Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 + PALL SIGURDSSON tyrrum bóndi aö Árkvörn í Fljótshlíð, lést aö Hrafnistu 9. marz. F.h. vandamanna. Sigfú* Siguröason. + Móöir okkar MAGNEA Þ. ODDFRÍDSDÓTTIR, Stórageröi 3, lést á Landspítalanum 11. marz. Louise Landry Friörik L. Baldvinsson. Í SIGURÐUR B. MAGNUSSON, verkfrssöingur, Braeöraborgarstíg 47, lést í Borgarspítalanum 11. marz. F.h. aöstandenda. Ólöf Óskarsdóttir. + Maöurinn minn og faöir okkar, KARL JÓHANN JÓNSSON, Meöalholtí 2, lést á Landspítalanum mánudaginn 12. marz. Þorgerður Magnúsdóttir, og börn. + Utför eiginmanns míns, fööur og sonar INGVARS STEFANS KRISTJÁNSSONAR, Safamýri 29, fer fram fra Fossvogskirkju miövikudaginn 14. marz n.k. kl. 13.30. Aðalheióur Björnsdóttir, Brynjar Stefánsson, Ingvar Stefánsson, Reynir Stefánsson, Guðbjörg Guöjónsdóttir. + Faöir okkar GUNNAR GUNNARSSON Eskihlíó 11 er andaöist 3. marz verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. marz kl. 13.30. Börn hins látna. + Utför MÁLFRÍÐAR TULINIUS, Framnesvegi 30, fer fram frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 14. marz kl. 10.30. Rafn Ragnarsson, Hrefna Hektorsdóttir, Guörún Arnalds, Hrafn Tulinius. + Hjartkær móöir mín og tengdamóöir okkar, ÞÓREY JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin miövikudaginn 14. marz kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlegast afbeöin. Guöbjörg Jónsdótfir, Einar Eyjólfsaon, Gunnar G. Einarsson. + Bálför elskulegrar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu ÓLAFÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Noröurbrún 1, er lést 3. marz fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. marz kl. 16.30. Alda Sigurjónadóttir, Tryggvi Gislaaon, Lilja Sigurjónadóttir, Gústaf Símonarson, Siguröur S. Westpool, Robert Westpool, Eövarö Sigurjónaaon, Margrét Ragnarsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Einar Vésteinn Val- garðsson -Minning Fæddur 26. júní 1973 Dáinn 3. mars 1979 Elskulegur vinur og frændi, Einar Vésteinn, var kvaddur í gær frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann var ekki hár í loftinu, hann Nenni, né hafði afrekað margt sem færast skyldi í annála þjóðarinn- ar. En þó skilur hann ungur eftir sig spor sem mörgum eldri hefði ekki verið unnt að marka. Aðeins tæp sex ár hér og samt duldist engum sem kynntist honum hvílík- ir hæfileikar og gáfur bjuggu innra með þessum unga manni. Enn skapa þær mönnum aldur og örlög, systurnar þrjár, Urður, Verðandi og Sku'ld. Enn kveða þær upp dóma, krefjast óbærilegra fórna ofar mannlegum skilningi, einkum þá er ungum börnum er gert að deyja. Og þegar maður veit « ... ófullt og opið standa sonar skarð ...“ verður hverjum „tregt tungu að hræra", eins og Agli forðum. Dauðanum fylgir ætíð sorg, en dauði fagurs og heilbrigðs barns nístir þó hvað sárast. Slíkur missir virðist svo miskunnarlaus og óskiljanlegur, að benjar hans verða stundum seint græddar. Þá spyr hinn eftirlifandi faðir og móðir sig ef til vill sömu spurning- ar og Steinn Steinarr: „hvort er eg heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó?“ hefur vinátta þeirra og gestrisni aldrei brugðist. Tónlist og bók- menntir hafa skipað öndvegi í röð hugðarefna þeirra og verið sá grundvöllur ásamt innilegu ástríki sem uppeldi barna þeirra hefur miðast við. Góðvild, fróðleiksfýsn og iðkun fagurra lista hefur verið einkennandi fyrir heimilislíf þeirra og markað djúp spor í skapgerð barnanna. Nenni litli var gæddur miklum eðlisgáfum sem fengu að þroskast og hlúð var að við hinar ákjósanlegustu aðstæður og skal því engan undra hve hann virtist bráðger umfram önnur börn á hans aldri. Hvað sem hann fékkst við vann hann af ákefð eldhugans og þeir sem fylgdust með sáu þar sannkallað karlmenni þótt í stuttum buxum væri. Þær stundir sem við Nenni höfum deilt saman um ævina eru ekki margar, en þær líða þó ekki úr minni, eru ekki horfnar. Ein- hver sagði: „Time is eternally present", þ.e. allt sem gerst hefur á einhverjum stað, er þar ennþá. Og hver þekkir ekki þá tilfinningu að upplifa aftur löngu liðinn at- burð er hann kemur til sama staðar síðar? Því veit ég að Nenni mun lifa hvar sem hann var eða fór, með og í foreldrum sínum og systur, afa og ömmu og öllum sem hann þekktu. Litlir fingur munu eftir sem áður renna yfir landa- kortið, glaðvær hlátur hans og söngur enduróma og bregða birtu í döpur augu. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt með Einari Vésteini og fjölskyldu hans. Það eru hlýjar minningar um góðan dreng. Valgarð Runólfsson jr Minning — Olafur Marel Olafsson Enginn má sköpum renna, eng- inn fær flúið örlög sín. Það vissi Vésteinn Vésteinsson forðum er hann mælti: „Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar." Og er fundum hans og Grásíðu bar saman, mælti hann aðeins: „Hneit þar“. Það urðu hans síðustu orð. í dag er mörg Grásíðan á ferli í hinni óvægnu og tillitslausu um- ferð á hraðbrautum mannlífsins og margur góður drengur hefur mætt þar örlögum sínum á óvænt- an og sviplegan hátt. Slík urðu örlög Einars Vésteins. Það féll í hlut fóstbróður Vé- steins Vésteinssonar að halda merki hans á loft að kröfu þeirra tíma. Eins fellur það í hlut okkar sem enn dveljum hér áfram um stund að reynast sannir fóstbræð- ur Einars Vésteins og halda merki hans á loft. Það gerum við best með markvísu starfi í anda góð- vildar, líknar og vísinda, þess sem ég er sannfærður um að hefði orðið hlutskipti hans og ævistarf. Á liðnum árum hefur ferðalöng- um frá Hveragerði oft þótt gott að sækja heim þau hjón Katrínu og Valgarð og eiga með þeim gleði- stundir á heimili þeirra í London. Stundum komu þessir ferðamenn beint að heiman, stundum frá Tours eða París, stundum gerðu þeir boð á undan sér, í annan tíma komu þeir að óvörum. En hvernig sem á hefur staðið fyrir þeim hjónum í erfiðu námi og starfi, Fæddur 27. október 1972 Dáinn 5. marz 1979. Hvað er til dásamlegra en að fylgjast með uppvexti og þroska lítils barns. Fá að njóta samvista við það og taka þátt í því sem er að gerast í þess hugarheimi. Fyrstu æviárin líða í leik og starfi og kemur þá ótrúlega fljótt í ljós hvað í barninu býr. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til þess að njóta jafn náinna samskipta við Óla Marel og raun varð á. Þessi drengur geislaði af gleði og krafti og var alltaf bjart á okkar heimili er hann kom til okkar. Stundum fékk hann að gista hjá okkur eina nótt, þá spurði hann oft hvort englarnir kæmu ekki núna þegar hann var búinn að fara með bænirnar ásamt frænda sínum og vini en þeir voru yfirleitt óaðskiljanlegir. Óli Marel var ákveðinn í því að verða íþróttamaður. Hann lék sér með boltann öllum stundum og mætti á fótboltaæfingar með eldri drengjum og fékk þá að taka þátt í leik þeirra. Þetta var honum afar mikils virði. Eitt sinn er hann kom til okkar var honum mikið niðri fyrir. Vitið þið bara hvað skeði. Eg var að missa tönn. Þetta var tákn þess að hann var að verða stór og færi nú brátt að fá fullorðins- tennur. í síðustu viku fékk hann sent umferðarverkefni, það síðasta sem börnin fá frá Umferðarskólanum. Verkefni þetta er umferðarpróf. Ef barnið fer rétt að á að líma stjörnu á dagatal, sem verkefninu fylgir, síðan fá börnin viður- kenningu. Óli litli bað mig um að fá að fara í sendiferð fyrir mig og átti ég að fylgjast með því að hann færi nú alveg eftir umferðarregl- unum. Hann ætlaði svo að líma stjörnu á verkefnið sitt þegar heim kæmi. Þrem dögum síðar var hann allur. Þegar lítill drengur með lífið framundan hverfur svo sviplega af sjónarsviðinu þá vaknar spurning- in um það hver sé tilgangurinn. Við trúum því að honum sé ætlað annað hlutverk á æðra tilverustigi. og óskum honum góðrar heim- komu og hlökkum til endurfund- anna þegar stund okkar kemur. Megi algóður Guð gefa foreldr- um, litlu systurinni og öðrum ástvinum styrk í þungum harmi. Hafðu frændi minn þökk fyrir allt og allt. Ásdís Sigurðardóttir. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, HENDRIK EINAR EINARSSON, veröur jarösunginn frá Fíladelfíukirkjunni Hátúni 2, miövikudaginn 14. marz kl. 15. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Kristniboðssjóð Fíladelfíusafnaöar- ins. Agúata Gísladóttir, börn og tangdabðrn. + Sonur okkar, STEFÁN BALDURSSON, Tómaaarhaga 22, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. marz kl. 13.30. Baldur Jónsson, Guörún Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.