Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Njarðvík tók ÍS i kennslustund NJARÐVÍKINGAR tóku stúdenta heldur betur í kennslu- stund er liðin mættust í úrvals- deildinni í körfuknattleik í „ljónagryfjunni“ í Njarðvík á laugardaginn. Njarðvíkingar léku sér að stúdentum eins og köttur að mús og lauk leiknum með 33 stiga mun, 119:86 UMFN í vil, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 57:45. UMFN byrjaði með mikium látum og fyrr en varði var staðan orðin 12:2. Stúdentar réttu þó úr kútnum og skoruðu næstu 8 stig og var leikurinn fremur jafn framan af. Er rúmar 5 minútur voru til leikhlés hafði UMFN hins vegar náð 13 stiga forystu og í leikhléi var staðan sem fyrr sagði 57:45. Síðari hálfleikinn léku Njarð- víkingar stórkostlega vel, hraðinn í leik þeirra var mjög mikill, alltof mikill fyrir IS, sem gerði þá reginvitleysu að reyna að leika á sama hraða, hraða sem þeir réðu alls ekki við. Flest gekk upp hjá UMFN og munurinn jókst jafnt og þétt og var í lokin orðinn 33 stig, 119:86. Segja má að leikurinn á laugar- daginn hafi verið sannkölluð veisla fyrir Njarðvíkinga. Þeim tókst að keyra upp hraðann og þegar það tekst leika Njarðvíkingar best. UMFN-liðið er mjög jafnt og virðist nokkurn veginn sama hvaða lið er inni á vellinum. Ohætt er að segja að allir leikmennirnir hafi staðið sig vel að þessu sinni sem sjá má af því hve stigaskorun- in dreifist jafnt. Geir Þorsteinsson átti stórleik, sérstaklega í fyrri hálfleik, en þá brenndi hann varla af skoti. Þá á Guðsteinn Ingimrs- son hvern leikinn öðrum betri. Ted Bee stendur alltaf fyrir sínu og sýnir glæsileg tilþrif á köflum og ein karfa hans í þessum leik er ein sú fallegasta sem undirritaður hefur séð. Árni Lárusson og Stefán Bjarkason áttu báðir mjög góðan leik, en þeir tóku mikinn sprett í síðari hálfleik. Þá skiluðu Gunnar Þorvarðarson og Jónas Jóhannes- son sínu. Trent Smock bar höfuð og herð- ar yfir aðra leikmenn stúdenta. Lék hann nú sinn langbesta leik með IS og réðu Njarðvíkingar ekkert við hann. Hins vegar virðist hann enn ekki kominn í nægilega góða æfingu. Jón Héðinsson átti ágætan leik, en hann er leikmaður sem mætti alveg gera meira upp á eigin spýtur. Jón Oddsson komst vel frá leiknum svo og Gísli Gísla- son og Steinn Sveinsson. Aðrir voru með daufasta móti. Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 25, Geir Þorsteinsson 20, Guðsteinn Ingimarsson 17, Árni Lárusson og Stefán Bjarkason 14 hvor, Gunnar Þorvarðarson 12, Jónas Jóhannes- son 10, Guðbrandur Lárusson 5 og Júlíus Valgeirsson 2. Stigin fyrir ÍS: Trent Smock 46, Jón Héðinsson 12, Bjarni G. Sveinsson og Jón Oddsson 7 hvor, Steinn Sveinsson 6, Gísli Gislason 4, Albert Guðmundsson og Gunnar Halldórsson 2 hvor. Mjög góðir dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Þráinn Skúlason. ÁG. Kefívíkingar sigruðu Grindvíkinga ÍBK - UMFG 92:86 (46:46) Á sunnudaginn mættust í íþrótta- húsinu í Njarðvík ÍBK og UMFG og reiknuðu flestir með að Grindavík myndi sigra, því að þeir hafa verið í toppbaráttu í vetur, en ÍBK hins vegar lengst af verið nær neðri helmingi deildarinnar. Keflvíkingarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og sigruðu í leiknum með 92 stigum gegn 86, cn í leikhléi var staðan jöfn, 46:46. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og munaði oftast ekki nema 1 stigi á annan hvorn vegjnn. ÍBK náði í síðari hálfleik mjög góðum kafla og komst þá 13 stigum yfir og gerði þar með út um leikinn. Þá bætti það ekki úr skák fyrir Grindvíkinga, að Mark Holmes fékk sína 5. villu á 17. mínútu hálfleiksins og var kappinn ekki alveg sáttur við þá villu en eina sem hann hafði upp úr krafsinu var rautt spjald. Það kemur þó ekki að sök, því að UMFG hefur lokið leikjum sínum i mótinu. Þegar 1 mínúta var til leiksloka hafði ÍBK 11 stiga forystu og sigurinn var því aldrei í hættu. Stigin fyrir IBK: Einar Steins- son 31, Ágúst Líndal 21, Björn V. Skúlason 18, Björn Ingólfsson 12 og Pétur Jónsson 10. Stigin fyrir UMFG: Mark Holmes 30, Eyjólfur Guðlaugsson 20, Ólafur Jóhannesson 19 og Ragnar Eðvaldsson 12. UMFG - Ármann 97-%. Grindvíkingar sigruðu í mjög spennandi og hörðum leik, og mátti ekki á miili sjá hvoru megin sigurinn lenti. Verður nánar greint frá leiknum síðar. Þór lék sinn besta leik ÞÓRSARAR sigruðu ÍR-inga f úrvalsdeildinni í körfuknattlcik á laugardag með 88 stigum gegn 83. Leikurinn fór fram á Akur- eyri og var afar jafn allan tím- ann. Liðin skiptust á um að hafa forystuna og skildi aldrei meira með liðunum en 4 stig, nema í lokin er 5 stiga sigur Þórsara var staðreynd. í hálfleik var staðan 43—41 fyrir ÍR. Þórsarar léku á laugardag sinn besta leik í vetur. Barátta leik- manna var mikil. Leikmenn allir sem einn fóru upp í fráköstin og höfðu þar oftast betur en ÍR-ingar. Þó svo sigur þessi hafi verið kærkominn, kemur hann því miður of seint. Að vísu er fræði- legur möguleiki á að Þór haldi sæti sínu, en til þess þarf liðið að sigra bæði KR og Val og er það fremur langsótt, þó svo ákveðni og leikgleði Þórsara sé mun meiri nú en oftast fyrr í vetur. I ieiknum á laugardag átti Þórs- liðið í heild ágætan dag. Mark Christiansen var að venju besti maður liðsins og er undirrituðum ekki til efs að þar fer sterkasti bandaríski körfuboltamaðurinn sém hérlendis dvelst. Birgir Rafnsson, Eiríkur Sigurðsson og Karl Ólafsson léku sinn besta leik i langan tíma. Þá átti Jón Indriða- son þokkalegan leik. ÍR-ingar tóku vart á honum stóra sínum, alla vega ekki í byrjun leiksins, hafa e.t.v. talið sér sigurinn vísan fyrir fram. ÍR-ing- ar náðu sér síðan alls ekki á strik, fyrst og fremst fyrir góðan leik Þórsara. Bræðurnir Jörundssynir, Jón og Kristinn, voru langt frá sínu besta. Þannig skoraði Jón aðeins 8 stig og Kristinn 14, sem er fjarri því sem þeir skora venjulega í leik. Hins vegar átti Stefán Kristjánsson stórgóðan leik að þessu sinni og einnig var Koibeinn góður. Paul Stewart var hins vegar sterkastur ÍR-inga á laugardag. Guðbrandur Sigurðsson og Flosi Sigurðsson dæmdu leikinn og voru þeim heldur mislagðar hendur, án þess að dómar þeirra bitnuðu öðru fremur á öðru liðinu. Stig Þórs: Mark 26, Jón og Eiríkur 16 hvor, Birgir 14, Karl 12, Þröstur og Sigurgeir 2 hvor. Stig ÍR: Stewart 21, Stefán 16, Kristinn og Kolbeinn 14 hvor, Jón og Sigmar 8 hvor, Kristján 2 stig. Sigb.G. • Njarðvíkingar áttu stórleik gegn ÍS á laugardaginn og var Geir Þorsteinsson þar fremstur í flokki. Hér sést hann brjótast framhjá Albert Guðmundssyni. (Ljósm. ÁG). Dæmt i kæru Vals A SUNNUDAGINN kvað dóm- stóll KKRR upp dóm sinn í máli sem Valsmenn höfðuðu eftir leik liðsins gegn ÍR í úrvalsdeildinni f körfuknattleik. Sem kunnugt er héldu Valsmenn, að þeir væru einu stigi yfir þegar skammt var til lciksloka og töfðu því leikinn. en þegar farið var yfir skýrsluna að leik loknum kom f ljós að það voru ÍR-ingar, sem höfðu eitt stig yfir. Valsmenn báru aðallega fyrir sig í kæru sinni, að ritari leiksins hefði verið óhæfur til að gegna starfanum. Hafði þetta m.a. einnig komið fram í einu síðdegisblað- anna. Viðkomandi ritari mun hins vegar alvanur að skrifa leiki og hafði einnig dómarapróf upp á vasann. Því var ekki um annað að ræða en dæma leikinn eftir efni skýrslu þeirrar er rituð var og samkvæmt henni skoruðu ÍR-ing- ar fleiri stig og unnu því leikinn. Dómurinn tók þó einnig fram, að af sanngirnisástæðum hefði e.t.v. átt að leika leikinn að nýju, en samkvæmt þeim reglum sem giltu væri slíkt einfaldlega ekki heimilt. Ekki hefur enn frést hvort Vals- menn muni áfrýja dómi KKRR til dómstóls KKÍ, en slíkt er þó mjög trúlegt. Mikla athygli hefur vakið í vetur hversu margir leikir hafa ’verið bendlaðir við vafasama skýrslu- gerð. Talið var að Njarðvíkingar hafi verið hlunnfarnir um eitt stig í leik liðsins gegn KR á dögunum, en eftir framlengdan leik sigruðu KR-ingar. Þá gerðist það á föstu- daginn, að Ármenningar töldu að tvö stig hefðu verið tekin af liðinu er þeir töpuðu með einu stigi gegn Grindavík. Margir spyrja hver beri ábyrgð á mistökum . sem þessum. Undirritaður er á þeirri skoðun, að aðaldómari leiksins sé sá sem telja eigi þau stig, sem skoruð eru eða að minnsta kosti fylgjast svo vel með störfum ritara að þessi leiðu mistök komi ekki fyrir. Eru vafalaust allir sammála um, að mistök sm þessi rýra mjög álit manna á körfuknattleiknum og því er mál að linni. KÍg Einkunnagjöfin UMFN: Árni Lárusson 3, Geir Þorsteinsson 4, Guðbrandur Lárusson 2, Guösteinn Ingimarsson 3, Gunnar Þorvarðarson 3, Jón V. Matthíasson 1, Jónas Jóhannesson 2, Júlíus Valgeirsson 1, Stefán Bjarkason 3. ÍS: Albert Guðmundsson 2, Bjarni G. Sveinsson 2, Gísli Gíslason 2, Gunnar Halldórsson 1, Ingi Stefánsson 1, Jón Héöinsson 3, Jón Oddsson 2, Steinn Sveinsson 2. Þór: Jón Indriöason 2, Eiríkur Sigurösson 3, Birgir Rafnsson 3, Þröstur Guöjónsson 1, Karl Ólafsson 3, Sigurgeir 1, Ómar Gunnarsson 1. ÍR: Kristinn Jörundsson 2, Jón Jörundsson 1, Kolbeinn Kristinsson 2, Stefán Kristjánsson 3, Sigmar Karlsson 2, Kristján Sigurðsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.