Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 17 þangað í hlutverki hermanns. Ég gat fljótlega skrifað henni eftir að hingað kom, að mér hefði verið tekið sem væri ég glataði sonur- inn! Þannig var það í rauninni. Ég kom því aftur til íslands. Kom ég með skipalest sem sigldi inn í Hvalfjörð í marzbyrjun 1942. Nokkrum dögum seinna var skip- inu siglt inn á Reykjavíkurhöfn og sté ég þá í fyrsta skipti fæti í Reykjavík, síðan ég hafði farið til Ameríku rúmlega 30 árum áður. Síðan má segja að ég hafi verið hér á landi með nokkrum mislöngum hléum. Hófst nú hinn samfelldi her- mennskuferill Ragnars. Þegar hér er komið sögu er hann byrjaður að feta sig upp eftir stiganum og var orðinn lautinant. Yfirmaður hans var fyrsti ameríski landhershöfð- inginn á Islandi, Charles Bonesteel að nafni. Hann hafði komið nokkru áður til landsins, og það var hann, sem tók við hervernd þess af Bretum. Til íslands — Þegar ég var kominn hér í land fórum við í herbúðir, sem voru inni í Sogamýri, þar sem nú eru Iðngarðar. Hét sú herstöð til þeirra (Bandamanna), því nú þegar þeir færu kvaðst hann þora að fullyrða að samstaðan með Bandamönnum væri 95 prósent meðal íslendinga. Annars get ég ekki sagt þér hasarsögur frá stríðsárunum hér. Þær komu ekki til minna kasta, það voru mál lögreglunnar, herlög- reglunnar og svo ísl. lögreglunnar. — Var lið Bandaríkjamanna hér fjölmennara en landsmenn sjálfir á þessum árum? Ég heyrði og sá það í blöðum að slíkt var fullyrt. Ég tel mig vita að svo hafi ekki verið. — Að vísu voru þess dæmi að í herbúðum úti á landi hafi hermenn verið upp undir það og jafnvel aðeins fleiri en íbúar viðkomandi sveitarfélags. Dettur mér þá einna helzt í hug Reyðarfjörður og Siglufjörður. En heildarmannaflinn í land- og flug- her þegar flestir voru hér samtím- is hefur verið tæplega 35.000 og langsamlega flestir hér í Reykja- vík og í herbúðum og spítölum í nágrenni Reykjavíkur og auðvitað á Keflavíkurflugvelli. — Kynntist þú Bonesteel hers- höfðingja? Það var ekki mikið. — En þó nóg til þess að mér er óhætt að fullyrða að hann hafi verið Islend- ingum mjög- velviljaður í öllum samskiptum hersins við yfirvöld var Ragnar beðinn um að vera hér eftir á vegum hersins til þess að ganga frá ýmsum þeim málum sem ekki hafði unnizt tími til að gera áður en herinn hvarf af landi brott. Var Ragnar þá fluttur með sitt skrifborð inn í ameriska sendi- ráðið við Laufásveg. — Það var ekki gert ráð fyrir að ég yrði hér nema um skamma hríð, sagði Ragnar. En það fór með það eins og vesturförina forðum. Það dróst og dróst og mér voru stöðugt falin ný og ný verkefni. Þegar hér er komið sögu hefur Ragnar enn verið hækkaður í tign og gerður að ofursta í fastahern- um. Árið 1952 fer Ragnar af landi brott. Hann var orðinn fjölskyldu- maður. Þau María og Ragnar höfðu gift sig hér í Reykjavík árið 1948. En Ragnar er sendur aftur til Islands á árinu 1956. — Mér er það minnisstætt m.a. fyrir það, að Þjóðviljamenn heiðruðu mig með skammargrein. Var ég á Keflavík- urflugvelli til ársins 1958. Þá fór ég vestur aftur. Var ég þá t.d. um skeið í herbækistöð einni í S-Karólínufylki en þaðan önnuð- uðumst við birgðaflutninga til rannsóknastöðva Bandaríkjanna á Suðurskautslandinu. Ég verð að segja, að ég harma það að ég kom — Um haustið á þessu sama ári vorum við hjóniri mjög að velta því fyrir okkur að setjast að í bæ einum i nágrenni Seattleborgar. Það var um jólaleytið sem við tókum að ræða það alvarlega hvort ekki væri betra að fara til Islands, dvelja þar í svo sem þrjú ár og gefa þann hátt börnum okkar, sem eru fjögur, gott tækifæri til að kynnast nú af alvöru landi og þjóð forfeðra sinna. Strax og þessi hugmynd kviknaði var aldrei aftur minnst á norðvesturhorn Banda- ríkjanna. Við komum hingað um sólstöður árið 1961. Við fluttumst í hús í Smáíbúðahverfinu. Þá strax um haustið þegar skólarnir byrjuðu fóru okkar krakkar í skóla bæjarins. Hófst nú glíma þeirra við íslenzkuna fyrir alvöru. En ég settist líka á skólabekk og tók að lesa mannkynssögu, Is- landssögu, ensku og að ógleymdri miðaldalatínu — við Háskóla íslands. Einnig las ég ísl. bók- menntir. Þar með hófust þau þrjú ánægjulegustu ár ævi minnar. Það var þó hreint ekki átakalaust fyrir mig. En svo er maður háður breytingunum, að mér sem hafði staðið stuggur af latínunni svo ekki sé meira sagt á skólaárum áratugum fyrr, naut þess að glíma við hana. Ég nefni þetta aðeins, en prófessorarnir hér við Háskóla Islands og aðrir þeir kennarar sem ég sótti tíma hjá voru mér einstaklega hjálplegir. Sumir þeirra eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Við alla þessa menn stend ég í mikilli þakkarskuld, svo og við sendikennarana. Þessi háskólaár hér í góðum félagsksap meðal kennara og samstúdenta verða mér ógleymanleg. Og Ragnar heldur áfram: — Nú fór óðum að nálgast að taka þyrfti ákvörðunina um brottför af land- inu. Þrjú ár voru senn liðin og mér hafði boðizt kennarastarf við gagnfræðaskóla vestur í Ameríku, í New Jersey. Ég var að því kominn að takast þetta starf á hendur, er þáverandi háskóla- skólans. Þar var ég svo kennari frá 1964 og þar til skólaárinu lauk sumarið 1977. Þetta urðu þrettán ár. Nú finnst mér það hafa verið 13 vikur. Á Akureyri fór ég inn á nýjar brautir í tómstundum mínum. Sótti ég kvöldnámskeið í bókbandi og einnig lét ég innrita mig í Tónlistarskóla Akureyrar. Það er þess vegna sem ég bauð þér að koma hingað á næstu jólum til að syngja með mér jólasálmana við orgelið okkar. Friðrik Bjarnason tónskáld sagði nefnilega við mig fyrir fjölda mörgum árum, að það væri aldrei of seint að læra á hljóðfæri. Af þessu hef ég haft mikla ánægju og hvíld. Og þannig mun ég geta sinnt hugðarefnum mínum hér heima á næstu árum, fengizt við bókband og leikið á orgelið. Meðal starfa minna við M.A. sem ég hafði ánægju af var að aðstoða nemendur sem hug höfðu á framhaldsnámi við skóla í enskumælandi löndum og þá ekki sízt í Bandaríkjunum eins og þú getur nærri. Hérlendis eru þessir styrkir á vegum Isl.-ameríska félagsins og í Bandaríkjunum Institute of International Education. Slíkar umsóknir útheimta mikla skriffinnsku og pappírsflóð. Stundum komst tala þessara nemenda uppí tæplega tuttugu. Margt af þessu fólki hlaut áframhaldandi námsstyrki. Næst- um undantekningalaust stóðu þessir Islendingar sig mjög vel og voru landi sínu og þjóð til sóma hvort nú heldur námiö vnr langt eða skammt. Um árabil hef ég átt sæti í stjórn Fullbrightstofn- unarinnar hér. Kona Ragnars, María, er dóttir hjónanna Sveinbjarnar Kristjáns- sonar og konu hans, Daníelínu Brandsdóttur frá ísafirði. Þau eignuðust 7 börn, allt dætur. Börn Ragnars og Maríu eru: Sólveig, kennari, Jón Sveinbjörn, starfs- maður hjá Hval hf., Ragnar Daníel, rafmagnsverkfræðingur, Ragnar á Lækjartorgi, fyrir naðan Stjórnarráöið, ásamt Lyndon B. Johnaon, er hann kom hingaö sumarið 1963. Þá var hann varatorseti Bandarikjamanna. Munu allir peir, sem á Þessari mynd eru, og fleiri sem Þar vöru nærstaddir, enn minnast Þess er Johnson kallinn gerði sár lítið fyrir og klifraði upp á annan stöpulinn i stjórnarráðahliðinu með aðstoð Ragnars og fleiri vaskra manna og ávarpaði fólkið. Ragnar var túlkur varaforsetans meðan á Þessari heímsókn hans til txejarins stóð. Ragnar í foringjabúningi ásamt Pétri Jónssyni óperusöngvara, sem er við hlið hans. Beint á móti Þeim sitja hinn heimatreegi söngvari Lauritz heitinn Melchior og kona hans. „Okkur Pétri pótti hún mjög falleg." Heimssöngvarinn var mjög skemmtilegur og viðræðugóður maður. Þeir Þekktust, Pétur og Melchior. Urðu með Þeim miklir fagnaðarfundir er peir hittust á Hotel De Gink, eins og Það hét gamla herhótelið á Keflavíkurflugvelli, sagöi Ragnar. Ég fékk Þessa mynd lénaða hjá honum. Já, vel á minnst sagði ég: Þú sem sjélfur ert maður söngvinn, pú hetur sungið hér? Jú, ekki laust við Þaö. Mér til mikillar ánægju, á Akureyri f Geysi f Kantötukórnum og f Reykjavík í Fóstbræðrum. Nú er ég f hópi hinna gömlu Fóstbræðra og við tökum lagið saman. Söngur hefur alla mfna tfð veitt mér ótal énægjustundir. En svo ég víki aftur að myndinni, sagði Ragnar, Þá stóð Þannig á ferðum heimssöngvarans Melchiors að hann og kona hans voru farpegar í flugvél á vegum ameríska flughersins. Þau komu að vestan og fóru til Kaupmannahafnar til að syngja Þar á 75 ára afmæli Kristjáns konungs tfunda. Camp Curtis eftir yfirmanni í brezka setuliöinu hér. Þar fékk ég að vita hvert verða skyldi starf mitt hér í hernum. Mér var falin umsjón með öryggisþjónustu hers- ins, einkum þó innávið og að því leyti sem að yfirvöldum hér sneri. í þessu starfi kynntist ég fljótlega ýmsum góðum mönnum. Var sam- starfið hið ákjósanlegasta í alla staði. Fyrst í stað var Reykja- víkurhöfn minn starfsvettvangur. Mér þótti einkennilegt sem ég heyrði á fundi einum með brezkum öryggisþjónustumönnum úr liði Breta hér, skömmu eftir komu mína. Þeir sögðu okkur, að þegar þeir hefðu komið til íslands hefðu nazistar átt hér svo miklu fylgi að fagna, að segja mætti að 95 prós- ent af fólkinu hefðu verið á móti þeim. Ég fékk síðar staðfestingu á þessu, því brezki yfirmaðurinn Curtis hafði nefnilega sagt við Bonesteel hershöfðingja, um það leyti sem brezku hersveitirnar kvöddu, að þeim hefði tekizt að gjörbreyta ástandinu, afstöðunni og einstaklinga. Hann var mikill séntilmaður, Bonesteel, og góður hermaður. Það var mjög heppilegt fyrir alla að hann skyldi verða foringi þessa liðs sem hingað kom. Eins og ég sagði hér í upphafi hafði Ragnar bækistöð sína í Hafnarhúsinu fyrst eftir að hann kom. En eftir nokkra dvöl hér var hann sendur norður til Akureyrar með sína öryggismáladeild. Þar hafði hann víðáttumikið svæði sem hann hafði umsjón með. Var hann á Akureyri um árabil og var þar framundir lok heimsstyrjald- arinnar. Því má skjóta hér inn í, að bernskuslóðir hans, Seyðis- fjörður, voru innan endimarka þess svæðis, sem Ragnar hafði yfirumsjón með, en það náði frá Hrútafirði austur um og suður um til Hafnar í Hornafirði. Við stríðslok urðu eðlilega þáttaskil á hermennskuferli Ragn- ars. Hann hafði verið hækkaður í tign nokkrum sinnum og var orð- inn majór í Bandaríkjaher. Nú hófst heimflutningur liðsins og þegar honum var lokið árið 1947 því ekki við að takast ferð á hendur þangað suður. Var ég síðan í herþjónustunni það sem ég átti eftir af herþjónustutímanum, en árið 1960 fór ég á eftirlaun hjá hernum. Aftur til * Islands — Hvað tók nú við þegar þú varst ekki lengur í hernum? rektor, Ármann Snævarr, kom til mín og sagði eitthvað á þá leið, að við þyrftum líka á kennara að halda hér. En meðan þetta er í gerjun, kom hingað til Reykja- víkur þáverandi skólameistari MA, Þórarinn heitinn Björnsson. Nú skipuðust veður í lofti. Hann var kominn hingað m.a. i leit að enskukennara. Eg var ráðinn til kennarastarfa við MA. Það var vissulega gott að vera kominn aftur til Akureyrar. Frá því á stríðsárunum átti ég marga góða vini m.a. í kennaraliði og Stefán Brandur, viðskipta- fræðingur á Akureyri. Af fyrra hjónabandi á Ragnar tvö börn, David Ragnar, hann er ofursti í landgönguliði bandaríska flotans og var sendur á víg- stöðvarnar í Vietnamstríðinu, og dóttur, sem heitir Mildred Elisabeth. Hún er meinatæknir. Ragnar hefur BSc-próf frá Maryland-háskóla og BÁ-próf frá Háskóla íslands. Á árinu 1952 sæmdi forseti íslands Ragnar fálkaorðunni. Sv.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.