Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 „Treystum samstöðu og vináttu við vestræn- ar lýðræðisþjóðir” 9 Avarp Guðmundar H. Garðarssonar við setningu ráðstefnu SVS 10. marz sl. — Atlantshafsbandalagið — Friður í 30 ár Ég býð ykkur velkomna til þess- arar ráðstefnu, sem samtök um vestræna samvinnu efna til í tilefni þess, að um þessar mundir eru 30 ár liðin frá stofnun Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins. Bandalag þetta var stofnað til þess að halda uppi friði og reglu í heiminum, og þá fyrst og fremst á því heimssvæði, sem ríki þess taka yfir. Segja má, að það hafi tekizt í stórum dráttum, hvað yfirráða- svæði Atlantshafsbandalagsrikj- anna sjálfra áhrærir. Nokkrir inn- byrðis hagsmunaárekstrar hafa átt sér stað á þessu 30 ára tímabili. Er það i sjálfu sér skiljanlegt, þegar haft er í huga, að bandalagið er myndað af 15 ríkjum með tæplega 600 milljónir íbúa. Sérhvert banda- lagsríki á sér ákveðna forsögu, hagsmuni og hefðir, sem við ákveðnar kringumstæður getur verið efitt að aðlaga hagsmunum annarra aðildarríkja og heildar- innar, svo öllum líki. Er þetta alþekkt fyrirbrigði í samskiptum einstaklinga og stétta í lýðræðis- ríkjum. En þegar litið er yfir tímabilið í heild — 30 ár — sést, að aðildar- ríkjunum hefur tekizt að leysa innbyrðis ágreining og treysta frið og frelsi þeirra þjóða, sem mynda Atlantshafsbandalagið. Framsókn og frekari valdataka kommúnista í Evrópu var stöðvuð við stofnun Atlantshafsbandalagsins 4. apríl 1949. Undir öruggri forustu Bjarna Benediktssonar, þáverandi utan- ríkisráðherra, sameinuðust lýðræð- isfiokkarnir þrír, Alþýðuflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn um það á Alþingi, 30. marz 1949, að Island skyldi gerast stofnaðili að Atlants- hafsbandalaginu. Þegar umræður fóru fram um þessi mál á Alþingi í marz 1949, sýna ummæli Bjarn_ Benediktsson- ar glöggt mikla framsýní og djúpan skilning á framtíðarhagsmunum og öryggi íslenzku þjóðarinnar í vá- lyndum heimi, þegar hann segir: „Meginþorri íslendinga er stað- ráðin í að taka þátt í þessum Þetta voru orð að sönnu. Þá sem nú sameinast lýðræðis- flokkarnir þrír um þessa stefnu í varnar- og öryggismálum. Þessi ráðstefna er liður í því að árétta þessa samstöðu sem skiptir sköpum fyrir frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Við höfum fengið hina færustu menn úr röðum stjórnmálamanna, embættis- og blaðamanna ásamt sagnfræðingi til að fjalla um þessi mál. Þeir munu ræða um fortíð, nútíð og framtíð. Framlag þeirra og ykkar í mótun og framkvæmd stefnu Islands í varnar- og öryggis- málum er mikilsvert. Þá er það hlutverk okkar að sjá til þess að þjóðin haldi vöku sinni í þessum efnum. Andvaraleysi í utanríkis- og varnarmálum er vatn á myllu þeirra, sem vilja vestrænt borgara- legt lýðræði feigt. Minnugir þessa stöndum við vörð um þjóðlegar hefðir og hefðbundið þingræði, Samtímis treystum við samstöðu og vináttu við vestrænar lýðræðis- þjóðir. Að svo mæltu segi ég þessa ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu — Atlantshafsbandalag- ið — friður í 30 ár — setta. Björn Bjarnason: Ráðstefnan sýndi og staðfesti samstöðu lýðræðisflokkanna „ÞÁTTTAKA var mjög góð og góður rómur var gerður að máli manna,“ sagði Björn Bjarnason, skrifstofustjóri, en hann stjórnaði ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu, sem haldin var um helg- ina. Björn sagði, að flutt hefðu verið fróðleg erindi, sem ætlunin væri að gefa út sérstaklega síðar. „Ráðstefn- an sýndi samstöðu þeirra þriggja flokka, sem ávallt hafa stutt aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Flokk- arnir sýndu samstöðu og staðfestu," sagði Björn Bjarnason. Guómundur H. Garðarsson: Umræðumar voru hafn- ar yfir allt dægurþras „RÁÐSTEFNAN tókst mjög vel og þar voru fluttar frábærar fram- söguræður,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, f samtali við Morgunblaðið í gær. „Umræður voru góðar og gagnlegar, svo sem vera ber, þegar fjallað er um utan- rfkismál. Einkenndust umræður manna af raunsæi og skilningi á þessum málum.“ Guðmundur kvað þá menn, sem tekið hefðu til máls, hafa rætt varnarmálin og aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu með þeim hætti, að umræðurnar hefðu verið hafnar yfir allt dægurþras, án til- finningavellu. Þannig sagði hann að ætti að ræða þessi mál og þannig væri það gert meðal annarra þjóða. Frá ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu: Frá vinstri Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri, Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Einar Ágústsson, alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, og Björn Bjarnason ráðstefnustjóri. í ræðustól er Benedikt Gröndal utanríkisráðherra. _ ljísib: ói.k.m. Séð yfir ráðstefnusalinn. Hermann Bridde gefandi ræðupúltsins ásamt Guðmundi H. Garðars- syni, formanni stjórnar Samtaka um vestræna samvinnu, við gjöfina, sem er úr völdum palisander og völdu fslenzku birki. Gaf vandað ræðupúlt HINN 9. marz síðastliðinn gaf Hermann Bridde, bakarameistari, Samtökum um vestræna sam- vinnu og Varðbergi ræðupúlt að gjöf með þeirri ósk að félögin notuðu það á fundum, þegar fjall- að væri um málefni Atlantshafs- bandalagsins. Ræðupúltið er smíðað af Guð- mundi Ó. Eggertssyni, formanni prófnefndar í húsgagnasmíði, úr völdum palisander. Sveinn Ólafs- son myndskeri skar merkið í valið íslenzkt birki. Með þeirri ósk, að takast mætti að auka skilning landsmanna á Atlantshafsbanda- laginu og að það kæmi að góðum notum á fundum, afhenti Hermann Bridde púltið stjórn Samtaka um vestræna samvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.