Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kaupum handprjón- aðarlopapeysur Fatasalan, Tryggvagötu 10. Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði. Staögreiösla. Ung pýzk kona óskar eftir áhugaveröu skrif- stofustarfi hálfan daginn (fyrir hádegi) á tímabilinu byrjun apríl — byrjun júlí. Góö ensku- og frönskukunnátta og undlrstööu- þekking í íslensku. Uppl. í síma 74473 kl. 10—12. Seljum næstu daga flauelsbuxur barna brúnar og bláar fyrir aöeins kr. 3.900. Mittisúlpur í barna og unglinga- stæröum brúnar, bláar og grænar, stæröir 8—18 kr. 7.900. Póstsendingar — síml 27470. Fatasalan Tryggvagötu 10. Hilmar Foss lögg. skjalaþýð. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. Freyju- götu 37. Sími 12105. IOOF Rb. 1 = 1283138Vi — M.A. □ Hamar 59793137 — Frl. Tunglskinsganga ( kvöld (þriöjudag) kl. 20 frá B.S.Í. benzínsölu. Tunglmyrkvi. Verö 1000 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Útlvtst. Hjálpræöisherinn í kvöld kl. 21.00. Blblíulestur og bæn hjá major Önnu Onu, Kirkjustræti 2. Ræöumaöur: Auöur Elr Vilhjálmsdóttir. Leöurvinnukvöld ( kvöld kl. 20—22 á Farfuglaheimilinu Laufásvegi 41. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 11798 og 19533. Kvöldvaka 14. marz kl. 20.30 aö Hótel Borg. 1. Kvæöiö Áfangar eftir Jón Helgason prófessor, í myndum og máli. Flytjendur Siguröur Þórarinsson prófessor og Óskar Halldórsson lektor. Grétar Eiríksson sýnir myndirnar. 2. Myndagetraun. Allir velkomn- ir meöan húsrúm leyfir. Aögang- ur ókeypis. Feröafélag íslands. Kvenfélag Neskirkju Fundur veröur haldinn í safnaöarheimili Neskirkju, miövikudaginn 14. marz kl. 20.30. Hjónin Katrín og Gísli Arnkelsson, sýna myndir og segja frá dvöl sinni í Konsó. Kaffiveitingar. Stjórnin. K.F.U.K. A.D. Fundur í kvöld kl. 8.30 aö Amtmansstíg 2 B. Aöaldeild K.F.U.M. boöið til okkar á kvöldvöku um Hallgrím Péturs- son. Kaffiveitlngar. Allir hjartan- lega velkomnir. Tilkynning frá félaginu Anglia Árshátíö félagsins verður haldin aö Hótel Loftleiöum, föstudag- inn 23. marz og hefst kl. 20. Heiöursgestur er Sian Phillips Livía í sjónvarpsþáttunum Ég Kládíus. Aögöngumiöar veröa seldir frá kl. 15—18, laugardag- inn 17. og sunnudaginn 18. marz aö Aragötu 14. Miöar veröa ekki teknir frá. Boröa- pantanir eru á sama staö. Upplýsingar í sima 13669. Stjórn Anglia. Landhelgin færð úr 4 mílum í 12 LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. I frumvarpinu er kveðið á um útfærslu hinnar eiginlegu land- helgi við ísland úr 4 sjómflum í 12 og jafnframt er kveðið á um 200 mflna efnahagslögsögu og meng- unarlögsögu. í frumvarpinu er jafnframt fellt niður reglugerð- arákvæði um framkvæmd 200 mflna fiskveiðilögsögu gagnvart Jan Mayen, en í reglugerð um 200 mflna fiskveiðilögsögu við ísland frá 1975 segir að hcnni verði fyrst um sinn ekki framfylgt nema að miðiínu gagnvart Jan Mayen. I athugasemdum við frumvarpið segir m.a.: „Frumvarp þetta er flutt til að draga saman í ein lög öll megin- ákvæði um landhelgi og lögsögu Lýðveldisins íslands á hafinu um- Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hóf Leik- brúðuland sýningar á „Gauksklukkunni" sl. laugardag og er það fram- lag Leikbrúðulands til barnaársins. Næsta sýning hverfis landið og á landgrunninu og lögfesta í þágu íslands ný réttindi á þessu sviði með hliðsjón af þróun þjóðréttar að undan- förnu. Frumvarpið hefur verið undirbúið í utanríkisráðuneytinu og felast í því þessi aðalatriði: 1. Sjálf landhelgin, en með því hugtaki er átt við hafsvæði það, þar sem ríkið hefur fullveldisrétt hliðstæðan og yfir landinu, er færð úr 4 í 12 sjómílur. 2. Fiskveiðilögsaga hefur, síðan 1975, verið 200 sjómílur, og var það ákveðið með reglugerð, er byggðist á landgrunnslögunum frá 1948. Með þessum lögum mundi Island taka sér 200 mílna efnahagslög- sögu með lögum. 3. Auk þess að fiskveiðilögsagan er staðfest, tekur ísland sér 200 mílna lögsögu yfir vísindarann- sóknum á hafsvæðum umhverfis landið. á „Gauksklukkunni“ er á morgun kl. 17.00. Engin sýning er í dag vegna sýningar Þjóðleik- hússins á Krukkuborg, sem Leikbrúðuland tekur þátt í. 4. Þar að auki tekur ísland sér 200 mílna mengunarlögsögu, og veitir það íslenskum stjórnvöldum rétt til að gera ráðstafanir til að vernda hafið umhverfis landið fyrir mengun að þeim mörkum. 5. Með efnahagslögsögu tryggir Lýðveldið ísland sér allan rétt til að ráða byggingu mannvirkja eða afnot af þeim innan 200 mílna, en þetta getur haft þýðingu í sam- bandi við hugsanlega olíuvinnslu. 6. Með frumvarpi þessu eru ítrekuð reglugerðarákvæði um miðlínur milli Islands og Græn- lands og Islands og Færeyja, en ákvæði um framkvæmd 200 mílna fiskveiðilögsögu gagnvart Jan Mayen er fellt niður. Þegar lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins nr. 44 5. apríl 1948, voru sett, var við það miðað, að útfærsla fisk- veiðimarkanna mundi haldast í hendur við þróun þjóðaréttar. Samkvæmt því voru mörkin færð út í 4 sjómílur 1950/52, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og í 200 mílur 1975. Nú er svo komið, að á vettvangi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst árið 1973 eftir margra ára undirbúning, hefur náðst víðtæk samstaða um rétt strandríkja til 12 sjómílna land- helgi, þar sem strandríkið hefur fullveldisrétt að mestu leyti hlið- stæðan rétti yfir landi sínu. Þar hefur einnig náðst samstaða um 200 mílna efnahagslögsögu, þar sem miðað er við víðtækar heim- ildir strandríkis yfir auðlindum sjávar undan ströndum. Loks hef- ur einnig náðst víðtæk samstaða um rétt strandríkisins yfir land- grunni, landgrunnsbrekku og landgrunnshalla allt að endimörk- um landgrunnssvæðisins („edge of the continental margin"), einnig utan 200 mílna frá grunnlínu. Er þá fjarlægðin miðuð við lögun og gerð hafsbotnsins. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur enn eigi lokið störfum, aðallega vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag um skipan mála á alþjóðahafsbotns- svæðinu utan lögsögu ríkja. Þrátt fyrir það þykir nú tímabært að lögfesta þau atriði, sem að ofan eru greind, og er það sjónarmið lagt til grundvallar í frumvarpi þessu. Aðalatriðið á þessu stigi er að lögfesta þær meginreglur, sem nú liggja ljósar fyrir." Brúðuleikhúsvika í Leikbrúðulandi Prófessor Þórir Kr. Þórðarson ræðir um hlutverk og stöðu Gamla testamentisins í kirkjunni á kirkjukvöldi í Laugarneskirkju. Kirkjukvöld í Laugarneskirkju MIÐVIKUDAGSKVÖEÐIÐ 14. marz kl. 20.30 verður Kirkju- kvöld í Laugarneskirkju. Kirkju- kvöld á föstu er orðinn árviss atburður í starfi Laugarnessafn- aðar og hafa þau verið mjög vel sótt undanfarin ár. Að þessu sinni mun dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor hafa erindi er hann nefnir: Hlutverk og staða Gamla testamentisins í kirkjunni. Dr. Þórir Kr. Þórðarson er prófessor við Guðfræðideild Háskóla íslands og kennir Gamla testamentisfræði og því manna fróðastur í þeim efnum. Einnig verður flutt barrokktón- list eftir: Purcell, Bach og Scarlatti. Flytjendur verða: Signý Sæmundsdóttir, Sigríður Pálma- dóttir, Páll Þorsteinsson, Örnólfur Ólafsson og Haukur Hannesson. Organisti kirkjunnar, Gústaf Jóhannesson, mun ennfremur leika eitt orgelverk. Það er von okkar sem að þessu kvöldi stöndum að márgir leggi leið sína i Laugarneskirkju þetta kvöld og njóti góðrar tónlistar og uppbyggilegs erindis. (Fréttatilk.). Félag skólastjóra og yfirkennara: Aðbúnaðurinn i Kennaraháskólan- um til vansæmdar FUNDUR Félags skóla- stjóra og yfirkennara á grunnskólastigi fyrir nokkru fjallaði um málefni Kennaraháskóla fslands og stöðu kennaramenntunar í landinu. Var samþykkt bókun þar sem segir m.a. að fundurinn leyfi sér að vekja athygli á því alvar- lega ástandi sem ríki í skólanum. „Aðbúnaður nemenda og kennara í skólanum er vald- höfum og raunar þjóðinni allri til vansæmdar og verður nú þegar að hefjast handa við að leysa húsnæðismál skólans til frambúðar svo hægt sé að búa nemendur með sóma undir störf í skólum landsins," segir í bókun fundarins. Síðan er rakið að margir forystumenn landsins hafi lýst því yfir hve mikilvægt starf kennarans sé í menntun og uppeldi æskunnar og vegna hins mikilvæga starfs séu þær kröfur gerðar að verðandi kennarar fái viðhlítandi menntun og gerðar eru þær kröfur til stjórnenda fjár- og menntamála að hafist verði handa um að leysa husnæðis- vandræði skólans og heiiniluð ráðning nauðsynlegra starfs- krafta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.