Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 60. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgnnblaðsins. Lið Amins umkringt Nairobi, 12. marz. Reuter. AP. Útlagar írá Uganda sögðu í dag að uppreisnarmenn sem Tanzaniumenn styðja hefðu umkringt liðsafla Idi Amins forseta eftir gagnsókn sem hann gerði og einangrað hann frá Kampala. Jafnframt stóðu hryðjuverkamenn fyrir sprengjuárásum í höfuðborginni og víðar. Heimildarmennirnir segja að lið Amins hafi verið umkringt eftir undanhald sem lið and- stæðinga forsetans greip til, til þess að bæta vigstöðu sína á veginum til Masaka lengra í suðri er þeir tóku fyrr í bardög- unum. Þeir segja að lið uppreisnar- manna hafi skipt sér í þrjá flokka. Þegar miðflokkurinn hörfaði eftir veginum til þess að lokka liðsafla Amins á eftir sér sóttu fylkingararmarnir fram beggja vegna vegarins. Þeir mættust að baki stjórnarher- sveitanna þannig að þær voru einangraðar frá höfuðborginni. Jorúsalem, 12. marz. AP. Reuter. JIMMY Carter forseti ákvað í dag að fresta heimferð sinni um einn dag og fer á morgun til Kaíró til að gefa Anwar Sadat forseta skýrslu um þriggja daga viðræður sínar í Jerúsalem um friðarsamning ísraelsmanna og Egypta. í ræðu í ísraelska þinginu, Knesset: „Við höfum ekki enn sigrazt að fullu á vandanum. Þjóð- irnar eru fúsar að fallast á frið. Léiðtogarnir hafa ekki sannað enn að við séum fúsir að fallast á frið...“ Talsmaður forsetans, Jody Powell, sagði að Carter mundi hitta Sadat á Kaíró-flugvelli á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Cyrus Vance utanríkisráðherra verður í fylgd með Carter forseta. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, sagði að „mikill árangur“ hefði náðst á síðasta samningafundi Carters og ísra- elskra ráðherra. En hann sagði, að enn væru óleyst nokkur vandamál en stöðugt væri unnið að því að reyna að leysa þau. ísraelskir heimildarmenn sögðu að fjögur mál væru óleyst og í sumum þeirra þyrfti að fá svör frá Egyptum við tillögum Israels- manna. flugvöllur var lokaður í dag, um- ferð um hann bönnuð í fjóra tíma og rauðut dregill lá upp að flugvél Carters forseta ef svo færi að hann ákvæði að fara. I dag átti Carter fund með ísraelsku stjórninni og sagði síðan Powell blaðafulltrúi var tregur til að segja hvað hefði áunnizt í ferð Carters og sagði að ekki væri hægt að mynda sér endanlega skoðun fyrr en rætt hefði verið við Sadat. En hann sagði að færri vandamál væru óleyst en áður en forsetinn fór frá Washington í ferð sína til Kaíró og Jerúsalem í síðustu viku. Hann sagði að miðað við það bil sem hefði verið milli Israelsmanna og Egypta í upphafi samningavið- ræðnanna væri sáralítið bil eftir. En hann sagði að síðasti spölurinn væri erfiður. Carter átti að fara heimleiðis frá ísrael síðdegis í dag en hélt áfram viðræðum sínum þegar ljóst varð að ferð hans hafði ekki borið þann árangur sem hann hafði vonazt eftir. Carter vonaði að hann gæti tryggt samkomulag um friðarsamning á grundvelli ólíkra tillagna og gagntilboða sem hafa komið fram. Tillögur hans hafa ekki verið kunngerðar. Begin snæðir morgunverð með Carter á morgun og forsetinn fer frá ísrael á hádegi. Ben Gurion bimamynd AP Jimmy Carter forseti klappar fyrir Menachem Begin, forsætisráð- herra eftir ræðu hans í ísraelska þinginu, Knesset, í gær. Gripið var nokkrum sinnum fram í fyrir Begin og hann var sakaður um að svíkja málstað Israels. Ollum skólum í Víetnam lokað Bangkok, 12. marz. AP. Reuter. VÍETNAMAR tilkynntu í dag að frá og með fimmtudegi yrðu nánast allir borgarar að gegna einhverjum herskyldustörfum sem eru liður í herútboðsáætlun sem miðar að'því að hrinda árás Kfnverja. Aðsúgur að ráðamanni eftir mótmæli kvenna Teheran. 12. marz. Reuter IIERSKÁAR kvenréttindakonur. ein þeirra vopnuð skambyssu og önnur vopnuð hnífi, réðust í dag á bifrcið yfirmanns íranska útvarpsins, Sadcgh Ghotzadeh, að sögn útvarpsstöðvarinnar „Rödd byltingarinnar“. Samkvæmt tilskipun frá Pham Van Dong forsætisráðherra verður öllum skólum og æðri mennta- stofnunum lokað í tvær eða þrjár vikur svo að allir geti lært fljótt að beita vopnum til varnar Víetnam. Jafnframt segja vestrænir sér- fræðingar að brottflutningur Kín- verja frá Víetnam haldi áfram þótt hann gangi hægt. Víetnamar hafa ekki minnzt á brottflutning- inn undanfarna daga og lagt áherzlu á að bardagarnir haldi áfram og sakað Kínverja um ódæðisverk. Kínverska fréttastofan Nýja Kína sakaði Víetnama í dag um skotárásir á Kínverja á undan- haldinu og áreitni og sagði frá kröftugum gagnárásum Kínverja á Víetnama. I Peking vekur athygli forystu- grein í Alþýðudagblaðinu sem þykir bera vott um ágreining í forystu flokksins, meðal annars vegna ákvörðunar sem virðist hafa verið tekin um að afnema ákvarð- anir sem mótast af maoisma og hafa verið í gildi síðan 1957. Nokkrir ráðamenn virðast hafa sætt gagnrýni, þar á meðal Wang Tung-hsing, varaformaður flokks- ins. Nokkrum klukkustundum áður hafði stormasömum mótmælaað- gerðum þúsunda kvenna lokið með ofbeldi þegar múhameðskir rétttrúarmenn köstuðu grjóti að hópferðabíl sem flutti nokkrar af mótmælakonunum frá miðborginni. Byltingarútvarpið sagði að hópur kvenna hefði ráðizt á bíl Ghotbzadeh útvarpsstjóra þegar hann kom akandi að aðalstöðvum sjónvarpsins. Kona nokkur dró upp skambyssu úr handtösku sinni og önnur dró upp hníf og þær reyndu að ráðast á einn af vörðum Ghotbzadehs. Bíllinn skemmdist mikið en engin slys urðu á fólki. Utvarpið sagði að byltingarmenn hefðu skotið út í loftið og konurnar hefðu flúið í tveimur bifreiðum. Þúsundir kvenna, sem vildu mót- mæla því að íslömskum lögum er stöðugt strangar fylgt eftir, hrópuðu „Dauði yfir Ghotbzadeh" á útifundi sem þær héldu við Teheran-háskóla. Þær sökuðu útvarpsstjórann um að bera hvað mesta ábyrgð á hinu íslamska yfirbragði írönsku byltingarinnar. Andstæðingar mótmælakvenn- anna sökuðu konurnar um að taka þátt í bandarísku samsæri og kváðu þær útsendara leynilögreglunnar Savak og kommúnista. íranskar konur mótmæla skerðingu á réttindum sínum í Teheran. Skyndi- fundur París, 12. marz. Reuter. VALERY Giscard d'Estaing forseti boðaði þingið í dag til skyndifundar á miðvikudag til að ra*ða atvinnuleysið í Frakk- landi. Þessi ráðstöfun fylgir í kjöl- far margra vikna harðra mót- mæla stálverkamanna gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að endurskipuleggja iðnað- inn og segja rúmlega 21.000 upp vinnu fyrir árslok 1981. Nú þegar eru 1.350.000 at- vinnulausir. Flokkur gaullista, stærsti stjórnarflokkurinn, og stjórnarandstaðan sameinuð- ust um að krefjast skyndifund- arins. í iðnaðarbænum Denain í Norður-Frakklandi átti óeirða- lögreglan í höggi við stálverka- menn sem notuðu jarðýtur til að reyna að ryðjast inn í lög- reglustöð bæjarins í síðustu viku. Atburðirnir minntu á stúdentauppreisnina í maí 1968. Carter frestar heimferð sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.