Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 Fr amboðslisti V öku í Háskólakosningunum Feigðarflan vinstri meirihluta í stúdentaráði í fjárveitingarbeiðni F.S. fyr- ir árið 1979 sem send var menntamálaráðuneytinu s.i. vor, er kvartað yfir því, að óvissa ríki á hverju ári um framlag ríkissjóðs til stofnunar- innar. Síðan segir orðrétt: „Þessi óvissa um afkomu F.S. veldur því, að möguleikar á því að gera áætlanir til lengri tíma eru hverfandi og tekjur stofnun- arinnar nýtast þess vegna verr en skyldi“. Er vandi FS. ríkinu að kenna? Við athugun á ársreikningum F.S. 1976 (þeim slðustu sem tiltækir eru) kemur í ljós, að framlag ríkissjóðs er um 5% af tekjum stofnunarinnar. Með öðrum orðum ríkisframlagið er óverulegur tekjuliður. Vissulega er óvíst ríkisframlag óæskilegt, en áhrif þess eru augljóslega hverfandi á afkomumöguleika F.S. Niðurstaða þessa er því sú, að stjórn FS. gerir sig seka um barnalegar ýkjur sem stjórnvöld sjá í gegnum. Sú spurning vakn- ar því eðlilega, hverjar eru hinar raunverulegur ástæður þess að áætlanir um rekstur F.S. eru ekki gerðar jafn nauðsyn- legt stjórnunaratriði sem slíkt hlýtur að vera. Óstjórn og bók- haldsóreiöa Nú í haust þegar fjárveitinga- nefnd Alþingis krafðist upplýs- inga um fjárhagsstöðu F.S. var svarið það, að ekki væri unnt að verða við óskum nefndarinnar „vegna byrjunarörðugleika við tölvufærslu bókhalds". Með öðrum orðum þegar saumað var að F.S. kom í ljós að ástæðan fyrir því, að stofnunin gerir ekki áætlanir er sú, að hún hefur ekki tiltækar upplýsingar til að byggja á. En er það af óviðráð- anlegum orsökum? Byrjunarörðugieikar við tölvufærslu bókhalds eru ein- hverjir, en þeir skýra það ekki, að gagnavinnsla liggur niðri í rúmt ár. Frá því í júní 1977 og fram í júlí 1978 er ekki unnið við tölvufærslu bókhalds stofnunar- innar. A þessum tíma er ekki eitt einasta færsluspjald gatað hjá því fyrirtæki, sem F.S. skiptir við. Ostjórnin og óreiðan er alger á þessum tíma. Upplýsingar bókhaldsins, sem nota á til skipulagningar eru gerðar úrelt- ar með aðgerðarleysi. Framk- væmdastjórinn Jóhann Schev- ing fer til útlanda rétt áður en hótelreksturinn á að hefjast vorið 1978 án þess að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar eða tryggðar af hans hálfu. F.S. slapp að vísu með skrekkinn í þetta skipti vegna frumkvæðis starfsliðs skrifstofunnar, sem tók að sér að kalla stjórnina saman og benda henni á að stofnunin væri stjórnlaus og stefndi í strand. Á þessum tíma týnast orku- reikningar fyrir Hjónagarða með þeim afleiðingum að á hverja íbúð varð að leggja tug þúsunda króna bakreikning. Einnig hefði þetta í för með sér að gallar á orkukerfi Hjóna- garða voru ekki lagfærðir fyrr en mörgum mánuðum seinna en þurft hefði, stofnuninni og Garðsbúum til mikils tjóns. (Úr V6kuMa«inu.) KOSNINGAR fara fram í Háskóla íslands fimmtudaginn 15. marz. Kosningafyrirkomu- laginu hefur nú verið breytt nokkuð írá því sem áður hefur tíðkast, en Stúdentaráð hefur ákveðið að kjörstaðirnir verði tvcir, það er í hátíðarsal Háskólans og að Grensásvegi 12, og verða þeir báðir opnir frá klukkan níu til klukkan átján á fimmtudag. bessi breyt- ing er að frumkvæði Vöku, sem einnig hefur fengið því fram- gengt að utankjörstaðakosning fer fram á skrifstofu stúdenta- ráðs tvo daga fyrir kjördag milli kl. 12 og 15. I tveimur efstu sætum Vöku- listans til háskólaráðs eru þeir Elvar Örn Unnsteinsson, laga- nemi, og Stefán Jónsson, viðskiptafræðinemi. Átta efstu sæti Vökulistans Vinstri menn í Háskólanum hafa reynt að halda þeim áróðri á loft að Vaka sé einungis útibú 1 fyrir vissan stjórnmálaflokk í Háskólanum og aðrir en fylgis- menn þessa eins flokks ættu þar ekki heima. Þetta er vitaskuld alrangt eins og stefna og störf félagsins gefa til kynna. Vaka er félag lýðræðissinnaðra stúdenta og undir því nafni geta allir lýðræðissinnar starfað í hvaða Lýðræðisflokki sem þeir standa ! Vinstri menn komu heldur en ekki upp um sitt sanna eðli á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands síðasta laugardag. Til umræðu voru málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Sú skoðun Tryggva Agnars- sonar, formanns Vöku, að út- hlutunar- og endurgreiðsluregl- ur Lánasjóðsins ættu að hvetja menn til vinnu í stað þess að letja, fór greinilega mjög i taugarnar á vinstri mönnum. Mönnum er refsað fyrir það að vinna, en þeir sem ekkert vinna yfir sumartímann skemmta sér í utanlandsreisum eða leika sér innanlands og er síðan launað til stúdentaráðs skipa: Auðunn Savar Sigurðsson, læknanemi, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, laganemi, Helga Ólafs- dóttir, hjúkrunarfræðinemi, Magnús Guðlaugsson, laganemi, Árni C. Th. Arnarson, viðskipta- fræðinemi, Kristinn Tómasson, læknanemi, Hildur Sverris- dóttir, laganemi og Óskar Magnússon laganemi. Helstu baráttumál Vöku að þessu sinni eru endurskoðun á rekstri Félagsstofnunar stúdenta, þannig að fyrirtækið geti veitt stúdentum meiri og betri þjónustu en nú er. í lána- málunum leggur Vaka enn áherslu á að námslánin séu ætíð í hópi bestu og hagkvæmustu lána á hverjum tíma. Þá leggur Vaka sem fyrr áherslu á að sjálfstæði Háskólans verði tryggt. —HL. og hvort sem þeir eru flokks- bundnir eður ei. Það sem sam- einar Vökumenn er andstaða þeirra gegn alræðisstefnum, hverju nafni sem þær kunna að nefnast. Vaka hvetur stúdenta til að nota kosningarétt sinn á fimmtudaginn kemur og nota þannig lýðræðislegan rétt sinn til áhrifa á rekstur hagsmuna- baráttu þeirra. með rúmlega milljón krónum þegar að úthlutun Lánasjóðsins kemur. Einn vinstri manna í ráðinu fannst svo mikið um orð Tryggva að hann reis upp og sagði þá skoðun sína að það væri mátuleg refsing fyrir þá „maurapúka" sem kepptust við að vinna allt sumarið, að þeir fengju engin námslán!! „Mér finnst sjálfsagt að refsa þeim sem vinna mikið", sagði þessi fulltrúi vinstri manna orðrétt. Sjaidan hafa vinstri menn þorað að koma svona hreint til dyranna áður. Góður afli netabáta á Eskifirði ESKIFIRÐI 12.3. Góður afli hefur verið hjá netabátum og togurum hér að undanförnu. I seinustu viku landaði Hólmanes 130 lestum og Hólmatindur 115 lestum. Neta- bátar hafa og fiskað vel og í gær landaði Vöttur 33 lestum úr einni lögn. Fjórir netabátar hafa hafið veiðar og tveir stórir bætast við á næstunni. Og síðar koma minni bátarnir og verða þá níu bátar á netaveiðum. Mestan afla hefur Sæljónið, 250 tonn. Búið er að taka á móti 55 þúsund tonnum af loðnu í bræðslu og er það mesti afli sem tekið hefur verið á móti hér á einni vertíð. Fryst hafa verið 140 tonn og loðnuhrogn eru 29 tonn. Undanfarið hafa meðlimir Lionsklúbbs Eskifjarðar gengið í hús og boðið mönnum til kaups slökkvitæki og reykskynjara. Undirtekir bæjarbúa hafa verið með ágætum og mjög mikið verið pantað af tækjum þessum og eru þau væntanleg bráðlega. — Ævar. Rækjuaflinn í febr. 998 tonn RÆKJUAFLI var yfirleitt góður á þeim þrem veiðisvæðum þar sem rækjuveiði var stunduð í febrúar. 60 bátar stunduðu veiðar og nam heildarafli þeirra 998 lestum, en í fyrra var afli 55 báta í febrúar 908 lestir segir í skýrslu Fiskifélags íslands, sem skrifstof- an á ísafirði tók saman. Síðan segir í henni: Frá Bíldudal réru nú 8 bátar og var aflafengur þeirra 149 lestir, en í fyrra öfluðu 7 Bíldudalsbátar 71 lest í febrúar. Frá verstöðvunum við ísa- fjarðardjúp réru nú 40 bátar og var aflafengur þeirra 611 lestir, en í fyrra öfluðu 38 bátar, sem þá stunduðu rækjuveiðar í ísa- fjarðardjúpi, samtals 645 lestir. Frá Hólmavík og Drangsnesi réru nú 12 bátar og var aflafengur þeirra 238 lestir, en í fyrra öfluðu 10 bátar 192 lestir í febrúar. Nú á aðeins eftir að veiða 193 lestir af því aflamagni, sem bátum frá Hólmavík og Drangsnesi er leyft að veiða á þessari vertíð. Fundur í Valhöll um efnahags- tillögurnar Jónn Har.li Jón O. Sólnm. Landsmálafélagið Vörður efn- ir til fundar annað kvöld klukk- an 20.30 f Valhöll um efnahags- málatillögur Sjálfstæðisflokks- ins, „Endurreisn f anda frjáls- hyggju." Frummælendur á fundinum verða tveir nefndarmanna efna- hagsmálanefndar Sjálfstæðis- flokksins, þeir Jónas Haralz bankastjóri og Jón G. Sólnes alþingismaður. Munu þeir ræða um efnahagstillögurnar og svara fyrirspurnum. Funurinn er öllum opinn. Vaka er félag allra lýð- ræðissinnaðra stúdenta „Hegnum þeim sem vinna mikið,>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.