Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 35 Gömul sel, sem notuð eru til sumardvalar. Veggir úr trjábolum, sem höggnir eru saman á misvíxl á hornum útveggja. DfRAVEIÐAR OG ÚTILÍF Á leiðinni inn á veiðisvæðin. Kaffi hitað yfir opnum eldi. Víðáttumiklir skógar og grösug heiðalönd gera það að verkum, að dýrategundir svo sem hreindýr, hjartardýr og elgur þrífast vel hér í Noregi. Þrátt fyrir miklar vetrar- hörkur, frost og snjóþyngsli, fjölg- ar þessum dýrategundum svo mik- ið, að nauðsynlegt er að fella árlega mörg dýr. Þetta er nauð- synlegt til að hindra offjölgun, sem síðar hefði í för með sér ofbeit og eyðileggingu á trjágróðri. Fyrr á öldum héldu úlfar og birnir þessum dýrategundum niðri, en nú síðustu hundrað árin hefur stóru rándýrunum fækkað og nærri leg- ið við útrýmingu. Síðastliðið haust var heimilt að fella 12 þús. hreindýr, en þá var reiknað með að villi hreindýra- stofninn væri um 25 — 30 þús. dýr. Hér eru ekki meðtalin hreindýr þau sem Samar eiga. Gert var ráð fyrir að kjötið af veiddum skógardýrum væri um 3 þús. tonn, eða sem svarar árlegri kjötneyslu 70 þús. manns. Sé reiknað með að kjötkílóið kosti 20 n.kr. er þetta verðmæti sem svarar til 60 milljón noskra króna. Skotleyfi eru misdýr eftir því hvar á landinu er, og er þá m.a. Komið úr veiðiferð. Veiðin — tvö hreindýr. tekið tillit til þess hversu erfitt er að komast inn á veiðisvæðin. I sumum tilvikum halda dýrin sig hátt til fjalla og fjarri alfaraveg- um. Veiðileyfi fyrir hreindýr kosta nú 250 — 300 n.kr., en um 50 kr. fyrir hjartadýr. Á svörtum mark- aði hafa veiðileyfi verið seld fyrir allt að 1500 n.kr. Flestir veiðimenn reyna að kom- ast sem næst dýrunum og skjóta sjaldan af meira færi en 100 m. Sjaldan tekst að komast nær en í 30 m fjarlægð, áður en dýrin verða manns var og taka á rás. Veiiðitíminn er í sept. og okt., og geta veiðiferðir þessar stundum orðið hinar mestu svaðilfarir. Eyjólfur Guðmunds- son skrifar frá Noregi Langar göngur í misjöfnu veðri, og síðan — ef tekst að fella dýr, erfiðið við að bera kjötið til byggða. Áfengisneysla er venjuleg í þessum leiðöngrum og komið hefur fyrir að þéttkenndir veiði- menn hafi skotið á hesta og sauðfé vegna ofþreytu og ölvunaráhrifa. Uvm veiðiskap í ám og vötnum er það að segja, að bæði lax- og silungsveiði fer minnkandi, og er nú svo komið, að meginhluti af þeim laxi, sem er á markaðinum , kemur frá sjóeldisstöðvum við vesturströndina. Súr úrkoma, sem stafar af verk- smiðjureyk frá Englandi og meginlandi Evrópu, gerir ár og vötn súrari. Þetta hefur orsakað mikinn fiskdauða í sumum ám um sunnanverðan Noreg. Gegndarlaus netaveiði bæði í sjó og vötnum hefir einnig sitt að segja. Yfir vetrarmánuðina eru fjalla- ferðir og annað útilíf meira eða minna tengt skíðaíþróttinni. Norð- menn eru snillingar á skíðum, enda byrja þeir snemma að æfa sig í þeirri grein. Flest börn, sem náð hafa 5 — 6 ára aldri, eiga skíði og nota þau vel. Fyrir þá sem stunda útilíf og fjallaferðir er nauðsyn að ráða yfir a.m.k. einum fjallaskála, þar sem hægt er að dvelja um langan eða skamman tíma. Það er algengt að flestar fjölskyldur eigi slíka skála, sem kallaðir eru „hyttar". Þetta eru þá ýmist gömul sel, veiðikofar eða nýtískulegir skálar með flestum þægindum nema raf- straum og rennandi vatni. Þeir sem ekki hafa þessa aðstöðu geta gist í sæluhúsum, eða haft með sér tjald. Að vetri til grafa hörðustu fjallagarparnir sig oft í fönn, eða gera sér snjóhús. Séu góð upphit- unartæki með og hlýir svefnpokar, er hægt að láta fara vel um sig við slíkar aðstæður. árgerðirnar frá okkur Range Rover Flaggskip bílaflotans frá okkur. Þennan bíl þarf ekki að kynna. Hann hefur gert það sjálfur á holóttum vegum, í torfærum og á borgarstrætum. Fullkomnasti „jeppi“, sem framleiddur er í heiminum. Land Rover Allt frá árinu 1947 hefur Land Rover verið helsta dráttardýr og flutningatæki í sveitum landsins. Þolgóður og traustur og einn þarfasti þjónninn. Rover 3500: Vandaðasti bíllinn á markaðnum. Nánast tækniundur og það er hreinn unaður að aka honum. Þetta er bíll hinnavandlátu. Austin Mini: Þetta er bíll nútfðar og framtíðar í orku- kreppu. Fáir standast honum snúning í borgarumferð- inni. Og eyðslan er svo lítil að hæfir buddu hvers einasta manns. Allegro: Allegro er fyrir þá, sem vilja fá mikið fyrir peningana. Með framhjóladrifi og frábærri fjöðrun er hann traustur í vetrarakstri og á malarvegum. Snar í snúningum í borg og bæjum. Allegro Station: Við bendum bara á hinn venjulega Allegro. Þessi hefur meiri flutningsgetu. Allegro er að verða sá vinsælasti á markaðnum. P. STEFANSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 — SÍMI83104 - 83105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.