Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 3 Frumvarpið ger- brey tir stef nu verðlagslaganna Herdir aftur til mikilla muna verdlagsákvædi FRUMVARP ríkisstjórnarinnar, sem lagt heíur verið íram til umsagnar hjá samráðsaðilum gerir ráð fyrir algjörri stefnubreytingu í verðlagsmálum. 8. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er gjörbreytt, en inntak hennar var í lögunum, að þegar samkeppni væri nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag, þá skuli verðlagning vera frjáls. Mickie Gee plötusnúður á Óðali fagnar hér heimsmeti sínu í gær, ásamt unnustu sinni, Stellu Bragadóttur. Gamla heimsmetið var 1176 klukkustundir, en Gee heldur áfram, þannig að klukkan þrjú í dag hefur hann bætt tuttugu og fjórum klukkustundum við það met. Plötusnúðurinn á Óðali: Heimsmetið fokið, en plötumar snúast enn í 58. grein frumvarps ríkis- stjórnarinnar er þessari áður- nefndu 8. grein téðra laga breytt og segir að hún skuli orðast svo: „Þær samþykktir um hámarks- álagningu, hámarksverð og aðra verðlagningu, sem í gildi eru, þegar lög þessi koma til fram- kvæmda, skulu gilda áfram þar til verðlagsráð ákveður annað. Það skal vera meginregla að vöruverð sé háð verðlagseftirliti og verðlagsákvæðum. Þó getur verðlagsráð, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, heimilað að fella einstaka vöruflokka undan verð- i lagsákvæðum. Hafi slík heimild verið veitt, getur verðlagsstofnun engu að síður skyldað hlutaðeig- andi aðila til að tilkynna stofnun- inni verðhækkanir. Verðlagsráð getur við sérstakar aðstæður einnig ákveðið eftirtald- ar aðgerðir til að ná því takmarki, sem um getur í 1. gr.: 1. Hámarksverð og hámarksálagn- ingu. 2. Gerð verðútreikninga eftir ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun allt að 6 mánuði í senn. LÖGIN um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti áttu samkvæmt frumgerð sinni, að taka gildi í nóvember síðastliðnum. Á síðasta degi óskaði rfkisstjórnin eftir afbrigðum í þinginu á breytingu á gildistöku laganna, sem hún hygðist fresta. Stjórnarandstaðan gat þá komið í veg fyrir að afbrigði yrði veitt, en ríkisstjórn- in óskaði þá eftir samvinnu við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um að þeir veittu slfkt afbrigði. Eyjólfur Konráð Jónsson óskaði þá eftir þvf, að viðskiptaráðherra gæfi um það afdráttarlausa yfir- lýsingu, að unnið yrði að þvf að lögin tækju gildi, þótt frestun á gildistöku þeirra næði fram að ganga. Þetta var í efri deild Alþingis hinn 15. nóvember og gaf þá Svavar Gestsson svohljóðandi yfirlýsingu, sem stjórnarandstaðan tók gilda. „Herra forseti. Ég þakka hinar 4. Aðrar reglur um verðlagningu og viðskiptakjör, sem verðlagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni. Þessi 8. grein var svo orðrétt í lögunum: „Þegar samkeppni er nægileg til þess að tryggja æskilega verð- myndun og sanngjarnt verðlag, skal verðlagning vera frjáls. Nú er verðlagning frjáls og getur verð- lagsstofnun þá skyldað hlutaðeig- andi aðila til að tilkynna stofnun- inni verðhækkanir. Reynist samkeppni takmörkuð, eins og nánar er tilgreint í IV. kafla, eða samkeppni er ekki nægi- leg til að.tryggja sanngjarnt verð- lag eða horfur eru á ósanngjarnri þróun verðlags og álagningar, getur verðlagsráð ákveðið eftir- taldar aðgerðir til að ná því takmarki, sem getið er um í fyrstu grein: 1. Hámarksverð og hámarksálagn- ingu. 2. Gerð verðútreikninga eftir nán- ar ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun í allt að 6 mánuði í senn. 4. Aðrar reglur um verðlagningu vinsamlegu undirtektir, sem mála- leitan okkar fær hjá háttvirtum 5. þingmanni Norðurlands vestra. í umræðum um þetta mál í neðri deild, lagði ég á það áherzlu að nú þegar yrði hafizt handa við að tryggja verðlagsstofnun eða verð- lagsskrifstofunni eins og hún nú heitir — að hún verði fær um að yfirtaka það verkefni, sem hér er gert ráð fyrir. Eins og mönnum er kunnugt er ætlazt til þess í þeim lögum, sem við erum að leggja til að verði frestað um hríð, að til skjalanna komi sérhæfðari starfs- kraftar en áður hafa verið við verðlagsskrifstofuna og ég hef lagt á það áherzlu nú við undirbúning fjárlagagerðarinnar bæði við for- mann fjárveitinganefndar og hæst- virtan fjármálaráðherra, að það verði þegar við frágang fjárlaga fyrir árið 1979, að gera ráð fyrir auknum fjármunum til verðlags- skrifstofunnar til þess að unnt verði að tryggja það að hún geti og viðskiptakjör, sem verðlagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni." Þá er í 59. grein frumvarp ríkisstjórnarinnar breytt 12. grein laganna um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti og orðist hún svo: „Verðákvarðanir samkvæmt 8. grein skulu miðaðar við afkomu fyrirtækja, sem rekin eru á tækni- lega og fjárhagslega hagkvæman hátt og nýta eðlilega afkastagetu." 12. grein laganna er í tveimur málsgreinum og er hin fyrri sam- hljóða ofanskráðu, þ.e.a.s. frum- varpið gerir ráð fyrir að 2. máls- grein falli niður, en hún hljóðar svo: „Verð og álagningu má ekki ákvarða lægri en svo, að fyrirtæki þeirrar tegundar, sem í fyrstu málsgrein getur, fái greiddan nauðsynlegan kostnað við innkaup eða endurinnkaup vöru, fram- leiðslu, aðflutning, sölu, flutning ásamt afskriftum, svo og sann- gjarnan hreinan hagnað, þegar tekið er tillit til áhættunnar við framleiðslu vörunnar og sölu.“ með skaplegum hætti sinnt verk- efnum, sem henni eru ætluð sam- kvæmt þessum lögum og sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem almennt eru uppi um vinnubrögð slíkra stofnana. Ég vil einnig láta það koma hér fram, að eftir að ég varð viðskiptaráðherra hef ég rætt við forystumenn verzlunarinnar, Kaupmannasamtakanna, Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, Verzlunarráðs íslands og fleiri aðila um þessi mál, þannig að ég held að ég segi ekkert of mikið, þegar ég segi að þessi mál eru í fullum gangi eða eins góðum gangi og þau geta verið af hálfu við- skiptaráðuneytisins." Eins og sést af annarri frétt hér á síðunni, er stefnu verðlagslag- anna í frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar gjörbreytt, þrátt fyrir þessa yfirlýsingu Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra í efri deild Al- þingis hinn 15. nóvember síðastlið- inn. BREZKI plötusnúðurinn Mickie Gee setti í gær heimsmet í maraþonplötusnúningi, er hann hafði leikið hljómplötur í sjö vikur eða 1176 klukkustundir samtals í veitingahúsinu Óðali. Gee byrjaði heimsmetstilraun sína klukkan þrjú síðdegis þann 22. janúar síðastliðinn, og heimsmetið sló hann klukkan þrjú í gærdag, að viðstöddum nokkrum vinum og kunningj- um, kærustu sinni, Stellu Bragadóttur, blaðamönnum og starfsfólki óðals. Ekki er Gee þó enn af baki dottinn, því hann ætlar að halda áfram, og stefnir að því að halda út í eina viku til viðbótar. í samtali við blaðamann Morgun- Árásarmálið: Maðurinn MAÐURINN, sem ráðist var á í húsi við Miklubraut á föstudags- kvöldið og leikinn illa, var á góðum batavegi í gær, samkvæmt upplýsingum Hallvarðs Einvarðs- sonar rannsóknarlögreglustjóra. Maðurinn , sem er um sextugt hefur verið fluttur af gjörgæslu- deild Borgarspftalans, en þangað var hann fyrst lagður enda talinn í lífshættu um tíma. Eins og fram kom í Mbl. á blaðsins sagðist hann að vísu vera nokkuð þreyttur, en þó ekki svo að hann geti ekki haldið áfram eitthvað lengur. Hann kvaðst vita vel hvað hann gerði, og ef hann yrði mjög þreyttur kvaðst hann hætta fyrr, en nú sem stæði stefndi hann að því að halda út eina viku til viðbótar. Kvað hann það bæði gert til að styðja enn frekar við bakið á gleymdum börnum, og svo líka til þess að lengja tímann vegna þess að annar plötusnúður er þegar byrjaður að reyna við heimsmet- ið, John Lewis. Gee var ekki tiltakanlega þreyttur er blaðamenn hittu hann að máli í gær, veitti blóm- um viðtöku og skálaði við nær- stadda í kampavíni. á batavegi sunnudag réðst 21 árs gamall piltur á manninn, en svo virðist sem maðurinn hafi staðið piltinn að þjófnaðartilraun. Veitti pilturinn manninum mörg og þung högg og hlaut hann mikla áverka á andliti, höfði og hálsi. Pilturinn sem áður hefur stolið frá þessum sama manni 240 þúsund krónum, var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 28. marz n.k. vegna rannsóknar málsins. Viðskiptaráðherra lofaði efri deild óbreyttiun verðlagslögum kvenfatnaöarsýning Brottför 3. apríl DimD UJJAI LONDON auðvitað í sumarleyfinu kaup- manna- höfn HANNOVER EYJAR húsgagnasýning 2.-6. maí alþjóðleg vörusýning 18,—26. apríl SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM Á HAGSTÆÐASTA VERÐI Ferðamiðstöðin hf. 3JI Aðalstræti 9 - Símar 11255 - 12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.