Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 15
Vœri hugrenningum hegnt
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Leikfélag Grindavíkur:
FJALLA-EYVINDUR.
Leikrit í fjórum þáttum.
Ilöfundur: Jóhann Sigurjóns-
son.
Leikstjóri: Höskuldur Skag-
fjörð.
Leikmynd: Evelyn Adolfsdótt-
ir, Þorgeir Reynisson.
Ljósameistari: Guðmundur K.
Tómasson.
Nú eru liðin sextíu ár síðan
Jóhann Sigurjónsson lést. Það
er því vel til fundið hjá Leikfé-
lagi Grindavíkur að sýna
Fjalla-Eyvind. Verk Jóhanns
Sigurjónssonar þurfa að vera
leikin öðru hverju og það er
stórhugur hjá áhugaleikurum að
takast á við Fjalla-Eyvind. Leik-
félag Grindavíkur hefur eins og
mörg önnur áhugaleikfélög góð-
um leikurum á að skipa, aðrir
koma viðvaningslega fyrir á
sviði eins og gengur, en allt er
þetta unnið af sönnum áhuga og
ósérhlífni og árangur má teljast
góður þegar á allt er litið.
Margir leikaranna í Grindavík
koma beint úr fiskvinnu og
halda áfram störfum að sýningu
lokinni. En engin þreytumerki
er á þeim að sjá. Þeir láta ekki
hlutverkaskipti lífsbaráttu og
listar á sig fá, heldur eflast í
baráttunni við hvoru tveggja.
Að minnsta kosti sýndist mér
svo.
Leikstjórinn Höskuldur Skag-
fjörð fer engar nýjar leiðir í
túlkun verksins. Hann fetar
troðnar slóðir, leggur áherslu á
hið þjóðlega andrúmsloft, en
kemur öllu samviskusamlega til
skila sem í handritinu stendur.
Ekki er ástæða til að finna að
þessu, það hefur sína kosti. En
minna má á að Fjalla-Eyvindur
þyldi nýstárlegri tök. Höskuldur
vitnar í Gunnar Gunnarsson í
leikskrá sem sagði um
Fjalla-Eyvind að hann héldi sig
engan veginn „innan vébanda
listarinnar einnar saman", og
taldi að hann væri af þeirri gerð
leikverka sem „geta brotið til-
finnanlega í bága við strangar
listakröfur, án þess að á þau
falli".
Gunnar skipaði af skarp-
skyggni sinni Fjalla-Eyvindi í
sveit þeirra verka sem „taka
einkum til hjartans". Hann
skildi Jóhann Sigurjónsson vel,
enda vinur hans og samstarfs-
maður. En nú er svo komið að
þótt við getum fundið að ýmsu í
verkum Jóhanns Sigurjónssonar
eru þau okkur svo hjartfólgin að
okkur sést yfir gallana og met-
um það eitt sem best er gert.
Ljóðræn skynjun Jóhanns var
líka svo innblásin að hún nægir
verkum hans til brautargengis.
En þar með er ekki sagt að við
eigum að leiða hjá okkur boð-
skap þeirra, til dæmis er
Fjalla-Eyvindur veigamikið
framlag til umræðna um eðli
samskipta karls og konu. Loka-
þátturinn er til dæmis magnað
uppgjör hjóna, vægðarlaust,
jafnvel grimmdarlegt. Halla rís
hátt áður en hún hverfur út í
hríðina og eftir að hún er farin.
Þetta síðasta atriði þótti mér
vel túlkað af Guðveigu Sigurð-
ardóttur í hlutverki Höllu og
Ástbirni Egilssyni í hlutverki
Kára. Þáttur Ástbjörns var
nokkuð jafn í verkinu, leikur
hans geðfelldur. Guðveig náði
ekki nægilega sterkum tökum á
hlutverkinu í fyrri hluta verks-
ins, en það var fyrst og fremst
undir lokin sem hún sýndi okkur
Höllu á sannfærandi hátt.
Björn hreppstjóra, mág Höllu,
lék Haukur Guðjónsson og
mátti vel við túlkun hans una.
Arnes var í höndum Lúðvíks
Páls Jóelssonar, gervi hans ýkt
um of, en leikur sómasamlegur.
Valgerður Þorvaldsdóttir var
hin skörulegasta í hlutverki
Guðfinnu. Oddný sem Esther
Gísladóttir lék naut sín vel í
sýningunni. Eiríkur Dagbjarts-
son þótti mér standa sig af-
bragðsvel í hlutverki smalans.
Þar er greinilega leikaraefni á
ferð. Arngrímur holdsveiki er
stórt hlutverk í Fjalla-Eyvindi.
Þótt ekki sé hann margmáll ber
að gefa orðum hans gaum. Hann
er rödd skáldsins í leiknum, orð
hans búin örlagaþunga og víða
glitrandi skáldskapur. Það er
hann sem látinn er segja að
fjarlægðin geri fjöllin blá og
mennina mikla. Einnig segir
hann þau orð sem eru niður-
staða verksins og siðferðilegur
dómur höfundarins: „Væri hug-
renningum hegnt, fyíltust fjö’.l-
in af útilegumönnum.“ Sýning
Leikfélags Grindavíkur nýtur
þess að í hlutverki Arngríms er
leikari sem skilur hlutverkið og
túlkar það á þróttmikinn hátt.
Það er Sigmar Sævaldsson sem
á heiður skilinn fyrir leik sinn.
Aðra leikara mætti nefna. Sex
ára telpa Svanborg Sigmars-
dóttir leikur Tótu og gerir það
vel. Jóhann Ólafsson leikur
Magnús vinnumann Höllu.
Kristín Gunnþórsdóttir leikur
Sigríði vinnukonu Höllu. Gunn-
ar Tómasson er valdsmannsleg-
ur sýslumaður. Ólafur Þorri
Gunnarsson kemur skemmti-
lega fyrir í hlutverki Jóns bónda
og sama er að segja um Inge-
burg Guðmundss. Wohler í hlut-
verki konu hans. Ótalið er
sveitafólk.
Ekki skal þeim gleymt sem
eru á bak við tjöldin eins og
stendur í leikskrá. Leikmynd
Evelyn Adolfsdóttur og Þorgeirs
Reynissonar er að vísu ekki á
borð við það sem maður sér í
atvinnuleikhúsum, en ég felldi
mig vel við hana.
Eg vil að lokum benda Grind-
víkingum og nágrönnum þeirra
á að láta þessa sýningu ekki fara
fram hjá sér. Hún er menning-
arviðleitni sem ber að meta.
Meðal annars er hún til vitnis
um það hvað dugmikið fólk
getur gert við erfiðar aðstæður.
Fjalla-Eyvindur er áttunda
verkefni Leikfélags Grindavíkur
og með honum vill félagið verða
við þeirri áskorun að taka til
meðferðar íslenskt verkefni, en
fara ekki hina auðveldu farsa-
leið eins og víða er gert.
Húsavík;
Fyrirlest-
ur um list
ÓLAFUR Kvaran list-
fræöingur heldur fyrir-
lestur á vegum Listasafns
íslands í barnaskólanum á
Húsavík á miðvikudags-
kvöld.
Fjallar Ólafur í fyrir-
lestrinum um upphaf
íslenzkrar abstraktlistar.
„Drífhús-
grædlingur”
en ekki „drit-
húsgræðHngur”
ORÐIÐ „drífhúsgræðlingur" í
merkingunni „gróðurhúsa-
græðlingur" hefur tvívegis mis-
ritazt í Morgunblaðinu. Svo var í
þingfréttum sl. laugardag, þegar í
staðinn fyrir það kom „skringil-
yrðið drithúsgræðlingur" og einnig
í leiðréttingu Ragnhildar Helga-
dóttur sl. sunnudag.
Morgunblaðið biður afsökunar á
þessum mistökum og ítrekar, að
standa átti „drífhúsgræðlingur".
Gamolt
fólk gengurJlfe iMsgor
312PD 210PD 210P
____OMIC reiknivélin
hefur slegið sölumet
OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir
einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt
óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f.
Móttökurnar voru frábærar. Á örfáum
vikum varð OMIC metsöluvél.
I framhaldi af þessum afburða góða
árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær
nýjar gerðir af OMIC reiknivélum:OMIC
210 PD OMIC 210 P
OMIC vélar í einfaldari útfærslu en
OMIC 312 PD.
Komið og kynnist kostum OMIC:
Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
k,+ :"x + <
Hverfisgötu 33
■ x Sími 20560