Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 21.45 í kvöld. Leikararnir á myndinni eru þau Angcla Richards og Christopher Neame. Sjónvarp kl. 21,45: Neðanjarðarhreyfingar í hernámslöndum Þjóðverja Dansk- sænskir feðgar með tónleika í Norræna húsinu Feðgarnir Wilhelm og Ib Lanzky-Otto, hinir þekktu dansk-sænsku tónlistarmenn, dveljast nú hérlendis í boði Nor- ræna hússins og halda tónleika. Wilhelm Lanzky-Otto var á ár- unum 1930—45 langfrægastur hornleikara í Danmörku. Að lok- inni síðari heimsstyrjöld fluttist hann með fjölskyldu sína til ís- lands og starfaði hér að tónlistar- málum í 6 ár. Þá fluttist hann til Svíþjóðar, þar sem hann skipaði sér þegar sess á meðal fremstu hornleikara og lék með beztu hljómsveitum landsins, og þar hefur sonurinn Ib fetað í fótspor föður síns. Wilhelm er einnig ágætur píanóleikari og lék oft á sumrum með Tívolíhijómsveitinni og hljómsveit danska ríkisútvarps- ins. — Feðgarnir leika í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. marz kl. 20.30 og flytja kammertónlist eftir m.a. tékkneska tónskáldið Jaroslav Kofron, Mozart, Danzi, Sylvan og Niels Viggo Bentzon. Á tónleikunum kynnir Ib nánar verkin sem flutt verða. Kammer- sveit Reykjavíkur nýtur einnig góðs af heimsókn þeirra feðga og sunnudaginn 18. marz leika báðir einleik með sveitinni í verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem samið er handa þeim og ber því nafnið WIBLO. Ennfremur leika þeir horntrió eftir Brahms. Útvarp kl. 09.05: Ný saga fyrir börnin Ný saga hefur göngu sína í þættinum Morgunstund barn- anna sem er á dagskrá hjá útvarpinu klukkan 9,05 í dag. Nefnist sagan „Stelpurnar sem struku", en hún er eftir danska höfundinn Evi Bögenæs. Geir Christensen les söguna sem Þor- lákur Jónsson þýddi. Útvarp kl. 22,50: Upplýsinga- þjónusta í þágu tækni- og raun- vísinda „í Víðsjá í kvöld ræði ég við Jón Erlendsson deildarverkfræðing um starfsemi Upplýsinga- þjónustu rannsóknaráðs sem hann veitir forstöðu,“ sagði Ögmundur Jónasson fréttamaður, en hann er umsjónarmaður Víðsjár sem hefst klukkan 22,50 í útvarpinu í kvöld. „Stofnunin er í tengsl- um við erlenda upplýs- ingabanka og aflar hún upplýsinga á sviði tækni og raunvísinda fyrir stofnanir og einstaklinga sem til hennar leita." Nýr brezkur mynda- flokkur hefur göngu sína í sjónvarpinu klukkan 21.45 í kvöld. Nefnist flokkurinn Hulduherinn og með helztu hlutverk fara þau Bernard Hepton, Jan Francis og Christopher Neame. Flokkurinn er gerður af Gerard Glaister og nefnist fyrsti þáttur „Öðru nafni Yvette". Þessi nýi myndaflokkur er í 16 þáttum, en þar sem hver þáttur er sjálfstæð heild fer eftir viötökum áhorfenda hvort allir þættirnir verða sýndir, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér. Þættirnir fjalla um starfsemi neðanjarðar- hreyfinga í hernáms- löndum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að rúmlega 3500 flugmönnum bandamanna hafi tekist að sleppa úr klóm Þjóðverja og komast undan til Bretlands með aðstoð neðanjarðarhreyf- inga í heimsstyrjöldinni síðari. Þættirnir fjalla um slíkar aðgerðir, en mjög margir flugmannanna sem á annað borð lifðu af og urðu stríðsfangar sluppu úr klóm nasista fyrir til- stuðlan hreyfingarinnar. Gerard Glaister sem gerði þennan myndaflokk stjórnaði á sínum tíma þáttunum um Colditz sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir skemmstu. Margir leikaranna í Colditz koma einnig við sögu í Huldu- hernum. Ulvarp Reykjavík ÞRIÐJUDÍkGUR 13. marz MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn. 7.25 MorKunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþuiur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geir Christensen byrjar að lesa „Stelpurnar sem struku“ eftir Evi Bögenæs í þýðingu Þorláks Jónssonar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tiikynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Sjávarútvegur og siglingar: Jónas Haraldsson ræðir við Guðmund Steinbeck og Hauk Pálson um breytingar á hafnar- rafdreifikerfum. 11.15 Morguntónleikar: Fíla- delfíuhljómsveitin leikur Sinfóníu nr. 1 í d-moll op. 13 eftir Sergej Rachmaninoff. Eugene Ormandy stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. SÍÐDEGIÐ____________________ 14.30 Miðlun og móttaka Fjórði þáttur Ernu Indriða- dóttur um fjölmiðla. Fjallað um íslenzka sjónvarpið, rætt við starfsmenn þar og við Þorbjörn Broddason lektor um áhrif sjónvarps á börn. 15.00 Miðdegistónleikar: Belgíska blásaratríóið leikur „Divertimento", tríó fyrir óbó, klarínettu og fagott, eftir David Wandewoestijne. Jacqueline Eymar, Giinther Kehr, Werner Neuhaus, Erich Sichermann og Bernhard Braunholz leika Píanókvintett í d-moll op. 89 eftir Gabriel Fauré. 15.45 Til umhugsunar Karl Helgason tekur saman þáttinn. Rætt um áfengis- lausa dansleiki. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friðieifsson stjórnar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. KVÓLDIÐ____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Aibert Einstein, — aldarminning. Magnús Magnússon prófessor flytur erindi. 20.00 Kammertónlist. Wolfgang Schneiderhan og Waltcr Klien leika Sónötu í Es-dúr op. 18 fyrir fiðlu og pianó eftir Richard Strauss. 20.30 Útvarpssagan: 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Hanna Bjarnadóttir syngur. Robert A. Ottósson leikur á píanó. b. I marz fyrir 75 árum Gunnar M. Magnússon rit- höfundur les kafla úr bók sinni, „Það voraði vel 1904“. c. Kvæðalög Grímur Lárusson frá Gríms- tungu kveður húnvetnskar ferskeytlur. d. Fróðárundur Eiríkur Björnsson læknir í Hafnarfirði setur fram skýringu á þætti í Eyrbyggja sögu. Gunnar Stefánsson les fyrri hluta. e. í berjamó Guðlaug Hraunfjörð les frásögu eftir Huga Hraun- íjörð. f. Kórsöngur: Telpnakór Hliðaskóla syngur Guðrún Þorsteinsdóttir stjórnar. Þóra Steingrímsdóttir leikur á píanó. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.55Víðsjá: Ögmundur Jónasson sér um þáttinn. 23.10 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Manns- röddin“, monodrama eftir Jean Cocteau í enskri þýðingu Maximilian Ilyin. Ingrid Bergman leikur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM ur gerður af Gerard Glaist- ÞRIÐJUDKGUR 13. MARS 1979 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Líknarsystir í Ladeira Bresk mynd um portú- galaska konu, sern margir telja að geti læknað dauð- vona sjúklinga og rekið út illa anda. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 20.55 Umhcimurinn Viðra-ðuþáttur um crlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Gunnar Eyþórsson fréttamaður. 21.45 Ilulduherinn (The Secret Army) Nýr, breskur myndaflokk- V er. Aðalhlutverk Bernard Hepton, Jan Francis og Christopher Neame. Fyrsti þáttur. Öðru nafni Yvette. Á stríðsárunum voru fjöl- margar flugvélar banda- manna skotnar niður yfir umráðasvæði Þjóðverja. Flestir flugmannanna, sem komust lífs af, urðu stríðs- fangar, cn allmörgum tókst að komast aftur til Bret- lands með hjálp fólks, sem starfaði í neðanjarðarhrtyf- ingum í hernámslöndunum. Þættir þessir eru um starf- semi slíkrar neðanjarðar- hreyfingar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. !.35 Dagskrárlok f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.