Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 ___Grein og myndir: Árni Johnseti Rœtt við húsmœður á Flateyri um mjólkurmálin Þegar 97 konur á Flateyri höföu sent erindi til Búnaöarþings þar sem þær mótmæltu langvar- andi mjólkurvöruskorti á Flateyri tilkynnti rit- stjórinn, aö nú skyldi haldiö til Flateyrar og málin rædd viö konurnar. Þaö var flugvél til ísafjarðar síðdegis og þar átti flugvél að bíöa tilbúin til flugs í Önundarfjöröinn. En þegar komiö var til ísafjaröar settu veðurgwðirnir strik í reikninginn eins og reyndar víöar síðustu daga. Þaö var ófært fyrir flug að Holti í Önundarfiröi og þaö sem verra var, þaö var einnig ófært fyrir snjóbílinn yfir Breiöadalsheiöi. En þaö er ekki á hverjum degi sem maður er sendur beinlínis til þess aö hitta 97 konur og því ekkert annað aö gera en ganga vasklega til verks. Þegar aö var gáö vorum viö fjórir mættir á ísafjarðarflugvelli á leiö til Flateyrar og viö ákváöum aö ganga yfir háheiöina. Gallinn var sá aö menn voru fremur búnir til dansleikja en gönguferöa á heiðum vestfirskra vetra og þaö aö næturlagi. Ráðiö var því aö tína af sér spjarirnar og galla sig upp á nýtt. Á ísafjarðarflugvelli skildi ég eftir jakkann minn og frakkann og fékk lánaða peysu, síðan var haldiö á Lögreglustööina og fenginn lánaöur vélsleöagalli á þá, sem þurttu, en vandræöin voru aö finna skó nógu stóra á undirritaðan. En með góöri aöstoð lögreglunnar tókst aö fá léða skó úti í bæ og þegar viö lögöum af staö yfir heiðina átti maður föt hér og þar á ísafirði, en arkaði fjöllin í lánsflíkum. Btll ók okkur eins og hægt var upp heiðina ísafjarðarmegin og von var á snjóbíl áleiðis upp Breiðdalinn, en snjóbíllinn komst ekki alla leið vegna mikillar snjóhengju á leiöinni. Þaö var hressandi ganga yfir heiöina þetta kvöld í byl á köflum, tungl glotti annað veifiö, en viö röktum leiðina eins og hægt var eftir stikum sem stóöu upp úr snjónum. évellbunki var á köflum og því vandfariö þar sem snarbratt var ofan fyrir, en allt gekk samkvæmt áætlun, kominn á staðinn í mjólkurmálið gangandi yfir heiöina í staö þess aö fljúga. ( erindi húsmæöra á Flateyri kvörtuöu þær yfir því aö langtímum saman væri mjólkurlaust á Flateyri og ýmsar algengar mjólkurvörur eins og skyr og rjóma, jógúrt og jafnvel osta sæju þær meö höppum og glöppum og helzt til hátíðabrigöa, en sama ástand mun vera á Suöureyri viö Súgandafjörð, enda hafa allar húsmæöur þar skrifaö undir svipaöan mótmælalista. Viö tókum nokkrar húsmæöur úr hópi þessara 97 tali á Flateyri: „Raunhæfar úrbætur vantar“ „Þetta er snúiö kerfi sem við búum við,“ sagði Jónína Ásbjarnardóttir í samtali við Mbl., „því hvort sem skip koma hingað að norðan eða sunnan með mjólk þá þarf hún að fara til ísafjarðar áður en hún kemur hingað til afgreiðslu. Það hefur verið vandi bænda hér í firðinum að tankvæðingin hefur ekki náð fram að ganga, en hún er nú að byrja og ugglaust á það eftir að skila betri mjólk til vinnslu, en ástandið í þessum málum hér með dreifingu á mjólkurvörum er slíkt að það verður að bæta úr í þeim efnum. Áralöng leiðindi í þessum efnum eru orðin of þungbær og fer þar saman mjólkurvöruskortur og það að mjólkin er oft mjög léleg. Við höfum stundum fengið hingað mjóik bæði frá Reykjavík og Akureyri, en öllum ber saman um að mjólkin frá Akureyri sé bezt, öll vara frá Akureyri þykir mjög góð hér. Mannlífið hér á Flateyri er jafn gott og annars staðar og hér er rífandi uppbygging, bæði á vett- vangi sjávarútvegs, í brauðgerð og matvælaiðnaði. Þá er mikið um uppbyggingar og nú vonumst við til þess að fá raunhæfar úrbætur í mjólkurmálunum." „Sjáum ekki offramleiddu vörurnar“ „„Skortur á mjólkurvörum kemur ákaflega illa við okkur hér,“ sagði Guðfinna Hinriksdóttir í samtali við Mbl., „og oft fáum við mjög vonda vöru. Á sínum tíma fengum við hingað undanrennu frá Isafirði, en hún þótti svo slæm að það var hætt að framleiða hana. Mér er hins vegar sagt að þetta ástand í mjólkurmálum okkar sé vegna þess að þetta strandi allt á ísafirði, en þeir á ísafirði segja að ekki sé pantað meira. Hér er aðeins ein verzlun með þetta þannig að það er engin samkeppni, en það er vissulega komin tími til að þessi mál séu tekin föstum tökum því þetta hefur verið vanda- mál um mörg ár. Mjólk sem kemur hingað er oft á siðasta degi þegar hún kemur. Allar húsmæður á Súgandafirði skrifuðu á lista þar, en ástandið í þessum málum er sérstaklega slæmt bæði hér og þar. Það er farið að fara talsvert í okkur að heyra stanzlaust talað um offramleiðslu í búsafurðum, vöru sem við sjáum aðeins af og til. Annars mætti hins vegar ræða vöruúrvalið hér frá fleiri sjónar-1 hornum, því ég heyri að fólk sem kemur hingað frá Reykja- víkursvæðinu er mjög óánægt með vöruúrvalið almennt og þykir úr litlu að velja, en við sem erum alin upp við þetta finnum minna fyrir þessu. Við erum ef til vill vanari að bjarga okkur sjálf og við ætlumst ekki til þess að allt sé lagt upp í hendurnar á okkur, en það er sjálfsagt að gera hlutina eins vel og hægt er og lágmarkskrafa að helztu nauðsynjavörur séu til staðar, því möguleikarnir á flutningi þeirra eru sjóleiðis, land- leiðis og flugleiðis." „Reynum aðbæta þetta ástand“ „Það er rétt að það kemur fyrir að mjólkurlaust verður hér í nokkra daga,“ sagði Sigurbjörn Svavarsson kaupfélagsstjóri á Flateyri í samtali við Morgunblað- ið, „við eigum að fá alla mjólk frá Isafirði samkvæmt kerfinu tvisvar í viku, eða sömu daga og mjólkur- búið sækir mjólk til bænda hér í firðinum. í vetur höfum við reyndar fengið mjólk í þriðju ferðinni, frá Akureyri, en þeir á ísafirði hafa ákveðið að hætta því. Oft hefur það einnig komið fyrir, að við fáum ekki skyr eða rjóma þótt við pöntum. Kaupfélag- ið á Isafirði var með umboð fyrir jógúrt og fleiri mjólkurvörur, en þeir eru nú hættir því og síðan mjólkurbúið tók við hafa þeir yfirleitt átt þessar vörur til af- greiðslu hvenær sem er. Við reyndum í vetur að panta rjóma sjálfir en vorum stöðvaðir í því en nú hefur formaður framleiðslu- ráðs landbúnaðarins tilkynnt okkur að við getum pantað þessar afurðir frá Reykjavík. Annars er erfitt að leysa þetta mál á einfaldan hátt og t.d. hefur okkur verið sagt að ef við tökum mjólk frá Reykjavík yrðum við ef til vill að taka mjólkina hér frá bændum sjálfir. Þannig virðast hornin vera mörg í kerfinu, en í rauninni hefur ostapöntun verið það eina sem er algjörlega í okkar hendi. Við höfum reynt að hafa þetta í lagi, en þó koma dauðir punktar inn á milli ferða og m.a. vegna þess að við búum við lélega þjónustu í samgöngumálum, t.d. flugleiðis. Við munum reyna eins og við getum að bæta þetta ástand þannig að það verði viðunandi og það er strax spor í rétta átt að komin er heimild til þess að við gerum pantanir sjálfir." Oft neyöarástand „Við fórum með listann um bæ- inn fyrir liðlega viku,“ sagði Jónína Ágústsdóttir, ein af tals- mönnum mjólkurmálsins," og ástæðan er sú að við fáum ekki nóga mjólk og mjólkurafurðir hér í liðlega 500 íbúa plássi. Vægast sagt erum við mjólkurlaus annað slagið, en oft er um að ræða marga daga daga í mánuði. Mjólk á að koma á mánudögum og fimmtu- dögum og t.d. einn mánudaginn fyrir skömmu seldist mjólkin upp á tveimur tímum en slíkt gerist reyndar oft. Þá er það ekki til að bæta úr að það kemur oft fyrir að mjólkin er fúl. Skyr og rjóma fáum við annað slagið, en að því er virðist aðeins með höppum og glöppum. Örsjaldan höfum við séð hér sýrðan rjóma og jógúrt, það er helzt til hátíðarbrigða, og ostaúr- valið er ekki fjölbreytt, helzt mjólkurostur og mysingur. Það má líka nefna, að fyrir stórhátíðar eins og jólin verðum við að panta rjóma með löngum fyrirvara í Kaupfélaginu og þó að við vildum stundum bjarga okkur með því að kaupa mjólkurafurðir í sveitinni þá er það ekki leyfilegt þar sem það er skylda að flytja hana til Isafjarðar og oft kemur mjólkin léleg frá tsafirði þannig að þetta er ekkert grín. Það er oft neyðarástand hér þegar ekki er til mjólk fyrir lítil börn og gamalmenni, ég er hrædd um að það þætti einhvers staðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.