Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 30
30
M0RGUN3LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Ranglátt að skattleggja
samgönguerfiðleika
snjóþyngri byggðarlaga
ÞORVALDUR Gardar Kristjánsson
(S) mælti íyrir frumvarpi til niður-
fellingar á söluskatti af vélavinnu
við snjómokstur. Samjföngur væru
lífæðar byggðarlaganna. ekki sízt í
strjálbýli, atvinnulega (hráefnis- og
búvöruflutningar), félagslega
(margskonar félagastarf og
menningarstarf) og varðandi skóla-
hald (flutningur skólabarna til og
frá skóla í strjálbýli). Vegagerð
rfkisins sér um mest ailan
snjómokstur svo niðurfelling sölu-
skatts, frá ríkisstofnun til ríkis-
sjóðs, hefur ekki afgerandi áhrif á
fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Hins
vegar leggst söluskattur jafnframt,
einkum í minni og strjálli byggðar-
lögum, á sveitarfélög og atvinnu-
fyrirtæki, sem halda þurfi opnum
tilteknum vegum. Þessi skattur
væri því óeðlilegur (frá ríkissjóði til
ríkissjóðs) og ranglátur, þegar
Þorv. Garðar Kristjánsson.
hann legðist á minnstu sveitarfélög-
in sérstaklega.
• Jón G. Sólnes (S) sagðist styðja
frumvarpið. Raunar væri ástæða til
að taka til endurskoðunar sölu-
skattssamskipti ríkis- og sveitar-
félaga í heild. Sveitarfélög ættu hlut
í söluskattti, að lögum, gegnum
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en
þyrftu jafnframt að greiða söluskatt
af ýmissi þjónustu, eins og aðgöngu-
miðum að íþróttahúsum, sundlaug-
um og vinnu með eigin vélum við
eigin framkvæmdir. Hér væri því
stofnað til álagningar og innheimtu
sem gengi í kross, kostaði vinnu, og
endurskoða þyrfti með hagkvæmni
fyrir augum.
• Alexander Stefánsson (F) lýsti
yfir stuðningi við frumvarpið og
gerði grein fyrir baráttu sveitar-
félaga fyrir niðurfellingu söluskatts
af vinnu með eigin vinnuvélum. Tók
hann undir orð JGS um endurskoðun
þessara söluskattsmála í heild.
• Oddur Ólafsson (S) áréttaði þátt
samgangna í atvinnulífi og félagslífi
í strjálbýli og benti á, að e.t.v. væri
heppilegra að sveitarfélögin, sem
mörg ættu eigin vinnutæki,
önnuðust snjóruðning sjálf í ríkara
mæli en nú væri. Þau þekktu þarfir
og aðstæður betur og gætu oft unnið
verkið á hagkvæmari hátt.
• Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
sagði nauðsynlegt að endurskoða
reglur um snjóruðning. Hins vegar
væri hann ekki sannfærður um
nauðsyn á niðurfellingu skatta, gilti
einu hverjir væru, sem stangaðist á
við vaxandi kröfur á hendur því
opinbera.
• Þorv. Garðar Kristjánsson (S)
þakkaði stuðning við málið. Mis-
skilningur væri að reglur um
snjóruðning kæmu því nokkuð við,
þó vel mætti endurskoða þær sín
vegna. Hér væri einfaldlega um
réttlætismál að ræða, er varðaði
íbúana sjálfa, þar sem snjóþyngst
væri, enda naumast réttlátt að
skattleggja til ríkissjóðs samgöngu-
erfiðleika snjóþyngri og strjálbýlli
byggðarlaga.
Sviðsmynd frá Alþingi: Þröngt mega sáttir sitja.
Matthías Bjamason:
Eðvarð talaði við
tóma ráðherrastóla
Samráðið við verkalýðshreyfinguna
Selur á íslandsmiðum:
Étur um 100.000
tonn af ungfiski
Gunnlaugur Finnsson
(F) flytur tillögu til þings-
ályktunar, þar sem skorað
er á ríkisstjórnina að láta
fara fram frekari könnun
á stærð íslenzka selastofns-
ins og áhrifum hans á
fiskveiðar og vinnslu
sjávarafla.
Athuga skal: 1) stærð sela-
stofnsins, 2) Áhrif hans á vöxt
og viðgang íslenzkra fiskstofna,
þ.m.t. hrognkelsi, lax og silung-
ur, 3) Fylgni milli stærðar
selastofns og hringorms í
nytjafiski og 4) Kostnaðarauka
fiskvinnslunnar og markaðs-
stjón af völdum hringorma. Að
athugun lokinni skal móta af-
stöðu til þess, hvort ástæða er
til að halda selastofninum inn-
an ákveðinna marka. Samráð
skal haft við náttúruverndar-
samtök og fulltrúa þeirra, sem
hlunninda njóta af selveiðum.
I greinargerð kemur fram að
fiskifræðingar telja selastofn-
inn neyta 100 þús. tonna af
sjávarfangi á ári, þar af um 30
þús. tonn af þorski. Þar við
bætist að hér er yfirleitt um
ungfisk að ræða, svo í raun sé
um mun meira magn að ræða,
þó ekki nema hluti næði fullum
þroska.
Framhaldsumræður uröu í neðri
deild Alþingis í gær um stjórnar-
frumvarp um ráðstafanir vegna
lánsfjáráætlunar 1979 — og lauk
ekki. Kjartan Ólafsson (Abl) flutti
nærri klukkutímara-ðu um það sem
hann kallaði „kjaraskerðingar- og
samdráttarstefnu" Alþýðuflokks-
ins, og veittist hann harðlega að
Sighvati Björgvinssyni, formanni
þingflokks Alþýðuflokksins, enda
myndi þessi samdráttarstefna bitna
hvað þyngst á sameiginlegu kjör-
dæmi þeirra beggja, Vestfjörðum,
og öðrum
framleiðslubyggðarlögum.
Enn við sama heygarðshornið
Matthfas Bjarnason (S) sagði
kominn miðjan marzmánuð og enn
deildu stjórnarliðar um mál, er
sameiginleg stjórn þeirra hefði lagt
fram (lánsfjáráætlun), sem raunar
hefði átt að fylgja fjárlögum í
desembermánuði sl. Sá hefði verið
háttur á, áður fyrr, að stjórnarflokkar
unnu og undirbjuggu sameiginleg mál
á þann veg, að þeir vóru að kalla
sáttir, er þau vóru lögð fram, svo
innbyrðis deilur töfðu ekki framgang
þeirra á þingi. Nýir siðir koma hins
vegar með nýjum herrum og hér væri
nýlokið við að flytja klukkutíma
skammarræðu eins stjórnarflokks um
annan. Síðast þegar þetta mál hefði
verið á dagskrá, hefði enginn ráðherra
í ríkisstjórninni verið viðstaddur,
aðeins 2 alþýðufl.-menn, 1 fram-
sóknarmaður, auk forseta, og 1
alþýðubandalagsmaður. Hingað til
hafa ráðherrar taiið skyldu sína að
vera viðstaddir, þegar mál sem undir
þá heyrir eru til umræðu, og á tímum
fyrri stjórnar gerðu menn hlé á máli
sínu og biðu ráðherra, ef hann var
ekki til staðar í slíkum tilfellum. Nú
er boðað til ríkisstjórnarfundar á
sama tíma og viðamikil stjórnarmál
eru til umræðu í þinginu. Ég mótmæli
þessum vinnubrögðum, sagði Matthías
Bjarnason.
Það er mikið talað um samráð við
verkalýðshreyfinguna, sagði hann og á
þessum fundi, sem ráðherrar mættu
ekki eða fóru af, flutti Eðvarð
Sigurðsson málefnalega ræðu, þar
sem hann m.a. mótmælti lögbindingu
á ráðstöfun fjármagns lífeyrissjóða
verkalýðsfélaga. En samráðsráðherr-
arnir máttu ekki vera að þvi að hlusta
á hann.
Þá vék M. Bj. að fjárlagadæmum
ýmsum, en tók Póst og síma sérstak-
lega fyrir sem sýnishorn af vinnu-
brögðum. Þar skorti hvorki meira né
minna en 2000 milljónir króna á að
endar næðust saman, rekstrarlega, að
sögn forráðamanns stofnunarinnar.
Samt væri víst meiningin að símaráð-
herrann, Ragnar Arnalds, næði þess-
um endum saman sem næmi þessum
tveimur milljörðum.
Matthías Bjarnason.
Landhelgi, efnahagslögsaga, landgrunn:
Miðlínavið Jan
Mayen felld niður
Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi um landhelgi, efnahagslögsögu og
landgrunn, sem Hans G. Andersen, sendiherra, hefur tekið saman í samráði við aðra sérfræðinga í
hafréttarmálum. Lagði ráðherra áherzlu á, að samstaða næðist um lagasetningu þessa, og þyrfti að laga
frumvarpið að slfkri samstöðu, ef ágreiningur væri um eitthvert ákvæði. Eyjólfur K. Jónsson (S) lýsti yfir
stuðningi stjórnarandst. við frumvarpið. Helztu efnisatriði frumvarpsins sagði hann þessi:
• 1) Sjálf landhelgin, þ.e. haf- milli íslands og Jan-Mayen felld Andersen, sendiherra. Lýsti hann
svæði sem við höfum algjöran
fullveldisrétt yfir, á sama hátt og
fastalandið, væri ferð úr 4 í 12
mílur.
• 2) Fiskveiðilögsaga, sem
ákveðin var 200 sjómílur með
útgáfu reglugerðar 1975, byggðri
á landgrunnslögunum frá 1948, er
nú fest í lög, ef frv. þetta verður
samþykkt, og hvílir ekki lengur á
reglugerðarútgáfu.
• 3) Lögfest verður 200 mílna
vísindalögsaga, þ.e. lögsaga varð-
andi hvers konar vísindalegar
rannsóknir og athuganir.
• 4) Lögfest verður 200 mílna
mengunarlögsaga.
• 5) Lögfest verður 200 mílna
efnahagslögsaga, s.s. varðandi
mannvirkjagerð í landhelginni
(þ.e. olíuborpalla eða annað af því
tagi).
• 6) Itrekuð eru ákvæði um mið-
línu milli íslands og Grænlands
og íslands og Færeyja, en miðlína
niður.
Varðandi niðurfellingu miðlínu
milli íslands og Jan Mayen vitn-
aði ráðherra til yfirlýsingar fv.
sjávarútvegsráðherra, Matthíasar
Bjarnasonar, þess efnis, að mið-
lína hafi aðeins verið ákveðin til
bráðabirgða á þessu hafsvæði og
án alls réttindaafsals.
Ráðherra sagði að með þessu
frumvarpi væri stefnt að því að
lögfesta meginreglur, sem nú
liggja ljósar fyrir, í samnings-
drögum á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, þó hún
hefði enn ekki lokið störfum.
Stjórnarandstaðan
styður frumvarpið
Eyjólfur K. Jónsson (S) sagði
að frumvarpið væri stutt einfalt,
skýrt og afdráttarlaust — vel úr
garði gert, eins og við væri af
búast af höfundi þess, Hans G.
yfir fyllsta stuðningi við það og
get ég, að ég hygg, talað fyrir
munn stjórnarandstöðunnar í
heild. Til greina gæti að vísu
komið að hnika til orðalagi en um
meginefni væri ekki ágreiningur.
Þá fjallaði Eyjólfur um hafs-
botnsréttindi utan 200 mílna á
Jan Mayensvæðinu, nauðsyn við-
ræðna við Norðmenn um íslenzk
réttindi á því hafsvæði öllu, rétt-
indi íslendinga til setlaga á haf-
svæði suður af íslandi og suðvest-
ur af Færeyjum, sem ræða þurfi
um við Færeyinga, og hugsanleg
auðæfi á hafsbotni á þessu svæði,
í sokknu meginlandi þar.
Ágúst Einarsson (A) fagnaði
frumvarpinu, undirtektum við
það og taldi samþykkt þess inn-
sigla ákveðinn kapítula í land-
helgissögu okkar. Benedikt Grön-
dal, utanrikisráðherra, þakkaði
og góðar undirtektir. Málinu var
síðan vísað til allsherjarnefndar.
Lárus Jónsson.
Það var nauðsynlegt að draga
saman segl, sagði M. Bj., en það átti
ekki fyrst og fremst að gera í fram-
leiðsluatvinnuvegum þjóðarbúsins,
eins og sjávarútvegi. Og þessi sam-
dráttur átti ekki fyrst og fremst að
bitna á framleiðslustöðum í sjávarút-
vegi út um landið. Hér áður fyrr töldu
framsóknarmenn sig byggðastefnu-
menn, sagði M. Bj. Ég kem ekki auga á
þessa byggðastefnumenn í Fram-
sóknarflokknum í dag, sbr. stórfellda
skerðingu á ráðstöfunarfé byggða-
sjóðs. Er Framsóknarflokkurinn svo
gjörsamlega horfinn inn í samstarfs-
flokka sína, að hvergi bóli á sjálf-
stæðri stefnumörkun eða afstöðu hjá
honum?
Þá vék M. Bj. að fyrirheitum núv.
landbúnaðarráðherra á Vestfjörðum
fyrir a.m.k. þremur árum, varðandi
Vesturlínu. Þá átti að leggja línuna á
næsta ári. Nú er þessi maður, sem þá
var stjórnarþingmaður, orðinn ráð-
herra. Og þá eru hraðamörk á Vestur-
línu vægari orðin. Máske lifnar hann
eitthvað við eftir skíðaferðina til
Austurríkis.
Týndur þingflokkur
Lárus Jónsson (S) sagðist hafa
ætlað að svara Lúðvík Jósepssyni, frá
fyrri umræðudegi, en þingflokkur
Alþýðubandalagsins væri horfinn úr
fundarsalnum. Þá hefði Lúðvík sagt
að það væri siðleysi, ef markaðir
tekjustofnar til ákveðinna verkefna
yrðu skertir og látnir að hluta til
renna beint í ríkissjóð. En það væri
einmitt þetta sem nú væri ráðgert,
skv. þeim þingplöggum, sem hér væru
til umræðu. Gerði L.J. grein fyrir
nokkrum mörkuðum tekjustofnum,
sem skerða ætti um 10%, í þágu
ríkissj., og þar munaði mest um
launaskatt, sem renna hefði átt til
byggingarsjóðs ríkisins og byggingar-
iðnaðinum og koma til góða hús-
byggjendum í landinu.