Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 48
Tillitssemi
kostar
ekkert
í%
Verzlið
í sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19
Á BUÐIN SÍmi
' 29800
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979
Ráðherrar Alþýðubandalagsins hverfa frá fyrri samþykkt:
Snúast gegn verðbóta-
ákvæðum frumvarpsins
Engin samstaða á ríkis-
stjómarfundi í gærkveldi
-ÞESSUM fundi lauk ekki og var frestað til klukkan 16 á morgun,“ sagði
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, er hann gekk af ríkisstjórnarfundi 40
minútum fyrir miðnætti í nótt ásamt samráðherrum sínum. Hjörleifi
Guttormssyni og Ragnari Arnalds. Þá hafði ríkisstjórnarfundurinn staðið
frá klukkan 20.30 og voru efnahagsmál á dagskrá. Aðrir ráðherrar sátu
áfram á fundi. „Fyrir fundinum lá samþykkt ASÍ,“ sagði Svavar, „og við
ráðherrar Alþýðuhandalagsins óskuðum eindregið eftir því að tekið yrði
tillit til sjónarmiða, sem fram kæmu i' henni. Hinir ráðherrarnir voru ekki
tilhúnir til þess.“
Eldborgin frá Hafnar-
firði er nú komin með
tæp 10.000 tonn á loðnu-
vertíðinni, en aflahæsta
loðnuskipið er Sigurður
RE.
Sjá skýrslu um
loðnuaflann á bls. 19 og
frétt um helgaraflann á
bls. 2.
Á miðnætti gengu ráðherrar
Framsóknarflokksins af fundi. Ólaf-
ur Jóhannesson kvaðst ekkert vilja
láta hafa eftir sér annað en fundi
væri frestað til klukkan 4 í dag.
Hann vildi ekki svara því, hvort um
alvarlegan ágreining væri að ræða
innan stjórnarinnar, en ágreiningur
stæði eingöngu um verðbótaákvæði
frumvarpsins um efnahagsmál. Þá
var Ólafur spurður að því, hvort
ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu
fyrr verið búnir að samþykkja verð-
bótaákvæðin, sem þeir gerðu nú
ágreining um. Ólafur svaraði: „Því
vil ég ekki svara fyrr en þá seinna,"
og brosti við. Hann vildi engu spá
um horfur á samkomulagi. Eftir að
framsóknarmenn hurfu af fundi sátu
ráðherrar Alþýðuflokksins áfram í
fundarherbergi ríkisstjórnarinnar,
en þegar þeir komu af fundi 20
mínútur yfir 12 sagði Benedikt
Gröndal í samtali við Mbl. þegar
hann var spurður hvaða horfur hann
teldi á lausn ágreiningsmálanna í
stjórninni nú. „Lokaspretturinn í
löngu hlaupi getur oft verið erfiður."
Hann var fámáll um horfurnar á
samkomulagi en kvað þá alþýðu-
flokksmenn jafnan bjartsýna.
Ólafur Jóhannesson dreifði í gær
nýrri útgáfu af efnahagsmálafrum-
varpi og var því dreift um klukkan
15. Klukkan 17 var boðaður mið-
Landsbankamálið:
Búist við að
ákæra verði
gefín út í dag
RÍKISSAKSÓKNARI mun í dag
afgreiða frá sér Landsbankamálið
svonefnda að því er Mbl. fékk í gær
upplýst hjá embætti hans.
Samkvæmt því sem Morgunblaðið
hefur fregnað mun niðurstaða skoð-
unar saksóknara á málinu leiða til
ákæru á hendur Hauki Heiðari
fyrrverandi forstöðumanni ábyrgða-
deildar Landsbankans og höfðunar
opinbers máls fyrir sakadómi
Reykjavíkur.
Eins og alkunna er hefur Haukur
Heiðar játað stórfelldan fjárdrátt í
bankanum á árunum 1970—’77 og að
hafa komið þeim peningum, sem
hann dró sér í banka og peninga-
stofnanir erlendis, alls rúmum 50
milljónum króna á verðlagi áranna
sem fjárdrátturinn átti sér stað,
samkvæmt því, sem lögregluyfirvöld
gáfu síðast upp.
stjórnarfundur ASÍ, þar sem sam-
þykkt var ályktun um málið og á
sama tíma var fundur í flokksstjórn
Alþýðuflokksins. Flokksstjórnin
sendi ráðherra sína á ríkisstjórnar-
fund með það vegarnesti að hún
myndi ekki taka afstöðu til neinna
efnahagstillagna, fyrr en þær lægju
fyrir í endanlegri mynd.
Einnig klukkan 17 var haldinn
framkvæmdastjórnarfundur Al-
þýðubandalagsins. Á fundinum var
haldið uppi mjög harðri gagnrýni á
ráðherra flokksins, sem samþyRkt
höfðu frumvarpið í ríkisstjórn. Voru
þeir sendir á ríkisstjórnarfundinn í
gærkveldi og þeim gert að fá verð-
bótakafla frumvarpsins gerbreytt,
áttu þeir að mótmæla ákvæðum
frumvarpsins um verðbætur og
halda fram stefnu í anda samþykkt-
ar miðstjórnar Alþýðusambands ís-
lands.
„Ólafi Jóhannessyni hefur enn
einu sinni tekizt að klúðra þessu
máli á úrslitastundu", sagði Ólafur
Ragnar Grímsson formaður fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubandalags-
ins, er Mbl. ræddi við hann í gær-
kvöldi. „Það væri óskandi að forystu-
flokkur ríkisstjórnarinnar fari nú að
læra af reynslunni í þessum efnum".
„Við teljum að viðræðum innan
ríkisstjórnarinnar um efnahags-
málafrumvarp hafi lokið á laugar-
daginn og að ríkisstjórnarfundurinn
í kvöld sé til þess ætlaður að ganga
endanlega frá texta frumvarpsins,
en enginn texti lá fyrir fyrr en eftir
miðjan dag í dag,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson formaður þingflokks
Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
Sjá frekar um írumvarpið um
efnahagsmál á bls. 2, 3 og 20.
Loðnuveiðamar stöðv-
aðar um næstu helgi?
Gripinn með
smyglgóss
TOLLGÆZLAN hefur tekið 80
flöskur af vodka og tvo bjór-
kassa, sem smygla átti í land úr
Hofsjökli, þegar skipið lá í
Reykjavikurhöfn. Smyrjari átti
áfengið og ætlaði hann að smygla
því í land að næturlagi. Hins
vegar sást til hans og var hann
gripinn með smyglgóssið.
ALLT benti til þess í gærkvöldi að
tekin hefði verið ákvörðun um
stöðvun allra loðnuveiða um
næstu helgi. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem Mbl. aflaði sér. átti að
gefa út tilkynningu um þessa
stöðvun í dag. Loðnuaflinn var í
gærkvöldi orðinn um 456 þúsund
lestir, en fiskifræðingar hafa
mælt með 450.000 lesta afla á
þessari loðnuvertíð. í gær var
búið að frysta 5.160 tonn af loðnu
og 1140 tonn af loðnuhrognum og
áttu frystihús Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna þá eftir að
frysta 1300 tonn af loðnu og 2400
tonn af hrognum upp í gerða
samninga.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for-
stjóri SH sagði í samtali við Mbl. í
gær, að Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hefði gert þrjá samninga
um loðnufrystingu. Sá fyrsti var
upp á 1500 tonn og er búið að
framleiða í hann og skipa vörunni
út. Annar samningur var um fryst-
ingu á 4.500 tonnum af loðnu ög
sagði Eyjólfur að búið væri að
frysta 3.200 tonn í þann samning
og í 3.400 tonna hrognasamning
hafa verið framleidd 1000 tonn.
Þannig er eftir að frysta 1300 tonn
af loðnu og 2400 tonn af hrognum
upp í gerða samninga og sagði
Eyjólfur að ef útlit yrði fyrir meiri
framleiðslu, þá væri vandalaust að
bæta við samningana.
Sigurður Markússon fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
SÍS sagði að á sunnudagskvöld
hefðu um 460 tonn af loðnu og 140
tonn loðnuhrogna verið fryst hjá
Sambandshúsum, en frystinguna
sagði Sigurður fara að langmestu
leyti fram í þeim frystihúsum á
Suðvesturlandi, sem selja í gegn
um sjávarafurðadeild SÍS. Sigurð-
ur kvað erfitt að segja til um,
hversu mikið yrði fryst í viðbót, en
hugsanlega héldist loðnan fryst-
ingarhæf út vikuna.
Stal 2 milljónum
kr. og notaði til
fikniefnaviðskipta
NÝLEGA var sleppt úr
gæzluvarðhaldi 23 ára
gömlum manni, sem uppvís
Fékk 90 tonn á
2 sólarhringum
Siglufírði, 12. marz.
DALVÍKURTOGARINN Björgvin
kom hér inn að sækja ís, en togar-
inn hafði íengið 90 tonn á tveimur
sólarhringum úti fyrir Norðurlandi
og höfðu ísvélarnar um borð ekki
undan. Fréttaritari
Kókaínmálið:
Konan yf irheyrð í gær
ÍSLENZKA konan, sem situr f
gæzluvarðhaldi 1 Kaupmannahöfn
vegna rannsóknar kókaínmálsins
var yfirheyrð í fyrsta skipti í gær.
Samkvæmt upplýsingum Svend
Thorsted deildarstjóra verður yf-
irheyrslum yfir konunni haldið
áfram f dag en þess er að vænta að
íslenzku karlmennirnir þrír, sem
inni sitja, verði yfirheyrðir seinna
í' vikunni.
Aðspurður sagði Thorsted að og þá aðallega hlöðnu skammbyss-
engar nýjar fréttir væri að segja af
þessu máli.
Lögreglan ynni kapp-
samlega að því að reyna að upplýsa
hverjir væru eigendur kókaínsins
og hvaðan það væri komið, hverjir
væru eigendur peninganna og
hvernig þeir væru fengnir og loks
væri kapp lagt á að upplýsa hver
væri eigandi vopnanna sem fundust
unnar.
Guðmundur Gígja lögreglufull-
trúi hjá fíkniefnadeildinni í
Reykjavík hefur dvalið í Kaup-
mannahöfn síðan á föstudag. Hefur
hann kynnt sér málið og einnig
hefur hann veitt Kaupmannahafn-
arlögreglunni ýmsar upplýsingar
um hina handteknu, sem að gagni
mega koma við rannsóknina.
hafði orðið að stórþjófnaði
á erlendum gjaldeyri í
fyrra, sem hann notaði
síðan til fíkniefnavið-
skipta.
Það var 24. júní í fyrra að
maðurinn braust inn hjá
Guðmundi Jónassyni sérleyfishafa
við Borgartún og stal þaðan um 2
milljónum króna í erlendum
gjaldeyri, aðallega dönskum
krónum. Maðurinn fór með þýfið
til Kaupmannahafnar og notaði
það til umtalsverðra fíkniefnavið-
skipta þar í borginni.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík upplýsti þetta mál
nýlega og vegna rannsóknar þess
sat umræddur maður í gæzlúvarð-
haldi í nokkra daga.