Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 45
M'ÖHGUtíBLAÐIÐ.'ÞRÍÐjUDÁGUR 13.' MARZ 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 410100 KL. 10—11 . FRÁ MÁNUDEGI 'w^UiLMúiOSLMMJŒ þeir geri allt eftir bestu samvisku, getur ýmislegt orkað tvímælis fyrir sjónum þeirra sem ekki standa í eldi framkvæmdanna sjálfir. Engin musteri hafa verið reist án þess að um þau hafi staðið einhver styr, meðan á fram- kvæmdum stóð, en þó hafa þau að lokum séð dagsins ljós. Þannig mun það einnig verða með þau heilsuverndarmusteri sem byggð eru á bjargi sannleikanns og fórn- fýsinnar, ekkert fær til lengdar heft framgang þeirra, því þar er lífið sjálft að taka starfstæki sín, hugsjónamennina í þjónustu framþróunarinnar. í þessu sam- bandi er gott að minnast orða spekingsins: „Ekkert er, allt er að vera.“ Allt er breytingum undir- orpið, en það er undir mönnunum komið og þeim mikið í sjálfsvald sett, hvernig hlutirnir breytast, það fer eftir því hvernig að þeim breytingum er staðið. En sumt getur þó aldrei orðið, án þess að á það sé trúað. • .. .að bera hug- sjónir uppi Við heilsuræktarkenningar Jónasar læknis Kristjánssonar held ég að mörgum hafi í fyrstu farið líkt og prestinum sem fékk bókarmerki frá elskulegri móður sinni, á því sá hann í fyrstu aðeins þráðabendu. Hann undraði þetta mjög, þar sem móðir hans var mikil hannyrðakona. En er hann gætti betur að, hafði hann horft á ranghverfu merkisins. Réttu megin stóð, saumað gullnu letri: „Guð er kærleikur." í katólskum sið og víðar er talið að skriftir séu vel til þess fallnar að hreinsa til í sálarkompum manna. Sálfræðingar nútímans munu styðja þá skoðun, að slíkar játningar geti verið til bóta sálar- heill. En þess ber að gæta, að þá munu það í flestum tilfellum vera eigin yfirsjónir sem menn játa, en ekki ávirðingar annarra. Að taka mið af þessu er vafalaust hollt í öllum framfarafélögum. Oftast mun svo fara, í flestum hugsjóna- félögum, að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Því fer það oft svo, að aðeins örfáir hafa þau breiðu bök sem orka að bera hugsjónir uppi, Ef vel á til að takast, er menn knýja dyra í framfara- eða hugsjónafélagi, þá verður það að vera lífið sjálft, að kalla til þjónustu við þær hugsjónir sem SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í viður- eign meistaranna Ceceljans, sem hafði hvítt og átti leik, og Kaju- movs. 33. Dxd5! — exd5, 34. Hxe8+ — IIxe8, 35. Hxe8+ — Dxe8, 36. Rxf6+ — Kf7 (Eftir 36.... Kxg7, 37. Rxe8+ og 38. Rxd6 verður hvítur manni yfir) 37. Rxe8 — Kxe8, 38. Be5 og þar sem svartur er tveim peðum undir í endatafl- inu gafst hann upp. koma á í framkvæmd og barist er fyrir, til heilla fyrir umsækjanda og félagið í heild, en aldrei eigin hagsmunir. Of oft vill svo fara að breiðu bökin, með stærstu byrðarnar, komast síst hjá sverðs- tungum, hversu vel sem þau vinna, en sem betur fer er lífsreynslan sjálf búin að kenna þeim fundvísi á lyfsteina í hjöltum þeirra sverða, sem sárin veita, svo þeir hlýða ótrauðir kalli lífs og líknar. • Einnig í þakkar- skuld við mót- stöðu menn mína Að síðustu vil ég óska þess að baráttumenn allra göfugra líknar- og framfaramála gætu í fullri alvöru tekið sér í munn orð göfug- mennisins Sigurðar Kristófers Péturssonar, er hann var að dauða kominn. Hann tilnefndi þá nokkra vini sína og bað hjúkrunarkonuna að flytja þeim kveðju og þakklæti. Eftir litla umhugsun sagði hann: Nei, mér er ómögulegt að telja þá alla upp sem ég þurfti að að biðja að skila kveðju minni og þakklæti til. Ég er einnig í þakkarskuld við mótstöðumenn mína, því þeir hafa, meðal annars, kennt mér að hlutirnir missa ekki gildi sitt, þótt þeir séu skoðaðir frá ýmsum ólíkum sjónarmiðum. Anna Matthíasdóttir. • „Sá árla sem háttar...“ Þá er hér bréf frá Jóni Björns- syni: „Kæri Velvakandi. Ég er satt að segja, orðinn hundleiður á því að heyra þá Morgunpóstsmenn þrástagast á málshættinum, eins og þeir segja að Reykhólamenn fari með hann, en það er svona sem alþjóð er kunnugt: Sá árla sem háttar og árla upp rís auðmaður verður, hygginn og vís. Ég tel að þarna sé rangt farið með þennan góða málshátt, enda aldrei heyrt þess getið að þeir Reykhólasveitarmenn væru reik- ulli en aðrir landsmenn almennt talað, og að sjálfsögðu er það ekki við hæfi að telja Morgunpósts- menn það heldur, enda láta þeir ljós sitt skína yfir okkur jafnt á drungalegum morgnum sem björtum. Ég tel að málshátturinn sé réttur svona, þ.e.: Sá árla sem háttar og árla upp rís auðugur verður, hraustur og vís. Ég skal viðurkenna að ég er ekki svo mikill íslenzkumaður að ég geti sagt um það nákvæmlega hvort hygginn og vís hafi sömu meiningu, en hinu vil ég halda fram, að hygginn maður getur varla talist heimskur og vís maður held ég hljóti að vera hygginn jafnframt því að vera vís, svo mér finnst einhvern veginn að um endurtekningu sé að ræða hjá þeim Morgunpóstsmönnum þegar þeir nota hygginn og vís. Umræddur málsháttur er gam- all og góður, og taldist það gott í þá daga að vera árrisull sem fyrirbyggði meðal annars svo kall- að „næturdroll" svo gott sem það orð er nú og því sennilegt að þeir gömlu „vísu“ menn hafi einnig talið að með því móti að ganga snemma til hvílu mundu þeir einnig auka hreysti sína og líka hafandi í huga málsháttinn „morgurtstund gefur gull í mund“. En vilt þú nú ekki, kæri Velvak- andi, fá úr því skorið hvernig þessi málsháttur er réttur. Sjálfsagt geta málfræðingar eða þjóðhátta- fræðingar skorið úr um þetta, því alltaf skal hafa það er sannara reynist. Með fyrirfram þökkum. Jón Björnsson“ HÖGNI HREKKVÍSI Naglamyndir Skemmtileg handavinna. Norskt prjónagarn. Prjónauppskriftir. Ósamsettir símastólar á kr. 23.200- ÓÐINSGÖTU 1 SÍMI 13130 ___ —j J^Stjórnunarfélag íslandsj^ Er kerfið í lagi? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í FRAMLEIÐSLUSTÝRINGU OG VERKSMIÐJUSKIPU- LAGNINGU dagana 19.—21. marz n.k. Námskeiðið verður haldið að Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 hvern dag. Gerð er grein fyrir verksmiöju- skipulagningu og framleiöslu- skipulagningu sem sérstökum stjórnsviöum í heildarstjórnun fyrirtækis eöa stofnunar, fjallaö um staðarval fyrirtækja, heildarskipulagningu nýs vinnu- staðar eða endurskipulagningu vinnustaöar. Námskeiðið á erinctí til allra þeirra verkstjóra, framleiðslu- stjóra eða forstjóra sem áhuga hafa á aukinni hagræöingu í fyrirtækjum sínum. Leiðbeinandi verður Helgi G. Þórðarson verkfræð- ingur. Nánari upplýsingar og skráning pátttakenda hjá Stjórnunarfélagi Islands, Skipholti 37, sími 82930. LlliGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni VW veitum fúsiega allar upplýsingar og póstsendum hvert á landsem er Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími13656 itl .. il .... - i ........ .......... ......... LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru vidurkennd sem auóveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæói á hljómplötum og kassettum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.