Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 29 Sinfónían og samkór Menntaskólans við Hamrahlíð flytja krýningarhátiðarsöng Ilándels í Iláskólabíói í gær. SjSjL *A#gHB|raÉ rm* ‘ ' Á jjHpi ÁW j gwgfiMljjr * § y** tM ** l, jr^ - * ÍisfÉ tjm |f§ 1 fe wjt | t f r " ’r \ l JSR ■L 4 9BP rF ><«jf J ► W&m > ■■ 1 i Mm far.Jp , B ífm1 B y j,, „ . , VWBtkÆ. Krýningarhátíðarsöngur Handels á skólatónleikum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands og .kór skipaður 101 nemanda Menntaskólans við Hamrahlíð fluttu á skólatónleikum í gær krýningarahátíðarsöng fyrir kór og hljómsveit eftir Handel. Fyrstu tónleikarnir voru í Hamrahlíðarskóla í gærmorgun og eftir hádegið voru tónleikar fyir nemendur annarra menntaskóla í Reykjavík í Háskólabíó. Á miðvikudag verða tvennir tónleikar á Akranesi og á föstudag tónleikar í Hafnarfirði. Þorgerður Ingólfsdóttir, söngstjóri Kórs Hamra- hlíðarskóla hefur æft meðlimi tveggja kóra, sem starfa í menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir þessa tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni, en Frakkinn Jacquillat er stjórnandi tónleikanna. Á miðvikudags- kvöld heldur Kór Hamrahlíðarskólans sjálfstæða tónleika á Akranesi. Spassky og Friðrik gerðu jafntefli Miinchen AP FRIÐRIK ólafsson og Spassky sömdu um jafntefli eftir 33 leiki í 13. umferð skákmótsins í Miinchen í gærkvöldi og skák Guðmundar Sigurjónssonar og Pfleger lauk einnig með jafntefli. Hiibner var efstur á mótinu í gærkvöldi með 8,5 vinninga úr 12 skákum. Anderson hafði 7,5 vinninga úr 11 skákum og Spassky 7 vinninga úr 11 skákum. Næstur Spassky er Balashov með 6 vinninga og biðskák úr 11 skákum, Stean og Unzicker eru með 6 vinninga úr 10 skákum, Pachman er með 5,5 vinninga og biðskák úr 11 skákum, Friðrik Ólafsson er með 5,5 vinninga úr 11 skákum, Pfleger er með 5,5 vinninga úr 10 skákum, Robatch 5 vinninga og biðskák úr tíu skákum, Guðmundur Sigurjóns- son er með 5 vinninga úr tólf skákum, Lieb er með 4 vinninga og biðskák úr 10 skákum, Lau er með 3,5 og biðskák úr 12 skákum og Dankert er með einn vinning og biðskák úr 11 skákum. Friðrik Ólafsson sat yfir í báðum umferðum helgarinnar. Guðmundur Sigurjónsson tefldi við Dankert í 11. umferðinni á laugardag og lauk skákinni í gær með sigri Guðmundar eftir að hún hafði farið þrisvar í bið. A sunnu- dag tefldi Guðmundur við Pach- man og sömdu þeir um jafntefli eftir 12 leiki. Það bar til tíðinda í 12. umferð, að Stean var kominn með vinningsstöðu gegn Spassky en lék ónákvæman biðleik og lauk biðskákinni með jafntefli. Spassky sagði fyrir biðskákina að ef biðleikur Steans reyndist bezti leikurinn, þá myndi hann gefa skákina án frekari teflmennsku. NýttFellíflota Sambandsins HIÐ síðara af tveimur skipum, sem Skipadeild Sambands ísl. samvinnuféaga hcfur fest kaup á, kom til Reykjavíkur í morgun. Hefur skipinu verið gefið nafnið „nelgafeir. Eins og skýrt var frá á sínum tíma festi Skipadeild SÍS kaup á þessum skipum í nóv. s.I. Eru þetta hvort tveggja almenn flutninga- skip og eru keypt af útgerðarfélag- inu Mercandia í Kaupmannahöfn. Þetta eru systurskip, sem smíðuð voru 1974 og 1975 hjá Fredriks- havn Værft og Tördok A/S í Fredrikshavn, ög eru þau hvort um sig 3050 lestir að burðargetu. Skipin eru hvort um sig með þremur Liebherr-farmkrönum, með Becker-stýri og skiptiskrúfu. Lestarrými Helgafells er 134.250 rúmfet, það er búið 2000 hestafla dísilvélum og er ganghraði skips- ins 13 sjómílur. Skipið er búið þeim nýjungum, að hægt er að koma fyrir og tengja frystigáma í lestum. Þannig er hægt að flytja út um 100 tonn af frystum fiski í I.jósm. Mbl. Kristján Axel Gíslason forstjóri Skipadcildar S.Í.S. og Reynir Guðmundsson skipstjóri á nýja Hclgafellinu í brú skipsins í Reykjavíkurhöín í gær. Hið nýja skip Sambandsins, Helgafell, þar sem það liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Flugdeilan: Sjáum ekki tilgang með að boða fund — segir Guðlaugur Þorvaldsson einu. Gámfestingar eru á dekki og hlífðarlistar eru á hliðum með tilliti til ísl. hafnaraðstæðna. Með þessum breytingum var kaupverð skipanna beggja 1,34 milljarðar á núverandi gengi. Gamla „Helga- fellið“ er nú til sölu og hugsanlegir kaupendur eru nú að skoða það í Miðjarðarhafshöfnum. ' Fastar áætlunarsiglingar Helgafells verða til Kaupmanna- hafnar og Gautaborgar. Ahöfn skipsins er 15 manns og skipstjóri er Reynir Guðmundsson en yfirvélstjóri er Baldur Sigurgeirsson. ÚD/HH. SÁTTANEFND hefur skilað skýrslu til Magnúsar H. Magnús- sonar félagsmálaráðherra um stöðuna í deilu Flugleiða og flug- manna F.I.A. og sagði Guðlaugur Þorvaldsson einn sáttarnefndar- manna í samtali við Mbl. að nefndin sæi ekki að svo komnu máli neinn tilgang í að boða fund. Kvað Gunnlaugur nefndina hafa lagt það í hendur ríkisstjórnarinn- ar hvert yrði næsta skref í málinu, hvort nefndin tæki það áfram til meðferðar eða hvort ríkisstjórnin tæki við þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.