Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 37 Oft má lífga upp á gamlar kommóður með því að mála þær, t.d. er hægt að mála þær svartar og setja gylltar höldur á. Kommóðan hér á myndinni er í barnaherbergi og þá er sjálfsagt að hafa hana líflega. Litirnir (sem að vísu sjást ekki á þessari mynd) eru: Efsta skúffan er ljósgræn, og tvær þær næstu eru aðeins dekkri, (mismunandi litur samt), þar næst kemur ljósblá skúffa og tvær þær næstu eru málaðar mismun- andi dökkbláar. • Krukkur og glös í stað- inn fyrir blóm til gjafa Vajiti mann litla vinargjöf er alltaf hægt að koma með blóm — sem er líka algengast. En góð hugmynd er líka að kaupa fallegt glas á háum fæti, glæra krukku (hvort tveggja fæst í blómabúðum) eða kökubox. Og í þetta má setja smákökur, salthnetur, konfekt eða annað sælgæti. Og þegar búið er að binda fallega slaufu utan um (það þarf alls ekki að setja pappír utan um), þá er komin hin fallegasta gjöf og persónuleg að auki. • Stúlkur eru þroskaðri en drengir við fæðingu Nýfædd stúlka er „komin lengra á veg“ en nýfæddur drengur. 9 mánaða stúlka er jafn þroskuð og eins árs drengur. Reyndar er þetta engin ný kenning fyrir foreldra. Þeir hafa sjálfir uppgötvað, að drengir eru yfirleitt seinni til en stúlkur. Gerð hefur verið rannsókn í þessum efnum. Hópur bandarískra vísindamanna hefur rannsakað 150 4 mánaða börn og kom í ljós, að stúlkurnar gátu löngu á undan drengjunum séð mismun á myndum af börnum og fullorðnum og mismun milli karla og kvenna. Þegar stúlkurnar voru settar í framandi umhverfi byrjuðu þær að gráta, en ekkert heyrðist aftur á móti í drengjunum. Það sannaði ekki að stúlkurnar væru hræddari en drengirnir, en aftur á móti væri athyglisgáfa þeirra þroskaðri en drengjanna. Drengirnir uppgötv- uðu alls ekki, að þeir lágu ekki í sínu eigin rúmi! Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós, að stúlkur eru yfirleitt fyrri til að tala en drengir og að þær eru feti framar fram undir 10 ára aldur. Gott er að vita... Haust r 1 • • Olpunum Hildegard Diessel: Káta í sveitinni Teikningar eftir Kurt Schmischke Þýðing: Magnús Kristinsson Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri 1978 Káta í sveitinni er áttunda bókin í röðinni um Kátu, sem komin er á íslensku. Ekki hef ég lesið þær allar. Á bókarkápu stendur að þær njóti mikilla vinsælda hér á landi. Káta er stelpa, sem heitir Holmfríður Lára Koll. Faðir hennar er læknir. Sagan hefst á því að Káta er að fara til Svabísku Alpanna í bíl með foreldrum sínum. Þar ætlar hún að dvelja í haustleyfi sínu, á sveitabænum Einilundi, hjá for- eldrum Rósu eldhússtúlkunnar Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR þeirra, sem einnig er með í ferð- inni. Káta hefur líka með sér hundinn sinn Bósa og litla, feita hvolpinn Snotru. Þegar foreldrar Kátu fara til baka grípur heimþrá- in hana, en hún harkar af sér. Tíminn líður í fallegu umhverfi við ýmsa skemmtilega atburði, sem sveitin ein hefur upp á að bjóða. Káta ferðast um með vinum sínum. Hún sér fjallið þar sem jarð- skjálftasprungan hefur myndast — og fjallið þar sem kastalinn gnæfir efst uppi. Hún eignast vinkonu, sem heitir Elfa. Kynni þeirra hefjast með því að Káta bjargar henni úr útsýnisturni uppi á Kastalafjallinu, þar sem Elfa hefur lokast inni. Tíminn líður fljótt við leik og ævintýri sveita- lífsins. Loks verður Káta að kveðja vinina sína og snúa aftur heim. Þá var Jobbi bróðir Rósu nýkominn heim, en hann gætti fjárins úti á heiðinni. Káta er hrifin af fénu og ætlar að verða hjarðmey þegar hún verður stór. Hún ætlar líka að verða skáti og kanna ókunna stigu. Þetta er látlaus saga. Sennilegt þykir mér að hún sé mun áhuga- verðari fyrir börn sem þekkja til þess umhverfis er hún gerist í. Ýmsir þættir og hættir sögunnar liggja langt frá þjóðlífi okkar. Frágangur og þýðing góð. ... aö á ávaxta- og ávaxtasafabletti á strax aö setja edik, sítrónusýru eöa safa af sítrónu. Ef bletturinn hverfur ekki eftir þvott, endurtakiö Þá meðhöndlunina. — O — ... aö í vikulegu hreingerningunni er hægt aö Þurrka af póleruðum má setja í Þau blöndu af salti uppleyst í vatni, og pau munu veröa glansandi aftur. húsgögnum meö klút, sem er undinn vel upp úr te eöa vatni blönduðu meö ediki. Viöurinn veröur spegilglansandi. — O — ... aö hafi komið blettur á borö eftir rakan hlut er hægt aö fjar- lægja blettinn meö Því aö nudda hann með mjúkum klút, sem dýft hefur verið í púöursykur. — O — ... aö lampa úr smíöajárni má hreinsa með olíu og nudda vel á eftir meö mjúkum klút. — o — ... aö hellist kaffi niður í gólfteppið er hægt að hreinsa Þaö á Þennan hátt: Nuddiö blettinn meö rökum klút. Setjið smávegis kartöflumjöl yfir blettinn og nuddið Því vel niöur í teppið. Setjiö síöan meira kartöflumjöl og látiö Það liggja Þar til Þaö er oröið Þurrt. Ryksugið Þá blettinn. Ef eitthvað veröur eftir af kartöflumjölinu má nudda Þaö meö rökum klút. — O — ... aö ofan á saltkex er ágætt aö hræra saman rjóma og feitum osti. Setjið fyrst eggjasneið ofan á kexiö og sprautið síöan ostblöndunni ofan á meö kökusprautu. — O — ...aö Þegar veriö er að hvolfa hlaupi eöa einhverju ööru á disk, gætiö Þess Þá aö hafa diskinn rakan, svo aö auðvelt sé að færa hlaupiö til, ef Þaö lendir ekki á miðjum diskinum. — O — ... aö til aö athuga hvort melónur eru fullÞroskaðar skal ýtt varlega meö Þumalfingrum á endana. Ef melónan gefur lítillega eftir er hún Þroskuð, en ef hún er hörö ætti aö láta hana standa í stofuhita í nokkra daga. — O — ... aö silkislaufur og -borða sem er orðið krumpað, er hægt aö fá slétt aftur meö pví að halda pví yfir gufu. ... aö gjörsamlegur óÞarfi er áð setja salt í vatnið, Þegar verið er aö sjóöa kartöflur. Yfirleitt notum viö alltof mikiö salt í matargeröinni Þannig aö hér má draga úr salt- notkuninni án nokkurs bragðmun- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.