Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Lóðin nr. 12 við Aðalstræti til sölu: Eigendunum allar bjargir bannaðar —segir Þorkell Valdimarsson Eigendur lóðarinnar að Aðal- stræti 12 hafa nú auglýst hana til sölu, og er óskað eftir tilboðum í lóðina, að því er Þorkeil Valdimars- son, einn eigendanna sagði í sam- tali við Mbl. í gær. Að sögn Þorkels er lóðin nr. 12 við Aðalstræti alls 266 fermetrar og metin á 59 milljónir og 950 þúsund kr, eða hver fermetri á 225.375 krónur. Þorkell nefndi til saman- burðar að lóðin nr. 6 við Aðalstræti, sem Morgunblaðshúsið stendur á, er alls 926 fermetrar en matið 164 milljónir 939 þúsund eða 178.120 kr. hver fermetri. A þeirri lóð hefði hins vegar verið heimilað að byggja 7 hæða hús til tekjuöflunar en á lóðinni nr. 12 hins vegar mætti ekkert gera. Þorkell upplýsti, að fasteigna- skattar og eignaskattar af Aðal- stræti 12 næmu nú 1 milljón 476 þúsund krónum en tekjur af þessari lóð hefðu á hinn bóginn verið leiga á 8 bílastæðum á 6.500 kr. hvert stæði eða samtals 624 þúsund krónur. Rekstrartap á síðasta ári hefði því numið 852 þúsundum króna. þorkell nefndi einnig sem dæmi matið á Fjalakettinum nr. 8 við Aðalstræti. Lóðin væri þar alls 696 fermetrar og matið 131 milljón króna eða 188.218 kr. hver fermetri. Brunabótamat húsins er hins vegar 119 milljónir, þannig að heildarverð- mæti þessarar eignar er þannig um 250 milljónir króna. Fasteignaskattar af Fjalakettin- um námu kr. 2.271.000, eignaskattar 1.766.454 kr. og 1,4% eignaskatts- auki kr. 2.040.000 þannig að alls námu opinber gjöld af eigninni 6.077.454 kr. en hins vegar kvað Þorkell Valdimarsson tekjur af þessari sömu eign hafa numið 3.476.000 og þess vegna væri rekstrartapið af eigninni 2.601.454 krónur. Að sögn Þorkels sótti hann um leyfi til borgaryfirvalda um að fá að rífa Fjalaköttinn en fékk synjun fyrr í þessum mánuði og kom þar fram að verið væri að vinna að skipulagi þessa svæðiðs af hálfu Þróunarstofnunar, en Þorkell kvaðst ekki vita annað en stofnunin væri forstöðumannslaus þessa stundina og allt málið svifi í lausu lofti af þeim sökum. Raunar kvaðst Þorkell vilja fullyrða, að skipulags- mál gamla miðbæjarins eða „kvos- arinnar" hefðu verið meira og minna í deiglunni síðustu hálfa öldina og lagði hann fram bréf frá því 23. febrúar 1944 þar sem Silli & Valdi óska eftir því að skipulagi Aðalstrætis verði hraðað, þar sem þeir hyggi þar á byggingu stórhýsis, sem aldrei varð þó úr vegna þess að skipulag lá ekki fyrir. Nú undanfar- in 6 ár hefði síðan Þróunarstofnunin haft Kvosina og Grjótaþorpið til meðferðar en ekkert miðaði. Þorkell Valdimarsson gat þess ennfremur varðandi Fjalaköttinn, að hann hefði í júní í fyrra skrifað slökkviliðsstjóranum í Reykjavík bréf og óskað umsagnar hans um brunahættu af völdum þessa gamla húss ef ráðist yrði í að stórauka starfssemina í því húsi, eins og umræður voru uppi um, með tilliti til nálægðarinnar við Morgunblaðs- húsið. Slökkviliðsstjóri hefði vitnað í skýrslu frá því um 1970 um sambrunahættu húsanna nr. 6,8 og 10 við Aðalstræti en síðan kom fram í umsögn slökkviliðsstjóra að hann teldi ekki koma til greina að auka starfssemina innan veggja hússins, þrátt fyrir ailar endurbætur, í þeim mæli sem þá voru til umræðu, m.a. að breyta Fjalakettinum í æskulýðs- höll. Þorkell minnti í þessum sambandi á, að hann hefði boðið þessa eign til JWartJimblotdö sölu í fyrra og óskað eftir tilboðum. Nokkrir aðilar hefðu þá sýnt áhuga á eigninni, en síðan fallið frá áform- um í þessa veru þegar þeir höfðu kynnt sér möguleikana á því að fá byggingarleyfi á lóðinni. Þorkell sagði því að niðurstaðan yrði alltaf hin sama, eignin gæti ekki talizt ráðstöfunarfær, þar sem eigendum væru allar bjargir bannaðar og þeim í reynd gert ókleift að selja þessar eignir sínar á sama tíma og þeir yrðu að greiða hæstu skatta og skyldur af þessum eignum, sem þekktust í Reykjavík, jafn óarðbær- ar og þær væru. Ekki bara okkar stolt. . heldur líka þitt. ‘ Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur, nœst þegar þú þarft á húsnœði að halda fyrir brúðkaup, fermingu, árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SlMI 21011 % x 2 c> og húsið er á grunninum! . .. en kostir einingarhúsa frá BYGGINGARIÐJUNNI HF eru fleiri: Fleiri stæröir og geröir grunnmynda fygirliggjandi. 1) ÚTLIT húsanna er stílhreinna og íburð- armeira heldur en almennt gerist hér á landi. 2) BYGGINGARTÍMI styttist þar sem hægt er að vinna við húsgrunninn samtímis því sem einingarnar eru framleiddar og síðan er húsið reist á 1—2 dögum. 3) BYGGINGARKOSTNAÐUR lækkar ótvírætt samkvæmt feng- inni reynslu af einingarhúsum. Aflað verður hagstæðra tilboða í sem flesta verkþætti og efnisliöi (gler, glugga, ofna o.fl.) og kaup- endum gefinn kostur á að ganga inn í tilboðin 4) ÚTVEGGIR eru steyptir í einingum í stálmótum með sléttri eða mynstraðri áferð. Þeir eru með innsteyptri 3" einangrun og grófpússaðir undir málningu að innanverðu. Þá eru gluggakarmatr innsteyptir. Gerð útveggja tryggir að steypusprung- ur myndast ekki, enda hefur 10 ára reynsla hér á landi sýnt, að út- veggir af þessari gerð standast vel íslenskt veðurfar. 5) ÞAKPLÖTUR eru úr steinsteyptum einirtgum sem hindrar að eldur geti komist i þak og eru tilbúnar undir málningu að neðanverðu 6) LAGNIR Vatns- og hitarör úr eir svo og raf- magnsrör eru felld inn í einangrun útveggja. Eirrör hafa þann kost fram yfir stálrör, að tæringarhætta er litil sem engin. 7) FYRIRHÖFN BYGGJANDANS minnkar stórlega þar sem út- veggja- og þakeiningarnar koma tilþúnar. Það sem eftir er að lokinni reisingu og frágangi þaks, er að- gengileg innivinna óháð veðurfari. 8) EININGAR UR STEINSTEYPU er varanlegt og traust byggingar- efni ef það er notað á réttan hátt. Ath.: Enn eru örfá hús til ráðstöfunar í fyrstu afgreiðslu. Þeir lóðarhafar sem vilja komast Þar að hafi sem fyrst samband við skrifstofuna. Hagkvæmur byggingarmáti — íslenskur iðnaður BYGGINGARIÐJAN HF BREIÐHÖFÐI 10 - 110 REYKJAVÍK SIMI3 66 60 P.O.BOX 1223

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.