hræringar í íþróttinni í heiminum. Janus var hinn þægilegasti í viðmóti og reyndar breyttist viðmót hans gagnvart íslenzka liðinu etir því sem leið á mótið og undir lok þess var hann reiðubúinn að láta allar nauðsynlegar upplýsingar í té. Pólverjinn Zgliniesky var sömu- leiðis mjög hjálplegur íslenzka landsliðshópnum og það var reyndar hann, sem upplýsti að Janus væri aðstoðarmaður Spán- verja í b-keppninni. Nú er það pólska landsliðið hjá Janusi, en við starfi landsliðsþjálf- ara þar tekur hann um miðjan þennan mánuð. Zgliniesky verður með liðið ásamt Janusi, en sá síðarnefndi var landsliðsþjálfari fyrir nokkrum árum og gerði pólskan handknattleik að stórveldi í alþjóðlegum handknattleik. — Þegar íþróttamálaráðherra Póllands kom til mín skömmu fyrir jól og bað mig að taka við þjálfun landsliðsins gat ég ekki skorast undan, segir Janus í sam- tali við Morgunblaðið. — Persónu- lega hefði ég kosið að taka ekki við starfi landsliðsþjálfara strax, en vildi hins vegar einbeita mér að fræðslustarfsemi og uppbyggingu — Pólverjar leika 35—40 landsleiki fram aö ÓL í Moskvu segir hann í samtali við Mbl. sætinu í Austurríki. Það var ekki hvað minnst verk Janusar að íslenzkir handknattleiksunnendur flykktust tugum saman til Dan- merkur til að fylgjast með heims- meistarakeppninni í janúar fyrir rúmu ári siðan. En þá höfðu veður skipast í lofti. Janus hafði ekki staðið við orð sín um að koma til Islands haustið 1977 og þjálfun íslenska landsliðs- ins fór meira og minna úr böndun- um. Janus tilkynnti að hann væri á leiðinni, hann kæmi til íslands alveg á næstu dögum. En ekki kom Janus. Menn höfðu á orði að landsliðið væri þjálfað í gegn um bréfaskóla frá Póllandi. Menn voru sárir út í Janus, en sennilega hefur ekki verið persónulega við Janus að sakast heldur yfirvöld íþróttamála í Póllandi. Þau hafa trúlega ekki viljað að Janus leið- beindi íslendingum, sem gætu orðið mótherjar Pólverja í Dan- mörku. Islenzka landsliðið leið fyrir það í Danmörku að undirbúningur liðsins hafði ekki verið sem skyldi. A Spáni kom þessi óánægja upp á handknattleiks r Póllandi. I vetur hef ég haft yfirumsjón með þjálf- urum liðanna í 1. deildinni, en einnig verið aðálkennari í hand- knattleik við háskóla í Póllandi. Hingað til Spánar kom ég aðeins til að fylgjast með þróun mála í íþróttinni hjá þjóðum, sem hér keppa og skoða þau lið, sem verða aridstæðingar okkar á ÓL í Moskvu. Eg fylgdist með riðli þeim, sem Spánverjar léku í, en Zglinisky, sem verður landsliðs- þjálfari með mér, með riðli íslend- inga og Tékka. HvernÍK verður þjálf* un pólska landsliðsins hag- að fram að ÓL í Moskvu? — Keppninni í 1. deildinni lýkur hjá okkur um miðjan marz og leikmönnum, sem valdir hafa verið í landsliðshópinn verður þá gefið frí í hálfan mánuð. Síðan förum við með 24 leikmenn til Austurrík- is. Þar verður dvalið við æfingar í þrjár vikur í 2 þúsund metra hæð. Æft verður 7—8 tíma á dag og ýmis atriði tekin fyrir en ekkert verður leikið i þessari ferð. — Að loknum Janus. Hvaða lið eru sterkust hér í b-keppninni á Spáni? — Ég er ekki í vafa um að lið Ungverjanna er bezta liðið í Viðtal: Ágúst Ingi Jónsson • „/ Póllandi er mikió til aí stórgóðum handknattleiksmönnum, en í heiminum er aðeins einn Jerzy KlempeP. keppninni, en hallast þó að því að Spánn vinni þessa keppni. Spán- verjar leika á heimavelli og slíkt hefur gífurlega mikið að segja fyrir þá. Svisslendingar hafa lagt mikið í handknattleikinn eins og Spánverjar á undanförnum árum, en þessi lið hafa þó ekki náð eins langt í handknattleiknum og þjóð- ir A-Evrópu og ég hef ekki trú að t.d. Spánn geri stóra hluti á Ólympíuleikunum. — Það gegndi öðru máli ef ísland hefði gert eins mikið til uppbyggingar íþróttarinnar og Spánverjar hafa gert, þá gæti ísland gert stóra hluti í alþjóð- legum handknattleik. Handknatt- leikur á vel við íslenzka íþrótta- menn, þeir hafa þetta í sér. En meðan fræðslustarfseminni er ekki sinnt meira en á undanförn- um árum og skipulagt unglinga- starf er ekki ræktað verðið þið ekki stórveldi. Þið getið haldið áfram að vera miðlungsþjóð í handknattleik, en ekki náð því að komast í hóp þeirra 8 beztu. Til þess þarf mikið átak hjá ykkur. Á.I.J. < .. 0 Janus Cerwinsky í HSÍ-jakkanum eftir sætan sigur í b-keppninni í Austurríki. Með honum á myndinni er Birgir Björnsson þáverandi formaður landsliðsnefndar HSÍ og í haksýn má sjá íslenzka áhorfendur, sem flykktust til Austurríkis til að fylgjast með keppninni. (Ljósm. RAX). — í sumar verður hópurinn síðan minnkaður, en þó ekki fyrr en eftir nokkra landsleiki. Frá því í maí og fram að ÓL leikum við síðan 35—40 landsleiki og flesta á alþjóðlegum handknattleiksmót- um. Síðan verður landsliðshópur- inn valinn um mánuði fyrir sjálfa leikana, en til Moskvu fara aðeins 12 leikmenn, samkvæmt sérstök- um reglum, sem gilda fyrir Ólym- píuleika. — Ykkur íslendingum finnst þessi undibúningur kannski mikill og vissulega er hann meiri, en þið eigið að venjast. Hjá Pólverjum er þetta þó ekki meiri undirbúningur en gengur og gerist hjá þjóðunum í A-Evrópu og nauðsynlegur til að halda sér meðal þeirra beztu í heiminum. Þið íslendingar gætuð lært ýmislegt af því hvernig beztu þjóðirnar haga undirbúningi sín- um, en hjá ykkur held ég að tilviljanir ráði ráði alltof miklu um árangur. — Eiga Pólverjar mögu- leika á að verða Ólympíu- meistarar í handknattleik? — Við hljótum að eiga mögu- leika á því þar sem við höfum verið mjög framarlega í mörg ár, en þó veit ég að fáir reikna með að við náum alla leið á efsta þrep verð- launapallsins í Moskvu. Það sem mér er efst í huga núna er að ná Klempel upp úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í. í Póllandi er mikið til af stórgóðum handknatt- leiksmönnum, en í heiminum er ekki til nema einn Jerzy Klempel. Við þurfum að hafa hann alveg á toppi í Moskvu og þá gætum við gert stærri hluti en áður. — Klempel leikur með Slask og það er ekki aðeins hann, sem hefur verið frá sínu bezta í vetur — heldur allir leikmenn liðsins. Leik- mennirnir eru flestir orðnir gaml- ir á mælikvarða handknattleiksins og þeir hafa unnið til nær allra þeirra verðlauna, sem þeir hafa átt möguleika á og til flestra þeirra oftar en einu sinni. Metnað- urinn er því ekki hinn sami og áður og leikmenn ekki eins fúsir að leggja sig alla fram. Þjálfarinn sem tók við af Bogdan Kolwalsky er góður þjálfari, en hann er of linur við þessa reyndu leikmenn og nær því ekki þeim árangri, sem grimmari menn myndu e.t.v. ná. Hjá Slask verður ekki breyting fyrr en liðið hefur verið endurnýj- að, en Slask er nú í 8. sæti í pólsku 1. deildinni. Við verðum að vona að þjálfunin með landsliðinu dugi til að ná Klempel upp úr öldudalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.