Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 27 r, • Bjarni Friöriksson, Ármanni, sýnir stööugt framfarir í júdó. Bjarni varö íslandsmeistari í opnum flokki og sigraöi í úrslitaglímunni Svavar Carlsen og er þaö í fyrsta skipti í 7 ár sem Svavar tapar viðureign hér á landi. íslandsmótið í iúdó: Svavar tapaói í fyrsta skipti i sjö ár SÍÐARI hluti íslandsmótsins í júdó var háður í íþróttahúsi Kennaraháskólans sunnudaginn 11. mars. Var þá keppt í opnum flokki karla, opnum flokki kvenna og í flokkum unglinga. Viku áður var keppt í þyngdar- flokkum karla, sjö að tölu. Urslit í keppninni s.l. sunnudag urðu sem hér segir: Opinn flokkur karla: 1. Bjarni Friðriksson Árm. 2. Svavar Carlsen JFR 3. Benedikt Pálsson JFR Sigurður Hauksson UMFK Keppendur voru 11 og voru margar viðureignir mjög harðar og tvísýnar. I úrslitum vann Bjarni með 3 stigum (koka), og þetta er í fyrsta sinn í 7 ár sem Svavar tapar viðureign hér á landi. Opinn flokkur kvenna 1. Þóra Þórisdóttir Árm. 2. Ásgerður Ólafsdóttir ÍBA 3. Anna Líndal Árm. Magnea Einarsdóttir Árm. Þóra vann einnig í fyrra, og hafði allgóða yfirburði núna. Unglingar. Þungavigt 1. Þorsteinn Hjaltason ÍBA 2. Finnbogi Jóhannessson, Reyni 3. Kristján Valdimarsson Árm. Þorsteinn er einn af efnilegustu júdómönnum sem hér hafa komið fram í unglingaflokki og sýndi góða tækni ásamt krafti og snerpu. Finnbogi sýndi einnig mjög góð tilþrif en er ekki í eins góðri þjálfun og Þorsteinn. Báðum þessum piltum er óhætt að spá glæsilegri framtíð ef þeir halda áfram að æfa vel. Millivigt 1. Arnar Daníelsson UMFG 2. Kristján Guðmundsson, Reyni 3. Kristinn Hjaltalín Árm. Piltarnir úr Grindavík voru sigursælir sem oft áður. Léttvigt 1. Gunnar Jóhannesson UMFG 2. Halidór Jónasson Árm. Loksins fengu Þórarar feik Loksins, loksins fékk hand- boltaáhugafólk í Vestmannaeyj- um að sjá leik. Á sunnudaginn gaf til flugs til Eyja og þá mætti Stjarnan til leiks í 2. deild við Þór, en sennilega hafa þeir Stjörnumenn óskað þess eftir leikinn að ófært hefði verið þann daginn. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik, þar sem Stjarnan hafði lengst af eitt mark yfir, hrundi leikur liðsins til grunna og fá- dæma klúður og fát lagðist yfir liðið sem farsótt. Þórarar áttu engan stórleik, enda lítið um leiki hjá þeim að undanförnu, en engu að síður unnu þeir yfirburðasigur á Stjörnunni, 24 — 18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-10 Þórívil. Satt að segja er langt síðan Eyjamenn hafa augum borið jafn slappan handknattleik og boðið var upp á að þessu sinni: Þórarar eru því enn með í baráttunni um toppsætin tvö, en nú má Stjarnan afskrifa allar sínar vonir. Mörk Þórs: Hannes Leifsson 6, Ragnar Hilmarsson 5, Herbert Þorleifsson 4, Þór Valtýsson 4, Andrés Bridde 2, Þórarinn Ingi 2, Ásmundur Friðriksson 1 (víti). Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur Bragason 9 (5 víti), Hörður Hilm- arsson 3, Magnús Teitsson 3, Magnús Andrésson 2, Magnús Arnarson 1 mark. ,, . Keegan skoraði tvö LOKS tókst Vestur-Þjóðverjum að ljúka heilli umferð í deildar- keppninni í knattspyrnu, en langt er síðan það var síðast unnt vegna veðurs. Það var nokkuð um óvænt úrslit, ekki síst á ólympíu- leikvanginum í Miinchen, heima- velli Bayern, þar sem Armenia Bielefeld kom í heimsókn. Risinn Bayern hefur hrunið geigvænlega í vetur, þannig voru aðeins 12.000 áhorfcndur, þar sem þeir skiptu áður tugum þúsunda og fyrrum risaveldið, þrefaldur Evrópu- meistari, tapaði á hcimavelli sinum fyrir Bielefeld 0—4. Klaus Eilenfeldt skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, á 18. og 23. mínútu. í siðari hálfleik minnkuðu ekki yfirburðir Bielefeld nema síður sé og þeir Graul og Schröder bættu hvor sínu markinu við. Kevin Keegan skoraði tvívegis þegar Hamburger vann Herthu á útivelli. Þá hefur kappinn skorað 8 mörk á keppnistímabilinu. Keegan náði forystunni fyrir Hamburger á 13. mínútu og á 65. mínútu bætti Memmering öðru marki við. Erich Beer minnkaði muninn skömmu síðar, en rétt fyrir leikslok inn- siglaði Keegan sigurinn með öðru marki sínu. Efsta liðið Kaiserslautern bætti stöðu sína með því að sigra á sama tíma og Stuttgart sem er í öðru sæti varð að gera sér að góðu jafntefli á heimavelli. Klaus Topp- muller skoraði sigurmark Kaisers- lautern gegn Brunswick. Harald Nickel jafnaði fyrir Brunswick, eftir að Biregel hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Kaisers- lautern. Kelsch skoraði fyrir Stuttgart snemma léiks gegn Dortmund og lengi vel leit út fyrir að mark hans myndi nægja til sigurs. Nokkru fyrir leikslok skor- aði hins vegar Schneider fyrir gestina og þar við sat. • Kevin Keegan var í stuði um helgina, skoraöi tvö mörk gegn Berlínarliöínu Herthu. Frankfurt hékk í fjórða sætinu með því að vinna góðan sigur gegn Mönchengladbach á útivelli. Bruno Pezzey, Bernd Hölzenbein og Rudy Elsener skoruðu mörk Frankfurt, en Allan Simonsen skoraði eina mark heimaliðsins. Núrnberg lyfti sér upp af botn- inum með því að vinna góðan sigur á þjáningarbræðunum frá Darm- stadt. Weyerich náði forystunni snemma leiks fyrir Nurnberg, en á 75. mínútu jafnaði Bechtold. Leik- ur Darmstadt hrundi gersamlega síðustu mínúturnar og Szymanek skoraði þá tvívegis, auk þess sem Weyerich brenndi af vítaspyrnu fyrir Nurnberg. Werder Bremen lagaði einnig stöðu sína nærri botninum með góðum sigri gegn Schalke, sem náði 'þó forystunni í leiknum með marki Rúdiger Abramzik. Röber skoraði síðan tvívegis í fyrri hálf- leik fyrir Werder og í síðari hálfleik innsiglaði Per Röntved sigurinn. Það var geysileg barátta í leik Kölnar og Dússeldorf. Strack skor- aði fyrst á 9. mínútu fyrir Köln, en Lund jafnaði á 29. mínútu. Heinz Flohe náði forystunni á nýjan leik fyrir Köln með marki úr víta- spyrnu, en síðasta orðið átti Klaus Allofs, þegar hann skoraði síðasta mark leiksins á 46. mínútu. Úrslit leikja urðu þessi: Werder Bremen — Schalke 043—1 Bovhum — Duisburg 0—0 Stuttgart — Dortmund 1—1 Hertha — Hamburger 1—3 FC Köln — Fortuna Dússeldorf 2—2 Darmstadt — Núrnberg 1—3 Bayern Múnchen — Armenia Bielef. 0—4 Mönchengladbach — Frankfurt 1—3 Kaiserslautern — Brunswick 2—1 Kaiserslautern hefur forystu í deildinni, hefur hlotið 33 stig, og hefur lokið 22 leikjum. Stuttgart er í öðru sæti með 30 stig, eftir sama leikjafjölda. Hamburger hefur 28 stig. Darmstadt er neðst með 12 stig, Núrnberg hefur 13 stig, Duisburg 14 stig og Brunswich hefur hlotið 16 stig. Fjölmennt göngumót Reykjavíkurmótið í skiða- göngu var haidið í Skáiafelli 10. mars síðastliðinn og var þar keppt í fjórum flokkum. 20 ára og eldri gengu 20 km, 17 — 19 ára gengu 10 km, 15—16 ára gengu 7,5 km og 14 ára og yngri gengu 5 km. Urslit í flokkunum urðu sem hér segir. m(n Guðmundur Sveinnnon SFR 58,20 Brajci Jðnsson Hronn 59.40 Páll Guðb}örn.HNon Fram 60,35 Orn Jónsson Fram Páll Kristmunds8on Fram Hermann Guðbjðrnsson Hrónn Hreggviður JónsHon Hrðnn Trausti Sveinbjörnsaon Hrðnn FLOKKUR 17-19 ÁRA: Aðalsteinn Guðmundsnon Fram Guðmundur Helgason Fram Hörður Hinriksáon SFR Per Tove Miteived (gestur) FLOKKUR 15—16 ára: Sveínn Guðmundaaon SFR Daníel Helgaaon Fram FLOKKUR 14 ÁRA OG YNGRl: Árni Alfreðaaon Hrönn Guðmundur Guðmundaaon Fram Linda Helgadóttir Fram 61,48 66,04 68.13 74.11 91.18 45.44 48,32 50,37 40,55 27,95 35,29 26.31 31,22 38.31 Elnkunnagjölin Fylkir: Jón Gunnarsson 2, Jóhann Jóhannsson 1, Guóni Hauksson 1, Halldór Sigurðsson 2, Magnús Sigurösson 1, Einar Einarsson 2, Gunnar Baldursson 1, Siguröur Símonarson 2, Örn Hafsteinsson 1, Stefán Hjálmarsson 2, Einar Ágústsson 2, Kristinn Sigurðsson 1. ÍR: Jens Einarsson 3, Ingimundur Guömundsson 1, Ólafur Tómasson 1, Bjarni Bjarnason 1, Guömundur Þórðarson 1, Guöjón Marteinsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Bjarni Bessason 2, Hafliöi Halldórsson 1, Sigurður Svavarsson 3, Ársæll Hafsteinsson 1, Bjarni Hákonarson 2 HK: Einar Þorvaröarson 3, Friöjón Jónsson 2, Stefán Halldórsson 3, Kristinn Ólafsson 3, Karl Jóhannsson 2, Hilmar Sigurgtslason 1, Jón Einarsson 2. Valur: Brynjar Kvaran 3, Jón Breiðfjörö 1, Þorbjörn Jensson 1, Þorbjörn Guömundsson 1, Steindór Gunnarsson 3, Bjarni Guðmundsson 3, Jón Pétur Jónsson 3, Jón Karlsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Brynjar Harðarson 1, Gísli Rafalowich 1, Karl Jónsson 1. Vikingur: Kristján Sigmundsson 3, Steinar Birgisson 3, Ólafur Jónsson 3, Magnús Guöfinnsson 2, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Hermannsson 3, Árni Indriðason 2, Skarphéöinn Óskarsson 2, Viggó Sigurösson 4, Einar Magnússon 2, Eggert Guðmundsson 1. Fram: Guöjón Erlendsson 2, Gissur Ágústsson 2, Björn Eiríksson 1, Theódór Guöfinnsson 3, Hjörtur Þorgrímsson 1, Gústaf Björnsson 4, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannsson 2, Erlendur Davíösson 2, Atli Hilmarsson 2, Viöar Birgisson 2, Rúnar Guðlaugsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.