Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Afmælisbarniö og María kona hans uppi í suðurkvist- inum á Hellisgötu Afmœlis- samtal Ragnar Stefáns- son fyrrum ofursta og mennta- skóla- kennara ' Ljósm. Mbl. Kristján í hópi hinna ungu Vestur-íslendinga, sem komu hingað til lands vestan frá Bandaríkjunum á stríösárunum, er gerður hafði veriö varnarsamning- ur íslands og Bandaríkjanna, áriö 1941, var ungur Seyðfirðingur, sérlega þrekmikill maður á velli, hár og rauðhæröur. Þessi maður var Ragnar Stefáns- son ofursti. Hann verður sjötugur í dag. Þegar friður komst aftur á í heimsbyggðinni og varnarliðið, sem hér var, hvarf af landinu árið 1947, var Ragnar beðinn um að verða hér eftir til að ljúka ýmsum störfum í sambandi við herinn, sem ekki hafði unnizt tími til að slá botninn í áður en liðið og yfirmenn þess fóru. Ég man fyrst eftir Ragnari hér í Reykjavík þegar ég var úti á gamla Mogga í Austurstræti. — Þetta var á stríðsárunum. Ivar Guðmundsson aðalræðismaður í New York var þá fréttastjóri blaðsins og tengiliður milli rit- stjóranna Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar og herstjórn- arinnar. Vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. Því var ekki að leyna, að mér fannst þá einkennilegt að sjá og heyra mann í foringjabúningi tala íslenzku. Ég held endilega að Ragnar, sem þá var ungur lautinant, hafi verið fyrsti Islendingurinn í hermanna- búningi sem ég talaði við. Þá, eins og æ síðan, var þessi þrekskrokkur hress í viðmóti öllu og formálalaus í allri framkomu sinni. Það var engu líkara en við hefðum verið á sama síldarplani í nokkrar vertíð- ir. Ég heimsótti hann um daginn suður í Hafnarfjörð þar sem hann og kona hans, María Sveinbjörns- dóttir frá Isafirði, búa á Hellis- götu 35. Rauða hárið er nú orðið grátt en vígalegur er Ragnar með sitt gráa alskegg og kempulegur mjög. Heimili þeirra hjóna er vistlegt og aðlaðandi. Mér þótti þó mest koma til kvistsins á efri hæðinni með fögru útsýni mót suðri og sól. — Og ekki dregur það úr, að út um gluggann blasir við innsiglingin í Hafnarfjarðarhöfn. Þau fara þarna skammt frá glugganum, finnst manni. Og hér eru þau ánægð, segjast vera orðin Gaflarar — (Hafnfirðingar). Ragnar vel á veg kominn með að setja saman rafmagnsorgel, sem fjölskyldan keypti í pörtum erlendis frá. Hann ætlar að hafa lokið við það fyrir næstu jól, ef guð lofar. Hann bauð mér að koma og syngja með sér jólasálmana á næstu jólum við eigin undirleik á rafmagnsorgelið. Á Seyðisfírði Foreldrar Ragnars voru hjónin Sólveig Jónsdóttir, alþingismanns frá Múla, og Jón Stefánsson, Péturssonar prests á Hjaltastað og Ragnhildar Bjargar Metúsalemsdóttur. í Ragnari mætast miklar ættir. I kvenlegg Reykjahlíðarætt og Skútustaðaætt og í karllegg Vefaraættin og Kjarnaætt. Veistu það, sagði Ragnar, eitt af því sem tekið var á móti mér með, er ég kom hingað fyrst, af ótal skyldmeniium, var ættfræði og ættfræði á ættfræði ofan. Það fer heldur ekki milli mála, að á þessu hefur Ragnar náð verulegum tökum. Ég sá strax að ef ég léti hann teyma mig úti í ættfræði og ættartölur þá væri dagurinn frá mér floginn. Ragnar taldi líka, að vel mætti afgreiða afmælið á mjög einfaldan hátt í Mbl. En sleppum því. — Svona eftir á, er það ljóst, að það er með öllu óvíst að ég hefði nokkru sinni komið hingað til lands aftur, ef heimsstyrjöldin hefði ekki skollið á, sagði Ragnar, er við vorum sestir yfir kaffi og pönnukökum. Ég var 10 ára gamall þegar við fluttumst búferlum vest- ur um haf frá Seyðisfirði. Ég man fyrst eftir mér þar eystra senni- lega þriggja ára. Afi minn, Jón í Múla, lá þá veikur heima. Faðir minn var orðinn kaup- félagsstjóri eystra og eitt- hvað fékkst hann við útgerð. A þessum árum voru ekki miklir peningar hjá fólki og verzlunin átti við erfiðleika að etja, sem faðir minn gat ekki ráðið við. Kaupfélaginu var lokað. Urðu það honum mikil vonbrigði að nú virtist enginn vilja neitt gera til bjargar fyrirtækinu en telja hann einan bera ábyrgðina á lokun kaupfélagsins. Þetta mun hafa orðið til þess að ýta undir Ameríkuför með fjölskylduna. Hann var þá reyndar búinn að kynnast Ameríku að nokkru og ákvað að freista gæfunnar þar á ný úr því sem komið var. I fyrri Ameríkuförinni hafði faðir minn m.a. ratað í nokkurt ævintýri. Gerðist hann sjálfboða- liði í herflokki sem sendur var til Filippseyja til að taka þátt í stríðinu þar (1898) er Bandaríkja- menn sigruðu Spánverja. Það stríð var reyndar búið er herflokkurinn kom austur. En þá hófst skæru- hernaður eyjaskeggja gegn Banda- ríkjamönnum. Hafði faðir minn tekið þátt í átökum við skærulið- ana. Þegar hann kom hingað heim aftur fékk hann viðurnefnið Jón Fili'ppseyjakappi. Faðir minn fór frá Seyðisfirði áleiðis vestur um haf haustið 1913. Móðir mín skyldi koma á eftir honum þegar hann væri búinn að koma undir sig fótunum vestra. En allt fór þetta á annan veg. Á næsta ári skellur fyrra stríðið á. Enginn vesturför. Hún dróst á langinn og fram yfir styrjaldarlokin, eða til vorsins 1919. Móðir okkar, Sólveig, sem var um margt mjög óvenjuleg kona, var einnig harðdugleg til allra starfa. Var hún t.d. kosin að henni forspurðri í bæjarstjórn Seyðisfjarðar árið 1910. Mamma sagði mér að þetta hefðu þeir gert til að stríða afa mínum, Jóni í Múla, sem var ekki talsmaður afskipta kvenþjóðarinnar af opin- berum málum og pólitík. Móðir mín var líka settur póstmeistari á Seyðisfirði. Hún gat ekki fengið sig skipaða því hún kunni ekki frönsku — hið alþjóðlega póstmál. Þá má ég ekki gleyma að minn- ast á sveitadvöl mína á Öndólfs- stöðum í Reykjadal, að Vogum við Mývatn og ársdvöl á Eiðum. Þá var föðurbróðir minn, Metúsalem Stefánsson, skólastjóri þar. Móðir mín tók að sér ráðskonustarfið við Eiðaskóla. Þar held ég að móðir mín hafi verið aðaldriffjöðurin í því að stofna kvennalið í knatt- spyrnu! En svo óviðeigandi þótti þetta, að stúlkurnar spiluðu aðeins eftir að rökkva tók. Og frosta- veturinn mikla var ég í Hamborg í Fljótsdal, hjá föðurbróður mínum. Bærinn mun nú vera kominn í eyði. Ameríkuförin Árið 1919 leggur mamma af stað með okkur bræðurna Jón Múla, Stefán og mig. Amma vildi fá að hafa Karl bróður okkar hjá sér og varð það úr. Stefán er enn lifandi, en hinir bræður mínir eru farnir. Býr hann hjá Valgerði systur minni, sem býr í útborg Baltimore. Aðra systur á ég þar líka, sem Sólveig heitir. Báðar fæddust þær þar í borg og er Sólveig nú ekkja. Þær eiga hvor um sig tvö börn. Við snerum talinu aftur til fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Förin vestur um haf hófst þar á því, að siglt var til Reykjavíkur með Lagarfossi. Eftir stuttan stanz þar var siglt með Gullfossi vestur um haf til New York. Það var ævin- týralegt að sigla inn á höfnina í þessari stórborg og ógleymanlegt fyrir tíu ára snáða. Á þessum árum voru fyrstu skýjakljúfarnir farnir að rista himintjöldin í störborginni. Immigrantar frá ís- landi voru þá svo vel séðir að ekki þurftu þeir að fara í gegnum allar síur kerfisins eins og það myndi trúlega kallað í dag. Auðvitað var pabbi mættur þar og var haldið rakleiðis til hafnarborgarinnar Baltimore í Marylandfylki. Pabbi var búinn að fá þar vinnu á viðskiptasviðinu. Við fluttum inn í raðhús, sem hann tók á leigu. Ég get með nokkrum rétti sagt, að ég hafi slitið barnsskónum „beggja vegna Atlantshafsins", á Seyðisfirði og í Baltimore, því þar átti ég heima öll mín uppvaxtarár og rúmlega það því ég fór ekki þaðan, að teljandi sé, fyrr en árið 1941 er Bandaríkin sögðu Möndul- veldunum stríð á hendur eftir árásina á Pearl Harbour. Ég var að heiman í tæplega ár er ég fór til Minneota í Minnesotafylki. Á heimili Ragnars í Baltimore var jafnan töluð íslenzka, þannig að foreldrar þeirra töluðu ætíð íslenzku við börn sín. Farangurinn vestur um haf frá Seyðisfirði hafði ekki verið umfangsmikill. En ís- lenskar bækur voru í farangrinum, t.d. voru íslendingasögurnar þar á meðal. Við vöndumst því ísl. bóka- lestri. Heimilið hélt jafnan sam- bandi við ættinja hér heima með bréfaskriftum og íslenzku blöðin fengum við. — Já, foreldrar mínir lögðu áherzlu á þennan þátt heimilislífs- ins og uppeldisins að við lærðum íslensku, sagði Ragnar. Hann sagðist og minnast þess, að for- eldrar hans hefðu talað um það sem fjarlægan óskadraum að heimsækja gamla landið. Var þetta kringum Alþingishátíðarár- ið. En þá var kreppa vestra og með öllu óraunhæft að spá í slíkt. — Faðir minn lézt árið 1932. Móðir mín lézt árið 1962. Hinn fjarlægi draumur hennar um Is- landsferð rættist í þess orðs beztu merkingu, því hún kom hingað til okkar tvisvar, nokkrum árum eftir heimsstyrjöldina og í síðara skipt- ið kom hún árið 1952. En æsku- draumur hennar annar rættist ekki. Hana langaði að ganga menntaveginn og verða dýralækn- ir. Þjóðvarðliði Eins og ég sagði þér áðan var ég heima í Beltimore þegar Banda- ríkjamenn fóru í stríðið. Ég fór mjög snemma að vinna fyrir mér. Ég hafði verið nokkur ár í skóla, er ég var gripinn námsleiða, hætti í skólanum og gerði hlé á náminu. Ég fór svo í nám aftur þegar ég var 17 ára. Nú en þegar stríðið skall á var ég kominn í þjóðvarð- liðið í Marylandfylki. Búinn að vera þar meira og minna um árabil og búinn að vinna mig upp þar frá því að vera óbreyttur liðsmaður í stöðu undirforingja. Þannig ér mál með vexti, að á sviði heimsmálanna þótti mér þróunin ótvírætt benda til þess, að ný heimsstyrjöld myndi skella á heldur fyrr en seinna. Á árunum 1931—32 hafði mér verið boðið að lesa undir liðsforingjapróf hjá hernum. Ég hafnaði þá þessu boði. En nú fór ég að huga að þessu máli aftur. Kanna stöðuna og möguleik- ana á að taka málið upp aftur. Varð það úr, að ég las undir þetta liðsforingjapróf veturinn 1939 til 40. Um leið og ég lauk þessu prófi tók ég próf í hluta af lögfræði. Þetta heimavarnarlið okkar í Maryland ef við köllum það því nafni, var strax sameinað herjum Bandaríkjanna. Þegar nú stríðið var skollið á. Við skulum gera langa sögu stutta, sagði Ragnar. — Dag nokk- urn er ég kallaður til fundar við yfirmenn í herstöðinni. Þegar þangað kom er mér sagt, að ég muni vegna uppruna míns og kunnáttu í málinu verða sendur til Islands. Ég man að móðir mín hafði af þessu dálitlar áhyggjur, hélt ég yrði fyrir óþægindum er ég kæmi bamsskónum á Seyðisfirði o g í Baltimore

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.