Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 47 Sprengt á Korsíku Bastia. Korsíku, 12. marz, Reuter SPRENGINGAR kváðu enn við á Korsíku í gær og var þeim einkum stefnt gegn þeim sem aðhyllast sjálfstæði eyjarinnar. Sjö sprengjur sprungu fyrir utan heimili þessara manna og í verzlunum þeirra, að sögn lögreglu. Sprengingarnar í gær virtust vera óbeint svar andstæðinga Frelsis- fylkingar Korsíku (FLNC) við aðgerðum fylkingarinnar aðfaranótt laugardags en þá voru 34 sprengjur sprengdar víðs vegar á eynni og í París. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á sprengingunum i gær á hendur sér, en Fylkingin gegn sjálf- stæðissinnum og aðskilnaðarsinnum (Francia) hefur áður lýst ábyrgð sinni á aðgerðum af þessu tagi. Lýsa eftir eldflaugum Teheran, 12. marz. Reuter. FLUGHER írans hefur lýst eftir bandarískum eldflaugum sem stolið var úr flugstöð hersins í Tehcran þegar byltingin stóð sem hæst í landinu í siðasta mánuði. í tilkynningu flughersins segir að sprengjurnar séu hættulegar í með- förum og að þær geti auðveldlega sprungið komist þær í námunda við hitagjafa. Eldflaugarnar sem um ræðir eru einkum notaðar gegn skriðdrekum. Sprengjuoddurinn er um sjö senti- metrar að þvermáli. Mikið af vopn- um féll í hendur óbreyttra borgara í byltingunni í Teheran og hafa stjórnvöld æ ofan í æ hvatt lands- menn til að skila vopnunum. Jimmy Carter forseti, Isaak Navon forseti, konur þeirra og Menachem Begin forsætisráðherra skála í veizlu í ísraelska þinginu, Knesset. Friðarumleitanir Carters: Símamynd AP Israelsmenn hafna alfarið breytingatillögum Egypta Jertsalem, 12. marz. AP. Reuter ÍSRAELSKA stjórnin sat á löngum og ströngum fundi langt fram eftir nóttu í gær til að ræða um vandamálin sem standa í vegi fyrir því að friðarsamningur verði undir- ritaður milli þeirra og Egypta, svo og til að móta svar sitt til Jimmy Carters Bandarfkjafor- seta við tillögum þeim er hann bar með sér frá Egyptalandi 8.1. laugardag. Mjög harðar deilur voru innan stjórnarinnar um hvernig bregðast ætti við þeim breyting- um sem Egyptar gerðu á samningsuppkastinu sem Menachem Begin forsætisráð- herra Israels hafði fyrir sitt leyti samþykkt í ferð sinni til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Begin sagði á fundi með fréttamönnum eftir maraþon- fundinn að stjórnin hefði hafnað alfarið breytingartillögum Egypta og það næsta í málinu væri bara að bíða eftir viðbrögðum Egypta. Viðræðum Begins og Carters í gærdag var af fréttaskýrendum lýst þannig að þær hefðu verið sérstaklega erfiðar vegna þess að Begin hefði fyrirfram tilkynnt að hann myndi hafna öllum breyt- ingum Egypta á samningsupp- kasti því sem hann hafði fyrr samþykkt. Jafnframt sagði Begin að nokkur vandamál væru enn óleýst og að friðarsamning- ur yrði ekki undirritaður fyrr en þau væru leyst. Það vakti nokkra athygli á laugardag hversu móttökur þær sem Carter fékk við komuna til Israels voru kuldalegar. Meðal mótmælenda voru menn sem báru spjöld með áletrunum eins og : „Farðu til þíns heima“ og „Þú meðhöndlar ísraelsmenn ekki eins og hnetur". — Þá var haft eftir einum öryggisverði að hermenn og lögregla hefðu verið mun fjölmennari heldur en þeir sem tóku á móti forsetanum. Skartgripasalar hverf a sporlaust New York, 12. marz. AP SKARTGRIPASALI einn hvarf frá heimili sínu s.l. föstudag og að sögn hróður hans var hann með skartgripi að verðmæti um 100 milljónir íslenzkra króna í fórum sínum. Maðurinn er annar skartgripasalinn sem hverfur á fjórum dögum í New York. Hinn horfni er 27 ára gamall verið með í fórum sínum væri milli Indverji, Satya Gupta að nafni, en hann kom til Bandaríkj'ánna fyrir átta mánuðum. Talsmaður lög- reglunnar sagði, að tölur þær sem bróðir hans hefði gefið upp væru ekki alls kostar réttar. Verðmæti skartgripanna sem hann hefði 10—50 þúsund dollara eða 320 þúsund til 1,6 milljónir íslenzkra króna. Talið er að Gupta hafi verið á leið til að eiga viðskipti við óþekkt- an viðskiptavin þegar hann hvarf. Smith áfram leiðtogi hvítra málavettvangi. Leiðtogar svartra í bráðabirgðarstjórninni telja að þeir eigi tæpast upp á pallborðið hjá umbjóðendum sínum nema Smith hætti afskiptum af stjórn- málum. Brezk stjórnvöld álíta að væntanleg stjórn í Rhódesíu eigi meiri möguleika á að hljóta viður- kenningu á alþjóðarvettvangi dragi Smith sig í hlé. Þá hafa ýmsir svartir stjórn- málamenn lýst því að verði Smith á þingi að loknum kosningum í apríl kunni almenningur í landinu að álíta að Smith haldi um stjórn- taumana eftir sem áður. Smith hét því í fyrra að hverfa af vettvangi stjórnmálanna í Rhódesíu ef Vesturlönd lýstu stuðningi við væntanlega stjórn í landinu er svartir færu með meiri- hluta í. Ekkert hefur bólað á loforðum eða vilyrðum um slíkan stuðning og hefur Smith þar með endurskoðað afstöðu sína , að sögn kunnugra. Talið er að ekkert nema óvæntir samningar við Bandaríkin og Bretland fái breytt afstöðu Smiths úr þessu. Bönnuðu sýningar á opinskáu viðtali við Margréti Trudeau Toronto, 12. marz, Reuter. DÓMSTOLAR bönnuðu í dag kanadísku sjónvarpsstöðinni CTV að sýna opinskátt viðtal við Margréti Trudeau fyrr- verandi forsetafrú Kanada þar til 22. aprfl næstkomandi að kröfu lögfræðinga Margrétar og útgefanda sjálfsævisögu hennar. Sjónvarpsstöðin hugðist sýna samtalið í kvöld, en í ljósi ákvarðana dómstólanna lýstu forráðamenn stöðvarinnar því að ólíklegt væri að samtalið yrði sýnt í apríllok þar sem það yrði þá orðið úrelt. Lögfræðingar Margrétar héldu því fram við málarekstur- inn, að ef samtalið yrði sýnt áður en bók hennar, „Yfir mörk- in“, kæmi út þá yrði hún yfir hálfri milljón dollara í þóknun af sölulaunum. Áreiðanlegar heimildir herma að viðtal sjónvarpsins við Margréti, sem var klukku- stundar langt, hafi verið opin- skárra en nokkurt annað viðtal sem fjölmiðlar hafa átt við forsetafrúna fyrrverandi. Meðal annars fjallaði hún um nætur- langt ástarævintýri sem var undanfari skilnaðar hennar. Glöggt má sjá tóm skothylkin þeytast frá sjálfvirkum riffli eins úr fslömsku aftökusveitinni í Qom þegar lögregluþjónn er tekinn af lífi. Aftakan fór fram í fyrri viku. Salisbury, Rhódesíu, 12. mars, AP, Reuter. Ian Smith forsætisráðherra Rhódesíu hefur nú ákveðið að veita flokki sínum forystu á fyrsta þingi landsins 20. apríl næstkomandi. Stjórnin í Salis- bury tilkynnti þessa ákvörðun Smiths. Tilkynningin kemur á sama tíma og kröfur fara vaxandi um að Smith dragi sig í hlé af stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.