Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Guðni Þorsteinsson fiskifrœðingur: í Morgunblaðinu þ. 9/3 sl. eru 2 greinar um dragnótaveiðar, önnur eftir þá nafnana Þorstein Jóhannesson og Einarsson, hin eftir Njál Benediktsson. Skrif þessi hafa orðið til þess að undir- ritaður getur ekki stillt sig um að leggja orð í belg. Verður þá fyrst Um málefnalegri. Þeii- benda á, að dragnótarafli í Faxaflóa hafi á árunum 1961—1964 verið 5.426 tn. af skarkola en 26.670 tn af þorski og ýsu. Hér er mergurinn málsins. Dragnótaveiðar eru leyfðar til að veiða skarkola en þegar upp er staðið er minnst af aflanum koli. Til dæmis má taka heildardrag- nótaveiðina á öllu landinu árin 1960 og 1961. Veiðast þá 5.403 tn af skarkola en 17.094 tn af þorski og ýsu. að gera að kolanum en bolfiski og því auðskilið að ekki er farið í kola nema lítið sé af þorski og ýsu. Loks má svo benda á það, að ýmis af bestu kolamiðunum hafa verið lokuð fyrir dragnótaveiðum. Ef auka á veiðar á skarkola í dragnót verður að leyfa einhverjar veiðar á þroski og ýsu! Mætti þá setja reglur um það, hversu hátt aflahlutfall mætti vera af þeim tegundum. Jafnframt þyrfti að stækka veiðisvæðin. Með þessu dragnótaveiðar fyrir að leiðrétta ýmsar rang- færslur í grein Njáls. Njáll telur að dragnótin skemmi botngróður. Er vandséð hvernig það má vera, þar sem enginn sjávargróður er til staðar, þar sem dragnótaveiðar eru stundaðar. Það sem villir mönnum sýn í þessu efni er að brim losar oft þang og þara sem síðan rekur út á dragnóta- slóðir. Þá telur Njáll að marglytta eigi það til að loka möskvum voðarinn- ar svo gjörsamlega, að fiskseiði komist ekki út um 170 mm möskva. Hér er ekki verið að klípa Dragnótartóg í drætti utan af hlutunum, enda dæmi nú hver fyrir sig, þeir sem á drag- nótar- eða togveiðum hafa verið. En sé Njáll eða aðrir Garðbúar svona slyngir við marglyttuveiðar þá sjá þeir fram á glæsta framtíð, þar sem Frakkar borga mjög vel fyrir saltaða marglyttu. Ekki er þó víst að það eigi við allar tegundir. Njáll kveðst hafa séð myndir okkar á Hafrannsókn af dragnót í drætti. Telur hann að myndirnar, sem sýna að voðin og tógin snerta botninn mjög létt, gefi ekki rétta mynd af hlutunum, þar sem of hægt hafi verið dregið. Öllum ætti þó að vera ljóst að dregið veiðar- færi leitar frá botni, þegar dráttarhraði er aukinn. Alvarlegra er þó, að Njáll ásakar okkur hafrannsóknamenn um að reyna vitandi vits að falsa staðreyndir. Öllu slíku er vísað á bug. Þar sem fleirum er Njáli kann að leika forvitni á að sjá dragnótar- myndirnar birtast hér tvær þeirra. Greinin eftir þá nafnana er mun Einu gildir á hvaða tölur er litið, staðreynd er, að dragnótin hefur verið notuð til að komast í þorsk og ýsu. Möskvastærð á þessum árum mun hafa verið 110 mm lengst af og þótti mikið þá og útiloka veiði á smáfiski. Ekki mun það passa miðað við núgildandi túlkun á smáfiski. Dragnótin hef- ur því á þessum árum tekið mikið af smáfiski, sem annars er veiddur á handfæri, en handfærafiskur er smærri en fiskur úr öðrum veiðar- færum. Árið 1976 var riðill í poka dragnótar stækkaður í 170 mm sem talinn er hámarksriðill fyrir veiðar á skarkola en svo stór að mikill hluti þorsks og ýsu sleppur út. Ekki kom þessi reglugerð að tilætluðu gagni, þar sem sjómenn bundu iðulega fyrir ofan við pok- ann og notuðu því í reynd 135 mm lágmarksmöskvastærð. Nú mun eiga að koma í veg fyrir slíka misnotkun með því að stækka riðilinn í allri voðinni í 170 mm eða a.m.k. í belgnum. Þeir sem veiða með dragnót eru eðlilega óhressir með slíka tilkynningu. Þurfa þeir þar með að leggja í nokkurn veiðarfærakostnað en það er fleira sem kemur til. í fyrsta lagi er óvíða það mikið af kola, að hægt sé að gera út á hann eingöngu. Lágt verð á kolan- um bætir þar ekki úr skák. í öðru lagi er víða erfiðleikum bundið að losna við kola, enda hefur lítið verið gert í því að sérhæfa sig í slíkri vinnslu. í þriðja lagi er miklu tímafrekara fyrir áhöfnina væri þó viðurkennt, að dragnótin er ekki aðeins skarkolaveiðarfæri, enda væri þá eðlilegt að nota 155 mm möskva eins og við togveiðar á þessar tegundir. Undirrituðum hefur þó skilist, að yfirvöld hafi alltaf litið svo á, að dragnótin væri fyrst og fremst skarkolaveiðar- færi. Sé svo, væri eðlilegt að leyfa einungis notkun sérstakra kola- voða sem lítið myndi fá af bolfiski. Með hliðsjón af ofansögðu er þó ljóst, að fiskimenn yrðu ekki gin- keyptir fyrir því að nota slíkt veiðarfæri. Undirritaður lítur því svo á, að tímabært sé að endurskoða reglur um dragnótaveiði frá grunni. Ef það verður úr, að dragnótin skuli vera kolaveiðafæri, á að útbúa hana sem slíka og leyfa veiðar á öllum helstu kolasvæðum við land- ið, sem hægt er að nýta með þessu veiðarfæri. Ef ná á hámarks- afrakstri úr skarkolastofninum verður þá jafnframt að gera ráð- stafanir til að auka veiðar á skarkola með botnvörpu, þar sem telja verður ólíklegt að verulegar dragnótaveiðar verði stundaðar með kolavoðum nema veruleg verðhækkun á skarkola komi til. Ef hins vegar á að stefna að verulegri aukningu skarkolaafla í dragnót virðist óhjákvæmilegt að veiðar á þorski og ýsu aukist jafnframt sbr. það sem þegar hefur verið minnst á. Það eru víst allir sammála um að stefna beri að því að taka árlega þessi 10.000 tn úr skarkola- stofninum, sem álitið er að hægt sé. Ágreiningur er hins vegar um það, hvernig eigi að gera það. Þeir Garðsbúar hafa tillögur um það. Njáll vill nota kolanet eins og fyrir hálfri öld en ekki sýnist sú lausn hagkvæm, enda hefur enginn sýnt áhuga á slíkum veiðum. Þeir nafnarnir eru með raunhæfari lausn og vilja láta togaraflotann sjá um þessar veiðar. Alþingis- menn hafa væntanlega móttekið þann boðskap og verða e.t.v. sam- mála um að breyta landslögum til að gera þetta gerlegt. Ekki virðast þeir Garðbúar hafa miklar áhyggjur af botngróðrinum þegar botninn er plægður með hlerum sem eru hátt á annað tonn hvor, að ekki sé minnst á sverar ankeris- keðjur sem notaðar eru í hluta fótreipis. Ekki hef ég þá trú, að Ólafi Björgvinssyni verði kennt um, ef slík veiðarfæri verða dregin í Garðsjónum. Við þær athuganir sem gerðar hafa verið á dragnót á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar er ekkert sem bendir til þess að voðin er í núverandi mynd róti upp botninum að neinu marki. Vera má að þessu hafi verið öðru vísi farið hér áður fyrr. Alla vega er það hald margra að dragnótin róti svo mjög upp botninum, að fiskur leiti undan. Ekki hefur fiskur þó enn flúið Skjálfandaflóann sem mun vera eitt mesta dragnóta- svæði við landið. Um 20 ára skeið fékkst varla kvikt kvikindi úr Húnaflóanum, þrátt fyrir algjöra friðun. Slík dæmi má taka enda- laust. Hitt er þó rétt að fiskur leitar undan dregnum veiðar- Skilja Rideouthjónin? Salem, Oregon, 9. marz. AP. GRETA Rideout, sem kærði eiginmann sinn John fyrir nauðgun fyrir nokkrum mánuðum, eins og frægt varð, hefur nú farið fram á skilnað. John Rideout sagði að sýknaður af nauðgunar- eiginkonan hefði haft a braut með sér barn þeirra og skilið eftir bréfmiða, þar sem hún tjáði honum ásetning sinn, en hann kvaðst enn vera bjartsýnn á að einar sættirnar enn tækjust með þeim hjón- um. Eiginmaðurinn var ákærunni á sínum tíma og nokkru eftir dómsupp- kvaðningu tilkynntu þau hjónin að þau hefðu ákveðið að hefja sambúð að nýju og hafa þau búið saman í sátt og samlyndi, að því er talið var, sl. tvo mánuði. (Ljósm. Jóhannes Briem). færum og fiskur á grunnu vatni leitar undan vélarhávaða skipa án tillits til veiðarfæra. Þegar fiskur leitar undan dragnót er talað um að hann flýi, en þegar hann leitar undan trolli eða öðrum veiðar- færum er hann að ganga. Ljóst er að sífellt hagsmuna- stríð milli einstakra byggðarlaga svo og skipa- og veiðarfæragerða á sér stöðugt stað samhliða allri viðleitni til hagkvæmrar nýtingar hinnar einstöku fiskstofna. Varð- andi skarkolann í Faxaflóa er talað um 1000—1500 tn sem taka mætti árlega. Taka mætti slíkt aflamagn í dragnót án þess að skerða verulega aðrar veiðar í flóanum, sem ekki eru þó stór- vægilegar. Þá eru uppi tilburðir að nýta þennan afla á sem bestan hátt. Þessi afli er svipaður og tekinn var í dragnót í fyrra alls staðar við landið. Það bendir til þess að hreinar skarkolaveiðar með dragnót séu mun líklegri í Faxaflóa en víðast annars staðar. Ekki verður þó mælt með því að mjög margir fái leyfi til dragnóta- veiða í Flóanum. Að síðustu vill undirritaður mótmæla harðlega þeim persónu- legu árásum sem þeir nafnarnir gera að Ólafi Björnssyni, enda eru þær að ósekju. Barnió - fjölskyldan - vinnan Utivwuuuidi mœður Á fundi hjá Hvöt mánudag- inn 5. mars s.l. var fjallað um „fjölskylduna og vinnumarkað- inn“. Helga Hannesdóttir, læknir, var ein þeirra sem hafði framsögu á fundinum. Hér fer á eftir inntakið úr ræðu hennar. Útivinnandi mæður eru sér- hópur í okkar þjóðfélagi, sem oft á tíðum hvílir mikil ábyrgð á. Þær eru gjarnan í fullu starfi utan sem innan heimilis, en þrátt fyrir það, hafa þær oft verið gerðar að sektarlambi þjóðfélagsins og ásakaðar fyrir vandamál barna sinna og sumar hverjar þjást af stöðugri sektar- kennd vegna fjarveru þeirra frá börnum. Allítarlegar rannsóknir undanfarinna ára bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum á áhrif útivinnu mæðra á börn þeirra hafa sýnt fram á, að börn útivinnandi mæðra hafa ekki oftar við vandamál að stríða en hinna heimavinnandi. Ef þörf- um barnsins er fullnægt meðan á fjarveru foreldra stendur vegna vinnu, er engin hætta á að barnið bíði tjón af. En hvernig þarf að fullnægja þörfum barns meðan á fjarveru foreldra stendur? Fyrst og fremst ber að tryggja að barnið sé í gæslu, sem býður upp á umhyggju og nærgætni og góð tengsl. Einnig ber að taka tillit til leikþarfa barna, sem eru mjög mismunandi eftir aldri þeirra, og annarra daglegra nauðsynja eins og matarþarfa og að barnið sé hreint og þurrt. En þetta gildir ekki aðeins fyrir útivinnandi mæður heldur einn- ig þær, sem eru heima og gæta barna sinna þar. Sama er að segja um börn í leikskólum og dagheimilum. Dvöl í slíkum stofnunum kemur vanalega ekki í veg fyrir að börn verði nátengd foreldrum sínum. Einnig er ekk- ert sem bendir til að slík dvöl hafi óæskilegar afleiðingar síð- ar meir á ævinni. Hins vegar mega foreldrar, sem eiga börn á dagvistunarstofnunum, ekki gleyma, að tíminn heima er engu að síður mikils virði fyrir barnið, þó barnið sé 'Æ eða allan daginn í leikskóla eða á dag- heimili. Það sem skiptir mestu máli fyrir barnið er gæði sam- verunnar, en ekki hvar hún er eða hver veitir hana. Það 'hefur reynst mörgum mæðrum erfiður tími að gæta lítilla barna og rannsóknarniðurstöður mæðra forskólabarna hafa leitt í ljós, að þunglyndi er algengara hjá þeim mæðrum, sem eru heima- vinnandi með barn á forskóla- aldri, en hinna sem vinna utan heimilis. Sérstaklega kemur þetta í ljós hjá konum sem eiga 3 eða fleiri börn yngri en 14 ára. Áhrif útivinnu mæðra á börn- in eru fyrst og fremst undir því komin, hversu náið samband barns og móður er, meðan á samveru þeirra stendur. Hvort sem það er að afloknum vinftu- degi eða áður en haldið er í vinnuna eða á frídögum, sem aftur er háð því, hvernig móður líkar í þeirri vinnu, sem hún stundar utan heimilis og auðvit- að ýmsu öðru eins og t.d. sam- komulagi milli hjóna. Þýðingar- mikið er, að foreldrar beri sem mesta ábyrgð á gæslu barnsins meðan þeir eru fjarverandi vegna vinnu og helst að gæslan krefjist eða bjóði upp á sam- verustundir og leik barna og foreldra þar sem gæsla eða dagvistun fer fram. Æskilegt væri að foreldrar ásamt starfs- fólki dagheimila eða leikskóla bæru meiri samábyrgð á dag- legri umönnun barna þar. Atvinnuleysi foreldra skapar oft öryggisleysi og valdleysi innan* heimilis sem utan, sem hefur oft á tíðum alvarleg áhrif á getu þeirra til að vera foreldrahlut- verki sínu vaxnir. Atvinnuleysi foreldra getur komið niður á börnunum, þannig að foreldrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.