Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Lmstæðuaukning 45,5% 1700 einstaklingar fengu ný Innstæðuaukning í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis nam á sl. ári 45,5% og námu heildar- innstæður rúmlega 3 milljörðum króna um síð- ustu áramót. Utlánaaukning nam um 48% og fengu samtals um 1700 einstaklingar ný lán hjá Sparisjóðnum á sl. ári. Umsvif Sparisjóðsins jukust meira á sl. ári en nokkru sinni fyrr í 47 ára sögu hans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is og fer hún hér á eftir: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hélt aðalfund sinn laugardaginn 3. marz s.l. Stjórnarformaður Jón G. Tómasson hrl., flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár og Baldvin Tryggva- son, sparisjóðsstjóri, lagði fram og skýrði ársreikninga sparisjóðsins. Starfsemi sparisjóðsins efldist mjög á liðnu starfsári og umsvif hans jukust meira en nokkru sinni í 47 ára sögu sjóðsins. Þannig fjölgaði þeim einstaklingum, sem stöðugt skipta við sparisjóð- inn með innlánsviðskipti sín á sparisjóðsbókum, vaxta- aukareikningum og ávísana- reikningum um rúmlega 50%. Innstæðuaukning varð um kr. 961 millj. eða 45.5% og voru heildarinnstæður spari- sjóðsins komnar í 3.074 millj. um s.l. áramót. Hafa innstæður sparisjóðsins þá þrefaldast á þremur árum. Hlutfallslega hefur aukn- ingin orðið mest á vaxta- aukareikningum sem meira en tvofölduðust á árinu og á ávísanareikningum sem juk- ust um 61%. I samræmi við vaxandi, umsvif sparisjóðsins varð heildarútlánaaukning mikil eða um 48%. Samtals fengu 1700 einstaklingar ný lán hjá sparisjóðnum á árinu á móti um það bil 1000 á árinu 1977. Heildarútlán voru í árslok kr. 2.162. millj. en þar af voru veðlán út á íbúðir um kr. 1.930 millj. Fjöldi slíkra lána var þá um 5000 talsins en aðrir lántakendur voru um 600. Meginhluti lánveitinga sparisjóðsins eru lán út á eldri og nýrri íbúðir í Reykja- vík og nágrenni, en það nær nú til íbúða á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Garðabæ, Mos- fellshreppi og Bessastaða- hreppi. Þeir, sem hafa reglubundin innlánsviðskipti við spari- sjóðinn sitja fyrir veitingu íbúðarlána, sem geta verið til þriggja eða fimm ára og fer lánsfjárhæðin eftir brúttó- rúmmetrafjölda íbúðarinnar. Lánin geta verið um kr. 900.000.— út á íbúð allt að 300 rúmmetrum og kr. 3000 — 4000 á hvern rúmmetra umfram þá stærð. Einnig kaupir sparisjóð- urinn lægri óveðtryggða víxla til skemmri tíma af við- skiptavinum sínum. Lausafjárstaða sparisjóðs- ins gagnvart Seðlabanka íslands var mjög góð allt árið og í árslok nam innstæða á viðskiptareikningi kr. 288.4 millj. A árinu lenti sparisjóð- urinn aldrei í yfirdrætti hjá Seðlabankanum fremur en áður. Bundið fé sjóðins í Seðlabankanum jókst úr kr. 441.6 millj. í kr. 635.5 millj. eða um 43.9%. Þannig námu heildarinnstæður sjóðsins hjá Seðlabankanum í árslok um kr. 929.9 millj. Tekjur sparisjóðsins jukust meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og urðu samtals 723.4 millj. og eru það rúm- lega tvöfalt meiri tekjur en árið á undan. Á sama hátt tvöfölduðust vaxtagjöldin og urðu samtals kr. 491.9. millj. Rekstrarhagnaður varð mjög góður á árinu eða um kr. 96.7 millj. Tekjuafganginum var ráðstafað í varasjóð og nem- ur nú eigið fé sparisjóðsins kr. 486.7 millj. í þeirri upp- hæð er bókfært verð húseign- ar sparisjóðsins, Skólavörðu- stígur 11, sem reikningsfærð er á fasteignamati húss og lóðar að upphæð kr. 309. millj. Á aðalfundinum kom fram að bankaeftirlit Seðlabankans hafði farið fyrri hluta árs 1978 yfir allt bókhald sjóðsins og athugað alla starfssemi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis eins og því ber skylda til samkvæmt lögum. í niðurstöðum skýrslu þess var m.a. tekið fram, að Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis væri tvímælalaust í hópi traustustu innláns- stofnana landsins. lán Stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis er þannig skipuð, að ábyrgðarmenn sjóðsins kjósa á aðalfundi þrjá menn í stjórn en Borgar- stjórn Reykjavíkur kýs tvo menn. Á fundi borgarstjórn- ar þ. 1. marz voru kosnir Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi og Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóri. Á aðalfundi sparisjóðsins hlutu kosningu Jón G. Tómasson, hrl., Hjalti Geir •Kristjánsson forstj. og Sigur- steinn Árnason, húsasmíða- meistari. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: Jón G. Tómasson, formaður, Ágúst Bjarnason, varaformaður. Sigursteinn Árnason, ritari. Löggiltur endurskoðandi sparisjóðsins hefur frá upp- hafi verið Björn Steffensen, en borgarstjórn hefur kosið endurskoðendur til eins árs þá Eyjólf R. Árnason og Runólf Pétursson. Sparisjóðsstjóri er Baldvin Tryggvason. Frá vinstri: Jón G. Tómasson, stjórnarformaður, Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, Birgir ísl. Gunnársson, fundarstjóri, Björn Bjarnason, fundarritari. Frá aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.